Lífið

Grammy-verðlaunahátíðinni frestað fram í mars

Atli Ísleifsson skrifar
Taylor Swift sópaði að sér Grammy-verðlaunum á hátíðinni árið 2016.
Taylor Swift sópaði að sér Grammy-verðlaunum á hátíðinni árið 2016. Getty

Grammy-verðlaunahátíðinni hefur verið frestað fram í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hátíðin átti upphaflega að fara fram síðasta dag janúarmánaðar.

Í frétt BBC segir að hátíðin muni nú fara fram þann 14. mars, en ákveðið var að fresta hátíðinni vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Los Angeles og Kaliforníu. Fyrir lá að Grammy-hátíðin færi fram á netinu að þessu sinni, en þrátt fyrir það var samt ákveðið að fresta henni.

Beyoncé, Taylor Swift og Dua Lipa fengu flestar tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni, en greint var frá tilnefningunum í nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að heilsa og öryggi fólks í geiranum skipti öllu máli og því hafi verið ákveðið að fresta hátíðinni.

Ekki liggur fyrir hvort að skemmtikrafturinn Trevor Noah, sem átti að vera kynnir á hátíðinni nú í lok janúar, verði kynnir á hátíðinni í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.