„Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 10:30 Dæja varð að skipta um föt í fataskápnum nokkrum sinnum. Dagbjört Margrét Pálsdóttir eða Dæja eins og hún er alltaf kölluð barðist lengi vel við aukakílóin. Hún er einstæð tveggja barna móðir og framkvæmdarstjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Hún segir að leiðin að betri heilsu hafi verið löng og ströng en hún hefur létt sig um 65 kíló. „Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira