Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:46 Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson, kúabændur á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Kjötætur óskast! „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira