„Var eiginlega gráti næst þegar ég kláraði að taka þetta saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2021 10:31 Tryggvi hefur stórkostlegar áhyggjur af stöðu drengja í menntakerfinu. vísir/stöð2 Tryggvi Hjaltason vinnur sem greinandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP en hann vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir grein sem hann skrifaði um stöðu drengja á Íslandi snemma á árinu 2018. Tryggvi vildi þá sem faðir þriggja barna sjálfur kynna sér betur hvernig umhverfið væri til barnauppeldis á Íslandi og eftir nokkuð ítarlega rannsókn rak hann sig á að staða drengja væri sérstaklega slæm hér á landi. Greinin vakti sem fyrr segir mikil viðbrögð og vonuðust margir í kjölfarið til þess að málin yrðu skoðið betur og að jafnvel yrði gripið til einhverra aðgerða. Tryggvi hefur síðan þá iðulega verið fengin til að flytja erindi um þessa athugun sína sem svo aftur leiddi til þess að hann ákvað nýlega að gera enn ítarlegri rannsókn á þessu sviði. Tók hann þá saman ýmiskonar opinber gögn um málið eins rannsóknir stofnana og ráðuneyta auk alþjóðlegra mælinga og liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir en þar eru því miður mjög sláandi tölur um sí versnandi stöðu drengja í íslensku menntakerfi. Og það sem verra er segir Tryggvi þá er sú staða að versna mjög hratt hér á landi. Frosti Logason ræddi við Tryggva í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Eitt versta hlutfall í nokkru landi „34,4 prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla og hvað þýða þær tölur? Þetta er markvisst að versna og tíu prósent verra hlutfall en það var 2009. Þetta er um það bil tvöfalt verra hlutfall en er hjá stelpunum og eitt versta hlutfall sem er mælt í nokkru landi. Lestrarskilningur drengja er töluvert lægri en hjá drengjum í öðrum löndum og er þetta að mörgu leyti sér íslenskt vandamál,“ segir Tryggvi og heldur áfram. Stúlkur standa sig mun betur á öllum skólastigum. Vísir/Egill „Ef við skoðum mælingar með líðan drengja þá kemur í ljós að drengjum er ekki hrósað jafn mikið eins og stelpum, þeir sjá ekki jafn mikinn tilgang með náminu, ný skýrslan frá UNICEF sýnir að þeir upplifa ekki eins mikinn stuðning frá kennurum og það var bent á það að þetta væri áberandi mikill munur. Ef við förum á efri skólastigin þá eru íslenskir drengir að falla mjög hratt úr framhaldsskóla. Ef við förum á háskólastigið þá er þetta komið niður í 32 prósent skráningu nýnema sem eru karlmenn og það lækkar mjög hratt. Það er í rauninni alveg sama hvar er gripið niður, það er áberandi slæm staða og hún er að versna. Við erum eina Norðurlandaþjóðin þar sem drengir mælast ver í öllum hlutum en oftast eru drengir að mælast betur í stærðfræði. Þetta er því miður afskaplega sorglegt þegar maður fer að skoða þetta.“ Að sögn Tryggva er erfitt að benda á einhverja ákveðna ástæðu fyrir þessu hríðversnandi ástandi en hann hafi síðan hann byrjaði að skoða þetta fyrst heyrt ýmsar tilgátur og kenningar. Fjölmargir kennarar hafi til að mynda sett sig í samband við hann til að lýsa sinni upplifun af þessu og að þeirra sögn spilar þarna ótal margt inn í. Líffræðilegur munur á kynjunum „Það er ýmislegt nefnt eins og staða kennara og áhugi foreldra. Ef foreldrar setjast niður með drengnum sínum og lesa með honum þá er drengurinn yfirleitt ekki í vandræðum með að lesa. Það er bent á að klámneysla ungra drengja er mjög mikil á Íslandi og mælist mest á Norðurlöndunum og í Evrópu ef ég man rétt. Lyfjanotkunin er búin að aukast stórkostlega þó ég vilji alltaf ítreka að lyfjagjöf ein og sér er ekki alltaf slæm og mikil blessun á réttum tímum en hún hefur núna tvöfaldast á níu árum.“ Tryggvi segist telja að eitt af því sem mætti skoða betur sé hvort skólakerfið á Íslandi taki ekki nægilegt tillit til þess að strákar og stelpur séu að mörgu leiti ólíkir hópar sem kalli hugsanlega á ólíka nálgun í kennslu. „Það er vel mælt að það er munur á kynjunum, líffræðilegur munur. Ef þú skoðar almennt viðurkenndar rannsóknir á því sviði er ljóst að heilinn í karlmönnum er tíu prósent stærri á meðan heili í konum hefur meiri taugabrautir. Þegar kona einbeitir sér við það að leysa vandamál þá virkjar hún fleiri svæði í heilanum á meðan karlmaður hefur einbeittari virkni á færri svæðum í heilanum. Bara þetta sýnir að það er mismunandi milli kynjanna hvernig þau nálgast það að leysa verkefni. Það hefur verið mælt aftur og aftur að drengir virðast vera viðkvæmari fyrir áhugadrifnu námi. Ef að drengur skilur ekki af hverju hann er að gera hlutina þá er líklegra að hann upplifi skólaleiða. Ég held að kerfið sé ekkert endilega frábært fyrir stelpurnar en það virðist vera svo að drengirnir eru viðkvæmari fyrir vanköntunum eins og það er í dag.“ Tryggvi segir það hafa verið mjög jákvætt að heyra af miklum fjölda kennara í íslenskum skólum sem séu meðvitaðir um þennan vanda og eru að reyna að gera eitthvað. Þessa stundina séu ýmis prufuverkefni í gangi sem Tryggvi segist hafa heyrt af sem séu að bera góðan árangur þó að á sama tíma sé kvartað undan því hve kennurum er sniðinn þröngur stakkur þegar kemur að því að ráðast í einhverja nýsköpun í þessum efnum. Staða íslenskra drengja í menntakerfinu hefur aldrei verið verri.Vísir/Sigurjón „Það sem hefur verið helstu vonbrigðin hjá mér er hversu hið opinbera og stjórnsýslan hefur sýnt þessu lítinn áhuga. Núna liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga um nýja menntastefnu til 2030 og ég var rosalega spenntur að lesa þessa menntastefnu því mér hefur fundist menntamálaráðherra vera gera gríðarlega mikið af góðum hlutum en ég fann ekkert um stöðu drengja sem kemur á óvart því ég hef ekki fundið gögn um neitt annað vandamál sem getur verið stærra í menntakerfinu.“ Lítil virðing borin fyrir kennurum Tryggvi vill undirstrika að hann sé auðvitað ekki sérfræðingur í menntamálum en hann telur þó að öllum ætti að vera ljóst að staða kennara á Íslandi sé ekki sérlega góð. Þar sé um að ræða láglaunastétt sem hafi mikla og vaxandi ábyrgð og nauðsynlegt sé að hlúa betur að henni. „Ég held að virðing stéttarinnar og launafaktorinn skipti máli. Við horfum mikið til Finna og þeir ákváðu að núna ætlum við að gera kennarastéttina af stétt með virðingu. Nú vinn ég í tæknigeiranum og hef talað við mikið af fólki sem flytur heim með börnin sín og það kemur þeim öllum á óvart hvað sé lítill agi í íslenskum skólum og lítil virðing borin fyrir kennurum. Ef þú ert með barnið þitt í breskum eða bandarískum skóla þá ávarpar þú kennarann með eftirnafni og það er bara fröken og herra. Og þú talar ekkert þegar kennarinn er að tala og þetta er ekki mjög þekkt í íslenskum skólum og ég held að partur af þessu sé virðingarleysi fyrir íslenskum kennurum. Svo er þriðja atriðið, fækkandi karlmönnum í stéttinni og fækkandi karlkyns fyrirmyndum fyrir drengi í menntun. Ég verð að segja þér, ég var eiginlega gráti næst þegar ég kláraði að taka