Starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunarstörfum heiðrað á árinu 2021 Heimsljós 7. janúar 2021 14:11 WHO/G. Soupe Sameinuðu þjóðirnar helga árið 2021 meðal annars heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólki, friði og trausti og stefna á að útrýma barnavinnu. Um áratugaskeið hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað ár og jafnvel áratugi tilteknum málefnum í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðþrifamálum og hvetja til alþjóðlegra aðgerða. Nýhafið ár, 2021, er ár friðar og trausts, skapandi hagkerfis, heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólks, ávaxta og grænmetis og útrýmingar barnavinnu, á vettvangi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að óneitanlega sé viðeigandi að heiðra starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunargeiranum með því að helga þeim árið 2021. „Alþjóða heilbrigðismálaþingið ákvað á síðasta ári að gera það sem viðurkenningu við fórnfýsi starfsfólks í þessum geirum fremst í víglínunni í COVID-19 faraldrinum,“ segir í fréttinni. Hins vegar er þetta ekki eina alþjóðlega árið á vegum Sameinuðu þjóðanna. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun samtakanna hefur lýst 2021 alþjóðlegt ár ávaxta og grænmetis. Markmiðið er að vekja athygli á því hversu ávextir og grænmeti eru næringarrík og neysla þeirra heilsusamleg. Jafnframt er skorin upp herör gegn sóun á ávöxtum og grænmeti í fæðukerfinu. Þá mun Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) beina kastljósinu að barnavinnu á alþjóðlegu ári upprætingar barnavinnu 2021. Sérstaklega er vakin athygli á því að COVID-19 faraldurinn ýti enn fleiri börnum á vinnumarkaðinn. 2021 er einnig: Alþjóðlegt ár friðar og trausts Alþjóðlegt ár skapandi hagkerfis í þágu sjálfbærrar þróunar Alþjóðlegt ár öryggismenningar í flugi Venjulega eru það eitt eða fleiri aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem leggja til að helga tiltekið ár ákveðnu málefni. Tillaga er síðan lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn getur slíkt gerst á vettvangi einstakra stofnana á vegum samtakanna. Eftirfarandi áratugir helgaðir málefnum hefjast 2021 og lýkur 2030: Áratugur Sameinuðu þjóðanna um hafrannsóknir í þágu sjálfbærrar þróunar Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurreisn vistkerfa Áratugur Sameinuðu þjóðanna um heilbrigða öldrun Annar áratugur aðgerða í þágu umferðaröryggis Fjórði alþjóðlegi áratugur upprætingar nýlendustefnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent
Um áratugaskeið hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað ár og jafnvel áratugi tilteknum málefnum í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðþrifamálum og hvetja til alþjóðlegra aðgerða. Nýhafið ár, 2021, er ár friðar og trausts, skapandi hagkerfis, heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólks, ávaxta og grænmetis og útrýmingar barnavinnu, á vettvangi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að óneitanlega sé viðeigandi að heiðra starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunargeiranum með því að helga þeim árið 2021. „Alþjóða heilbrigðismálaþingið ákvað á síðasta ári að gera það sem viðurkenningu við fórnfýsi starfsfólks í þessum geirum fremst í víglínunni í COVID-19 faraldrinum,“ segir í fréttinni. Hins vegar er þetta ekki eina alþjóðlega árið á vegum Sameinuðu þjóðanna. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun samtakanna hefur lýst 2021 alþjóðlegt ár ávaxta og grænmetis. Markmiðið er að vekja athygli á því hversu ávextir og grænmeti eru næringarrík og neysla þeirra heilsusamleg. Jafnframt er skorin upp herör gegn sóun á ávöxtum og grænmeti í fæðukerfinu. Þá mun Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) beina kastljósinu að barnavinnu á alþjóðlegu ári upprætingar barnavinnu 2021. Sérstaklega er vakin athygli á því að COVID-19 faraldurinn ýti enn fleiri börnum á vinnumarkaðinn. 2021 er einnig: Alþjóðlegt ár friðar og trausts Alþjóðlegt ár skapandi hagkerfis í þágu sjálfbærrar þróunar Alþjóðlegt ár öryggismenningar í flugi Venjulega eru það eitt eða fleiri aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem leggja til að helga tiltekið ár ákveðnu málefni. Tillaga er síðan lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn getur slíkt gerst á vettvangi einstakra stofnana á vegum samtakanna. Eftirfarandi áratugir helgaðir málefnum hefjast 2021 og lýkur 2030: Áratugur Sameinuðu þjóðanna um hafrannsóknir í þágu sjálfbærrar þróunar Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurreisn vistkerfa Áratugur Sameinuðu þjóðanna um heilbrigða öldrun Annar áratugur aðgerða í þágu umferðaröryggis Fjórði alþjóðlegi áratugur upprætingar nýlendustefnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent