Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. janúar 2021 20:01 Hún heillast af húmor, heiðarleika og sjálfstrausti, er ekki á Tinder og veit fátt leiðinlegra en að ganga frá eftir búðarferð. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er einhleypa Makamála þessa vikuna. Mynd - Vilhelm/Vísir „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. Jóhanna Ýr er búsett í Hveragerði ásamt þremur börnum sínum og segir hún nýja árið leggjast mjög vel í sig og mikið af spennandi verkefnum framundan. Hér fyrir neðan svarar Jóhanna Ýr spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Jóhanna Ýr segir stefnumótamarkaðinn rólegan um þessar mundir. Nafn? Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég hef verið kölluð nöfnum eins og Jóka stuð eða JoJo, en þau hafa nú ekki fest sig í sessi. Aldur í árum? 41 árs gömul. Jóhanna Ýr er búsett í Hveragerði og starfar sem verkefnastjóri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Aldur í anda? Allt frá átján ára og upp í nýrætt. Menntun? BA gráða í guðfræði, diploma gráða í kennslufræðum og verkefnastjóri frá Endurmenntun. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Fjörutíu og eins. Guilty pleasure kvikmynd? Legally Blonde - Bleika Channel draktin! Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já alveg heilmikið skotin í Patrick Dempsey eftir að hann lék í myndinni Can’t Buy Me Love. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, það held ég nú bara ekki. Syngur þú í sturtu? Mjög sjaldan en ég á mína spretti. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á Tinder? Nei, en átti þar þriggja sólarhringa innkomu. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, góðhjörtuð og skemmtileg. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég sendi þetta á vinkonuhópinn minn og þær sögðu: traust, metnaðargjörn, húmoristi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég heillast af sjálfstrausti, heiðarleika og húmor. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki, fyrst og fremst. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri mjög líklega höfrungur, mér líður svo vel í vatni. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Miríam systur Móse, Tinu Turner og Ara Eldjárn. Ég hugsa að þetta gæti orðið áhugavert kvöld. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég held bara ekki, þeir eru allir uppi á borðinu. Jóhanna Ýr með vinkonum sínum Bryndísi og Höllu Karen. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Samvera með fjölskyldu og vinum. Ferðast innan- og utanlands. Svona dags daglega finnst mér líka gott að fara í sunferðir og göngutúra í náttúrunni hér í nágrenninu við heimilið. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga frá vörum eftir ferð í búðina. Það hlýtur að vera einhver þarna úti sem hefur gríðarlegan áhuga á þessu verkefni. Ertu A eða B týpa? A á virkum dögum B um helgar. Hvernig viltu eggin þín? Spæld. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég drekk svart gæða kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það er orðið svo langt síðan að ég hef farið út að skemmta mér. Helst þá út að borða með vinum eða í heimahúsi. En mér finnst mjög gaman að dansa svo það fer alveg að verða kominn tími á það. Ertu með einhvern „Bucket-lista“? Kannski ekki eiginlegan lista en aðallega lönd og staði sem mig langar að heimsækja. Egyptaland, Grikkland, Perú, Austurríki og fleiri lönd. Draumastefnumótið? Ég hef nú ekki mikið spáð í draumastefnumótinu. Ég hugsa að draumastefnumót sé eitthvað sem maður áttar sig á eftir á að það hafi einmitt verið eitthvað drauma. Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já þrælmargir meira að segja. Ég var í hljómsveitinni Á móti sól árin 96 -97, sem sagt fyrir tíma Internetsins. Alla texta þurfti að pikka upp og guð minn góður hvað ég var að syngja mikla vitleysu. Auðvitað nema þegar ég var að syngja, „Djöfull er ég flottur, mega háttar báðum megin.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? The Crown á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Bókina Blóðberg eftir Þóru Karítas Árnadóttur las ég fyrir jólin, alveg mögnuð saga sem ég mæli með. Á náttborðinu núna er Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Hvað er Ást? Ást er þessi tilfinning sem þú finnur innra með þér bæði til sjálfsins og annarrar manneskju þig langar til að vera til staðar, jafnvel fórna þér og þiggja það sama til baka. Inni í þessari tilfinningu er traust, umhyggja og virðing. Í göngutúr á fallegum degi með fjölskyldunni við fossinn Faxa. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar Jóhönnu hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01 Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. 5. janúar 2021 21:20 Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum. 5. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Jóhanna Ýr er búsett í Hveragerði ásamt þremur börnum sínum og segir hún nýja árið leggjast mjög vel í sig og mikið af spennandi verkefnum framundan. Hér fyrir neðan svarar Jóhanna Ýr spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Jóhanna Ýr segir stefnumótamarkaðinn rólegan um þessar mundir. Nafn? Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég hef verið kölluð nöfnum eins og Jóka stuð eða JoJo, en þau hafa nú ekki fest sig í sessi. Aldur í árum? 41 árs gömul. Jóhanna Ýr er búsett í Hveragerði og starfar sem verkefnastjóri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Aldur í anda? Allt frá átján ára og upp í nýrætt. Menntun? BA gráða í guðfræði, diploma gráða í kennslufræðum og verkefnastjóri frá Endurmenntun. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Fjörutíu og eins. Guilty pleasure kvikmynd? Legally Blonde - Bleika Channel draktin! Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já alveg heilmikið skotin í Patrick Dempsey eftir að hann lék í myndinni Can’t Buy Me Love. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, það held ég nú bara ekki. Syngur þú í sturtu? Mjög sjaldan en ég á mína spretti. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á Tinder? Nei, en átti þar þriggja sólarhringa innkomu. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, góðhjörtuð og skemmtileg. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég sendi þetta á vinkonuhópinn minn og þær sögðu: traust, metnaðargjörn, húmoristi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég heillast af sjálfstrausti, heiðarleika og húmor. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki, fyrst og fremst. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri mjög líklega höfrungur, mér líður svo vel í vatni. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Miríam systur Móse, Tinu Turner og Ara Eldjárn. Ég hugsa að þetta gæti orðið áhugavert kvöld. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég held bara ekki, þeir eru allir uppi á borðinu. Jóhanna Ýr með vinkonum sínum Bryndísi og Höllu Karen. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Samvera með fjölskyldu og vinum. Ferðast innan- og utanlands. Svona dags daglega finnst mér líka gott að fara í sunferðir og göngutúra í náttúrunni hér í nágrenninu við heimilið. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga frá vörum eftir ferð í búðina. Það hlýtur að vera einhver þarna úti sem hefur gríðarlegan áhuga á þessu verkefni. Ertu A eða B týpa? A á virkum dögum B um helgar. Hvernig viltu eggin þín? Spæld. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég drekk svart gæða kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það er orðið svo langt síðan að ég hef farið út að skemmta mér. Helst þá út að borða með vinum eða í heimahúsi. En mér finnst mjög gaman að dansa svo það fer alveg að verða kominn tími á það. Ertu með einhvern „Bucket-lista“? Kannski ekki eiginlegan lista en aðallega lönd og staði sem mig langar að heimsækja. Egyptaland, Grikkland, Perú, Austurríki og fleiri lönd. Draumastefnumótið? Ég hef nú ekki mikið spáð í draumastefnumótinu. Ég hugsa að draumastefnumót sé eitthvað sem maður áttar sig á eftir á að það hafi einmitt verið eitthvað drauma. Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já þrælmargir meira að segja. Ég var í hljómsveitinni Á móti sól árin 96 -97, sem sagt fyrir tíma Internetsins. Alla texta þurfti að pikka upp og guð minn góður hvað ég var að syngja mikla vitleysu. Auðvitað nema þegar ég var að syngja, „Djöfull er ég flottur, mega háttar báðum megin.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? The Crown á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Bókina Blóðberg eftir Þóru Karítas Árnadóttur las ég fyrir jólin, alveg mögnuð saga sem ég mæli með. Á náttborðinu núna er Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Hvað er Ást? Ást er þessi tilfinning sem þú finnur innra með þér bæði til sjálfsins og annarrar manneskju þig langar til að vera til staðar, jafnvel fórna þér og þiggja það sama til baka. Inni í þessari tilfinningu er traust, umhyggja og virðing. Í göngutúr á fallegum degi með fjölskyldunni við fossinn Faxa. Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar Jóhönnu hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01 Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. 5. janúar 2021 21:20 Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum. 5. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01
Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. 5. janúar 2021 21:20
Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum. 5. janúar 2021 20:00