þetta saman,“ segir Tryggvi sem á sjálfur tvo drengi en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Skóla - og menntamál Ísland í dag Íslenska á tækniöld Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Tryggvi vildi þá sem faðir þriggja barna sjálfur kynna sér betur hvernig umhverfið væri til barnauppeldis á Íslandi og eftir nokkuð ítarlega rannsókn rak hann sig á að staða drengja væri sérstaklega slæm hér á landi. Greinin vakti sem fyrr segir mikil viðbrögð og vonuðust margir í kjölfarið til þess að málin yrðu skoðið betur og að jafnvel yrði gripið til einhverra aðgerða. Tryggvi hefur síðan þá iðulega verið fengin til að flytja erindi um þessa athugun sína sem svo aftur leiddi til þess að hann ákvað nýlega að gera enn ítarlegri rannsókn á þessu sviði. Tók hann þá saman ýmiskonar opinber gögn um málið eins rannsóknir stofnana og ráðuneyta auk alþjóðlegra mælinga og liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar nú fyrir en þar eru því miður mjög sláandi tölur um sí versnandi stöðu drengja í íslensku menntakerfi. Og það sem verra er segir Tryggvi þá er sú staða að versna mjög hratt hér á landi. Frosti Logason ræddi við Tryggva í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Eitt versta hlutfall í nokkru landi „34,4 prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla og hvað þýða þær tölur? Þetta er markvisst að versna og tíu prósent verra hlutfall en það var 2009. Þetta er um það bil tvöfalt verra hlutfall en er hjá stelpunum og eitt versta hlutfall sem er mælt í nokkru landi. Lestrarskilningur drengja er töluvert lægri en hjá drengjum í öðrum löndum og er þetta að mörgu leyti sér íslenskt vandamál,“ segir Tryggvi og heldur áfram. Stúlkur standa sig mun betur á öllum skólastigum. Vísir/Egill „Ef við skoðum mælingar með líðan drengja þá kemur í ljós að drengjum er ekki hrósað jafn mikið eins og stelpum, þeir sjá ekki jafn mikinn tilgang með náminu, ný skýrslan frá UNICEF sýnir að þeir upplifa ekki eins mikinn stuðning frá kennurum og það var bent á það að þetta væri áberandi mikill munur. Ef við förum á efri skólastigin þá eru íslenskir drengir að falla mjög hratt úr framhaldsskóla. Ef við förum á háskólastigið þá er þetta komið niður í 32 prósent skráningu nýnema sem eru karlmenn og það lækkar mjög hratt. Það er í rauninni alveg sama hvar er gripið niður, það er áberandi slæm staða og hún er að versna. Við erum eina Norðurlandaþjóðin þar sem drengir mælast ver í öllum hlutum en oftast eru drengir að mælast betur í stærðfræði. Þetta er því miður afskaplega sorglegt þegar maður fer að skoða þetta.“ Að sögn Tryggva er erfitt að benda á einhverja ákveðna ástæðu fyrir þessu hríðversnandi ástandi en hann hafi síðan hann byrjaði að skoða þetta fyrst heyrt ýmsar tilgátur og kenningar. Fjölmargir kennarar hafi til að mynda sett sig í samband við hann til að lýsa sinni upplifun af þessu og að þeirra sögn spilar þarna ótal margt inn í. Líffræðilegur munur á kynjunum „Það er ýmislegt nefnt eins og staða kennara og áhugi foreldra. Ef foreldrar setjast niður með drengnum sínum og lesa með honum þá er drengurinn yfirleitt ekki í vandræðum með að lesa. Það er bent á að klámneysla ungra drengja er mjög mikil á Íslandi og mælist mest á Norðurlöndunum og í Evrópu ef ég man rétt. Lyfjanotkunin er búin að aukast stórkostlega þó ég vilji alltaf ítreka að lyfjagjöf ein og sér er ekki alltaf slæm og mikil blessun á réttum tímum en hún hefur núna tvöfaldast á níu árum.“ Tryggvi segist telja að eitt af því sem mætti skoða betur sé hvort skólakerfið á Íslandi taki ekki nægilegt tillit til þess að strákar og stelpur séu að mörgu leiti ólíkir hópar sem kalli hugsanlega á ólíka nálgun í kennslu. „Það er vel mælt að það er munur á kynjunum, líffræðilegur munur. Ef þú skoðar almennt viðurkenndar rannsóknir á því sviði er ljóst að heilinn í karlmönnum er tíu prósent stærri á meðan heili í konum hefur meiri taugabrautir. Þegar kona einbeitir sér við það að leysa vandamál þá virkjar hún fleiri svæði í heilanum á meðan karlmaður hefur einbeittari virkni á færri svæðum í heilanum. Bara þetta sýnir að það er mismunandi milli kynjanna hvernig þau nálgast það að leysa verkefni. Það hefur verið mælt aftur og aftur að drengir virðast vera viðkvæmari fyrir áhugadrifnu námi. Ef að drengur skilur ekki af hverju hann er að gera hlutina þá er líklegra að hann upplifi skólaleiða. Ég held að kerfið sé ekkert endilega frábært fyrir stelpurnar en það virðist vera svo að drengirnir eru viðkvæmari fyrir vanköntunum eins og það er í dag.“ Tryggvi segir það hafa verið mjög jákvætt að heyra af miklum fjölda kennara í íslenskum skólum sem séu meðvitaðir um þennan vanda og eru að reyna að gera eitthvað. Þessa stundina séu ýmis prufuverkefni í gangi sem Tryggvi segist hafa heyrt af sem séu að bera góðan árangur þó að á sama tíma sé kvartað undan því hve kennurum er sniðinn þröngur stakkur þegar kemur að því að ráðast í einhverja nýsköpun í þessum efnum. Staða íslenskra drengja í menntakerfinu hefur aldrei verið verri.Vísir/Sigurjón „Það sem hefur verið helstu vonbrigðin hjá mér er hversu hið opinbera og stjórnsýslan hefur sýnt þessu lítinn áhuga. Núna liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga um nýja menntastefnu til 2030 og ég var rosalega spenntur að lesa þessa menntastefnu því mér hefur fundist menntamálaráðherra vera gera gríðarlega mikið af góðum hlutum en ég fann ekkert um stöðu drengja sem kemur á óvart því ég hef ekki fundið gögn um neitt annað vandamál sem getur verið stærra í menntakerfinu.“ Lítil virðing borin fyrir kennurum Tryggvi vill undirstrika að hann sé auðvitað ekki sérfræðingur í menntamálum en hann telur þó að öllum ætti að vera ljóst að staða kennara á Íslandi sé ekki sérlega góð. Þar sé um að ræða láglaunastétt sem hafi mikla og vaxandi ábyrgð og nauðsynlegt sé að hlúa betur að henni. „Ég held að virðing stéttarinnar og launafaktorinn skipti máli. Við horfum mikið til Finna og þeir ákváðu að núna ætlum við að gera kennarastéttina af stétt með virðingu. Nú vinn ég í tæknigeiranum og hef talað við mikið af fólki sem flytur heim með börnin sín og það kemur þeim öllum á óvart hvað sé lítill agi í íslenskum skólum og lítil virðing borin fyrir kennurum. Ef þú ert með barnið þitt í breskum eða bandarískum skóla þá ávarpar þú kennarann með eftirnafni og það er bara fröken og herra. Og þú talar ekkert þegar kennarinn er að tala og þetta er ekki mjög þekkt í íslenskum skólum og ég held að partur af þessu sé virðingarleysi fyrir íslenskum kennurum. Svo er þriðja atriðið, fækkandi karlmönnum í stéttinni og fækkandi karlkyns fyrirmyndum fyrir drengi í menntun. Ég verð að segja þér, ég var eiginlega gráti næst þegar ég kláraði að taka þetta saman,“ segir Tryggvi sem á sjálfur tvo drengi en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Skóla - og menntamál Ísland í dag Íslenska á tækniöld Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira