Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 08:31 Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Eins og svo oft áður eru nokkrir leikir á listanum sem hafa verið fyrri listum og þá er vert að benda á að útgáfudagar eru að mörgu leyti ekki til staðar og geta breyst. Það virðist sem sérstaklega fáir stórir leikir hafi í raun fengið fastan útgáfudag á þessu ári og því hefur reynst erfitt að raða leikjunum sérstaklega upp. Sjá einnig: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Hitman 3 IO Interactive breytti töluvert til árið 2016 og endurræsti leikjaseríuna um launmorðingjann 47. Nú er komið að þriðja leiknum í nýju seríunni og eins og áður er hægt að samtvinna alla leikina þrjá og spila þá í rauninni sem einn. Leikirnir um 47 hafa ávalt boðið upp á mikið endurspilunargildi þar sem maður getur spilað borð margsinnis aftur og leitað nýrra leiða til að myrða skotmörk og aðra. Hitman 3 á að koma út þann 20. janúar á leikjatölvur Playstation og Xbox, PC, Nintendo Switch og Stadia. The Medium Marianne er miðill sem getur flakkað á milli raunheimsins og andaheimsins. Í hryllingsleiknum The Medium þarf hún að nota hæfileika sína til að leysa dularfulla ráðgátu sem spannar báða heima og takast á við ógnvænlegt skrímsli. The Medium á að koma út þann 28. janúar á PC og Xbox Series X og S. Returnal Þriðju persónu skot/ævintýraleikurinn Returnal verður líklegast fyrsti leikurinn sem verður eingöngu gefinn út á PS5. Hann fjallar um Selene, geimfara, sem er föst í ákveðinni lykkju eftir að hafa brotlent á fjarlægri plánetu. Í hvert sinn sem Selene deyr breytist plánetan. Returnal á að koma út þann 19. mars á PS5. Monster Hunter Rise Monster Hunter World hefur notið mikilla vinsælda og nú er verið að gefa út framhald. Sá leikur, Monster Hunter Rise, er þó eingöngu fyrir Nintendo Switch en þar munu spilarar einnig þurfa að leggja mikið á sig til að veiða margskonar skrímsli. Monster Hunter Rise á að koma út þann 26. mars á Nintendo Switch. Deathloop Leikurinn Deathloop er frá sömu aðilum og gerðu leikina Dishonored og Prey. Hann fjallar um launmorðingjann Colt sem er fastur í tímalykkju á dularfullri eyju þar sem óreiðan ræður ríkjum og eina leið hans til að rjúfa lykkjuna og sleppa af eyjunni er að drepa átta skotmörk á einum degi. Í sama mund er hann hundeltur af öðrum launmorðingja. Deathloop á að koma út þann 21. maí á PC og PS5. Halo Infinite Master Chief snýr aftur og í þetta sinn, er það persónulegt. Þetta er sjötti leikurinn í seríunni eftir 343 Industries og heldur áfram sögunni eftir Halo 5: Guardians. Master Chief þarf enn og aftur að koma stjörnuþokunni til bjargar. Halo Infinite er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC og Xbox. Resident Evil Village Resident Evil serían heldur sífellt áfram að rúlla og er nú komið að enn einum leiknum. Village gerist nokkrum árum eftir Resident Evil 7 biohazard. Ethan Winters og eiginkona hans Mia hafa komið sér fyrir á nýjum stað en lenda því miður aftur í vandræðum. Resident Evil Village er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Vampire: the Masquerade — Bloodlines 2 VMB2 er framhald leiks sem kom út árið 2004. Sá leikur, sem bar sama nafn, féll ekki vel í kramið upprunalega en hefur síðan þá öðlast fjölmarga aðdáendur. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor ungrar vampíru í Seattle og þurfa að læra að fóta sig í nýjum heimi. Vampire: The Masquerade - Bloodlines 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á Playstation, Xbox og PC. Horizon Forbidden West Horizon Forbidden West er framhald leiksins Horizon Zero Dawn, sem naut mikilla vinsælda þegar hann kom út árið 2017. Sögu Aloy verður haldið þar áfram þar sem hún þarf að berjast gegn risaeðluvélmennum á nýjan leik, að þessu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna. Horizon Forbidden West er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PS4 og PS5. Ratchet and Clank: Rift Apart Hið geysivinsæla tvíeyki Ratchet og Clank snúa aftur. Að þessu sinni virðast þeir þurfa að bjarga fjölmörgum víddum frá eyðingu en fyrsti leikurinn um þá kom út árið 2002 fyrir PS2. Í kjölfarið hafa fjölmargir leikir verið framleiddir en sá síðasti var endurgerð á þeim upprunalega og kom hann út árið 2016. Ratchet and Clank: Rift Apart er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PS5. Hogwarts: Legacy Nýjasti tölvuleikurinn úr söguheimi Harry Potter gerist undir lok nítjándu aldar. Þar setja spilarar sig í spor nemanda við hinn víðfræga skóla Hogwarts og þurfa þeir að leysa forna ráðgátu og bjarga heiminum úr bráðri hættu. Hogwarts: Legacy er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Diablo 4 Í fjórða Diablo leiknum eiga spilarar að berjast gegn Lilith og bjarga heiminum, eins og gengur og gerist. Leikurinn var opinberaður í nóvember 2019 en hann gerist á eftir Diablo 3: Reaper of Souls. Diablo 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Dying Light 2 Framleiðsla Dying Light 2 hefur farið mjög leynt undanfarið en spilurum hefur verið lofað frekari fregnum á þessu ári. Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka. Dying Light 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Elden Ring Leikurinn Elden Ring er nýjasti leikur FromSoftware, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls leikina, og er hann runninn undan rifjum þeirra Hidetaka Miyazaki og George R. R. Martin. Enn sem komið er hefur tiltölulega lítið af upplýsingum um leikinn og söguþráð hans litið dagsins ljós. Elden Ring er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Plastation og Xbox. Far Cry 6 Nýjasti leikurinn í Far Cry seríu Ubisoft gerist á ímynduðu eyjunni Yara í Karíbahafinu. Að þessu sinni þurfa spilarar að skjóta sig í gegnum verði einræðisherrans Antón Castillo, sem leikinn er af Giancarlo Esposito. Far Cry 6 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation, Xbox og Stadia. God of War: Ragnarok Kratos snýr aftur. Undir lok síðasta árs var tilkynnt að framleiðsla níunda leiksins um stríðsguðinn væri í yfirstandandi og byggir hann aftur á norrænni goðafræði. Miðað við nafnið og það sem gerðist í síðasta leik, má fastlega búast við því að leikurinn fjalli um Ragnarök, eða enda heimsins, og hvernig Kratos og sonur hans Atreus/Loki koma að því. God of War: Ragnarok er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á Playstation5 og á þessu ári. The Legend of Zelda: Breath of The Wild 2 Nintendo Switch leikurinn Breath of The Wild er talinn meðal bestu leikja sem hafa verið gerðir og því kom ekki á óvænt að Nintendo hafi ákveðið að gera annan leik. Framleiðsla hans var tilkynnt árið 2019 og hefur lítið verið að frétta af leiknum síðan þá. The Legend of Zelda: Breath of The Wild 2 er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á Nintendo Switch. The Lord of The Rings: Gollum Nú mun spilurum gefast tækifæri til að spila nýjan leik í söguheimi Lord of The Rings. Leikurinn fjallar um Gollum og gerist á milli þess þegar hann finnur hringinn og sögu Lord of The Rings. Að öðru leyti liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um leikinn. The Lord of The Rings: Gollum er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á þessu ári á PC, Playstation og Xbox. Stalker 2 S.T.A.L.K.E.R. 2 er beint framhald Stalker: Shadow of Chernobyl. Að þessu sinni munu spilarar spila Major Alexander Degtyarev og hafa þeir verið sendir til Chernobyl til að leysa nýja ráðgátu. Í söguheimi Stalker er geislavirkni ekki það eina sem finna má í kringum kjarnorkuverið í Chernobyl heldur einkennileg fyrirbæri sem hafa áhrif á umhverfið í kringum þau og ýmis skrímsli. Eitthvað fyrir alla. Stalker 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Starfield Fyrirtækið Bethesda vinnur nú að nýrri seríu í fyrsta sinn í 25 ár. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Elder Scrolls og Fallout seríurnar. Lítið sem ekkert er vitað um leikinn og fyrirtækið hefur einungis birt eina óljósa stiklu. Starfield er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á Playstation, Xbox og PC. The Elder Scrolls 6 Það eina sem hægt er að segja um Elder Scrolls 6 er að á meðan Bethesda er að vinna að Starfield eru ekki miklar líkur á að við fáum nýjan leik í þessari gífurlega vinsælu seríu. Enn sem komið er höfum við einungis fengið að sjá stutt myndband af landslagi, sem á þó að gefa ákveðnar vísbendingar um hvar í söguheiminum stóra leikurinn gerist. Elder Scrolls 6 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á Playstation, Xbox og PC. Fable 4 Tilvist fjórða Fable leiksins var opinberuð í fyrra við mikla kátínu margra. Þó það sé langt síðan Fable 3 kom út, árið 2010. Spilarar munu snúa aftur til ævintýraheimsins Albion Fable 4 er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á PC og Xbox. Dragon Age 4 Bioware gaf nýverið út fyrstu stikluna fyrir næsta leikinn í Dragon Age seríunni vinsælu. Enn sem komið er er lítið til af upplýsingum um leikinn en hann mun væntanlega fjalla um baráttu einhverra hetja við Úlfinn vonda, Solas, sem gengur einnig undir nöfnunum Fen'Harel, Sá sem gengur einn og Lávarður bragðarefanna, svo einhver séu nefnd. Síðasti leikurinn í seríunni kom út árið 2014 og eftir hin miklu vandræði Bioware varðandi Anthem er vonandi að starfsmenn fyrirtækisins finni sína hillu á ný. Dragon Age 4 er ekki kominn með útgáfudag en hann mun væntanlega koma út á PC, Playstation og Xbox. Mass Effect Bioware tilkynnti einnig að til standi að gera nýjan leik í söguheimi Mass Effect. Stutt stikla var birt í lok síðasta árs þar sem sjá mátti Liöru þar sem hún virtist leita að Normandy, geimskipi Commander Shepard. Síðasti leikurinn í seríunni, Mass Effect Andromeda, féll ekki í kramið meðal gagnrýnenda og spilara og er útlit fyrir að Bioware hafi alfarið hætt við að byggja upp nýja sögu í nýrri stjörnuþoku. Mass Effect leikurinn er ekki kominn með útgáfudag en hann mun væntanlega koma út á PC, Playstation og Xbox. Skull & Bones Sjóræningja-fjölspilunarleikurinn Skull & Bones byggir á Assassins Creed: Black Flag en manni finnst hann hafa verið í framleiðslu í áratugi. Þessi leikur er búinn að vera á listanum frá því ég skrifaði hann fyrst, fyrir nokkrum árum, og hefur verið í algjöru rugli. Útgáfunni hefur ítrekað verið frestað og teymum skipt út. Guð einn veit hvort hann muni koma út yfir höfuð en hann er hérna af gömlum vana. Það eru þó vísbendingar um að Ubisoft hafi girt sig í brók og framleiðsla leiksins sé komin á fullt á ný. Skull & Bones er ekki kominn með útgáfudag en miðað við síðustu fregnir gæti það verið á tímabilinu frá apríl til mars á næsta ári. Hann á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Eins og svo oft áður eru nokkrir leikir á listanum sem hafa verið fyrri listum og þá er vert að benda á að útgáfudagar eru að mörgu leyti ekki til staðar og geta breyst. Það virðist sem sérstaklega fáir stórir leikir hafi í raun fengið fastan útgáfudag á þessu ári og því hefur reynst erfitt að raða leikjunum sérstaklega upp. Sjá einnig: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Hitman 3 IO Interactive breytti töluvert til árið 2016 og endurræsti leikjaseríuna um launmorðingjann 47. Nú er komið að þriðja leiknum í nýju seríunni og eins og áður er hægt að samtvinna alla leikina þrjá og spila þá í rauninni sem einn. Leikirnir um 47 hafa ávalt boðið upp á mikið endurspilunargildi þar sem maður getur spilað borð margsinnis aftur og leitað nýrra leiða til að myrða skotmörk og aðra. Hitman 3 á að koma út þann 20. janúar á leikjatölvur Playstation og Xbox, PC, Nintendo Switch og Stadia. The Medium Marianne er miðill sem getur flakkað á milli raunheimsins og andaheimsins. Í hryllingsleiknum The Medium þarf hún að nota hæfileika sína til að leysa dularfulla ráðgátu sem spannar báða heima og takast á við ógnvænlegt skrímsli. The Medium á að koma út þann 28. janúar á PC og Xbox Series X og S. Returnal Þriðju persónu skot/ævintýraleikurinn Returnal verður líklegast fyrsti leikurinn sem verður eingöngu gefinn út á PS5. Hann fjallar um Selene, geimfara, sem er föst í ákveðinni lykkju eftir að hafa brotlent á fjarlægri plánetu. Í hvert sinn sem Selene deyr breytist plánetan. Returnal á að koma út þann 19. mars á PS5. Monster Hunter Rise Monster Hunter World hefur notið mikilla vinsælda og nú er verið að gefa út framhald. Sá leikur, Monster Hunter Rise, er þó eingöngu fyrir Nintendo Switch en þar munu spilarar einnig þurfa að leggja mikið á sig til að veiða margskonar skrímsli. Monster Hunter Rise á að koma út þann 26. mars á Nintendo Switch. Deathloop Leikurinn Deathloop er frá sömu aðilum og gerðu leikina Dishonored og Prey. Hann fjallar um launmorðingjann Colt sem er fastur í tímalykkju á dularfullri eyju þar sem óreiðan ræður ríkjum og eina leið hans til að rjúfa lykkjuna og sleppa af eyjunni er að drepa átta skotmörk á einum degi. Í sama mund er hann hundeltur af öðrum launmorðingja. Deathloop á að koma út þann 21. maí á PC og PS5. Halo Infinite Master Chief snýr aftur og í þetta sinn, er það persónulegt. Þetta er sjötti leikurinn í seríunni eftir 343 Industries og heldur áfram sögunni eftir Halo 5: Guardians. Master Chief þarf enn og aftur að koma stjörnuþokunni til bjargar. Halo Infinite er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC og Xbox. Resident Evil Village Resident Evil serían heldur sífellt áfram að rúlla og er nú komið að enn einum leiknum. Village gerist nokkrum árum eftir Resident Evil 7 biohazard. Ethan Winters og eiginkona hans Mia hafa komið sér fyrir á nýjum stað en lenda því miður aftur í vandræðum. Resident Evil Village er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Vampire: the Masquerade — Bloodlines 2 VMB2 er framhald leiks sem kom út árið 2004. Sá leikur, sem bar sama nafn, féll ekki vel í kramið upprunalega en hefur síðan þá öðlast fjölmarga aðdáendur. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor ungrar vampíru í Seattle og þurfa að læra að fóta sig í nýjum heimi. Vampire: The Masquerade - Bloodlines 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á Playstation, Xbox og PC. Horizon Forbidden West Horizon Forbidden West er framhald leiksins Horizon Zero Dawn, sem naut mikilla vinsælda þegar hann kom út árið 2017. Sögu Aloy verður haldið þar áfram þar sem hún þarf að berjast gegn risaeðluvélmennum á nýjan leik, að þessu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna. Horizon Forbidden West er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PS4 og PS5. Ratchet and Clank: Rift Apart Hið geysivinsæla tvíeyki Ratchet og Clank snúa aftur. Að þessu sinni virðast þeir þurfa að bjarga fjölmörgum víddum frá eyðingu en fyrsti leikurinn um þá kom út árið 2002 fyrir PS2. Í kjölfarið hafa fjölmargir leikir verið framleiddir en sá síðasti var endurgerð á þeim upprunalega og kom hann út árið 2016. Ratchet and Clank: Rift Apart er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PS5. Hogwarts: Legacy Nýjasti tölvuleikurinn úr söguheimi Harry Potter gerist undir lok nítjándu aldar. Þar setja spilarar sig í spor nemanda við hinn víðfræga skóla Hogwarts og þurfa þeir að leysa forna ráðgátu og bjarga heiminum úr bráðri hættu. Hogwarts: Legacy er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Diablo 4 Í fjórða Diablo leiknum eiga spilarar að berjast gegn Lilith og bjarga heiminum, eins og gengur og gerist. Leikurinn var opinberaður í nóvember 2019 en hann gerist á eftir Diablo 3: Reaper of Souls. Diablo 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Dying Light 2 Framleiðsla Dying Light 2 hefur farið mjög leynt undanfarið en spilurum hefur verið lofað frekari fregnum á þessu ári. Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka. Dying Light 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation og Xbox. Elden Ring Leikurinn Elden Ring er nýjasti leikur FromSoftware, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls leikina, og er hann runninn undan rifjum þeirra Hidetaka Miyazaki og George R. R. Martin. Enn sem komið er hefur tiltölulega lítið af upplýsingum um leikinn og söguþráð hans litið dagsins ljós. Elden Ring er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Plastation og Xbox. Far Cry 6 Nýjasti leikurinn í Far Cry seríu Ubisoft gerist á ímynduðu eyjunni Yara í Karíbahafinu. Að þessu sinni þurfa spilarar að skjóta sig í gegnum verði einræðisherrans Antón Castillo, sem leikinn er af Giancarlo Esposito. Far Cry 6 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PC, Playstation, Xbox og Stadia. God of War: Ragnarok Kratos snýr aftur. Undir lok síðasta árs var tilkynnt að framleiðsla níunda leiksins um stríðsguðinn væri í yfirstandandi og byggir hann aftur á norrænni goðafræði. Miðað við nafnið og það sem gerðist í síðasta leik, má fastlega búast við því að leikurinn fjalli um Ragnarök, eða enda heimsins, og hvernig Kratos og sonur hans Atreus/Loki koma að því. God of War: Ragnarok er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á Playstation5 og á þessu ári. The Legend of Zelda: Breath of The Wild 2 Nintendo Switch leikurinn Breath of The Wild er talinn meðal bestu leikja sem hafa verið gerðir og því kom ekki á óvænt að Nintendo hafi ákveðið að gera annan leik. Framleiðsla hans var tilkynnt árið 2019 og hefur lítið verið að frétta af leiknum síðan þá. The Legend of Zelda: Breath of The Wild 2 er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á Nintendo Switch. The Lord of The Rings: Gollum Nú mun spilurum gefast tækifæri til að spila nýjan leik í söguheimi Lord of The Rings. Leikurinn fjallar um Gollum og gerist á milli þess þegar hann finnur hringinn og sögu Lord of The Rings. Að öðru leyti liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um leikinn. The Lord of The Rings: Gollum er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á þessu ári á PC, Playstation og Xbox. Stalker 2 S.T.A.L.K.E.R. 2 er beint framhald Stalker: Shadow of Chernobyl. Að þessu sinni munu spilarar spila Major Alexander Degtyarev og hafa þeir verið sendir til Chernobyl til að leysa nýja ráðgátu. Í söguheimi Stalker er geislavirkni ekki það eina sem finna má í kringum kjarnorkuverið í Chernobyl heldur einkennileg fyrirbæri sem hafa áhrif á umhverfið í kringum þau og ýmis skrímsli. Eitthvað fyrir alla. Stalker 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Starfield Fyrirtækið Bethesda vinnur nú að nýrri seríu í fyrsta sinn í 25 ár. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Elder Scrolls og Fallout seríurnar. Lítið sem ekkert er vitað um leikinn og fyrirtækið hefur einungis birt eina óljósa stiklu. Starfield er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á Playstation, Xbox og PC. The Elder Scrolls 6 Það eina sem hægt er að segja um Elder Scrolls 6 er að á meðan Bethesda er að vinna að Starfield eru ekki miklar líkur á að við fáum nýjan leik í þessari gífurlega vinsælu seríu. Enn sem komið er höfum við einungis fengið að sjá stutt myndband af landslagi, sem á þó að gefa ákveðnar vísbendingar um hvar í söguheiminum stóra leikurinn gerist. Elder Scrolls 6 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á Playstation, Xbox og PC. Fable 4 Tilvist fjórða Fable leiksins var opinberuð í fyrra við mikla kátínu margra. Þó það sé langt síðan Fable 3 kom út, árið 2010. Spilarar munu snúa aftur til ævintýraheimsins Albion Fable 4 er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á PC og Xbox. Dragon Age 4 Bioware gaf nýverið út fyrstu stikluna fyrir næsta leikinn í Dragon Age seríunni vinsælu. Enn sem komið er er lítið til af upplýsingum um leikinn en hann mun væntanlega fjalla um baráttu einhverra hetja við Úlfinn vonda, Solas, sem gengur einnig undir nöfnunum Fen'Harel, Sá sem gengur einn og Lávarður bragðarefanna, svo einhver séu nefnd. Síðasti leikurinn í seríunni kom út árið 2014 og eftir hin miklu vandræði Bioware varðandi Anthem er vonandi að starfsmenn fyrirtækisins finni sína hillu á ný. Dragon Age 4 er ekki kominn með útgáfudag en hann mun væntanlega koma út á PC, Playstation og Xbox. Mass Effect Bioware tilkynnti einnig að til standi að gera nýjan leik í söguheimi Mass Effect. Stutt stikla var birt í lok síðasta árs þar sem sjá mátti Liöru þar sem hún virtist leita að Normandy, geimskipi Commander Shepard. Síðasti leikurinn í seríunni, Mass Effect Andromeda, féll ekki í kramið meðal gagnrýnenda og spilara og er útlit fyrir að Bioware hafi alfarið hætt við að byggja upp nýja sögu í nýrri stjörnuþoku. Mass Effect leikurinn er ekki kominn með útgáfudag en hann mun væntanlega koma út á PC, Playstation og Xbox. Skull & Bones Sjóræningja-fjölspilunarleikurinn Skull & Bones byggir á Assassins Creed: Black Flag en manni finnst hann hafa verið í framleiðslu í áratugi. Þessi leikur er búinn að vera á listanum frá því ég skrifaði hann fyrst, fyrir nokkrum árum, og hefur verið í algjöru rugli. Útgáfunni hefur ítrekað verið frestað og teymum skipt út. Guð einn veit hvort hann muni koma út yfir höfuð en hann er hérna af gömlum vana. Það eru þó vísbendingar um að Ubisoft hafi girt sig í brók og framleiðsla leiksins sé komin á fullt á ný. Skull & Bones er ekki kominn með útgáfudag en miðað við síðustu fregnir gæti það verið á tímabilinu frá apríl til mars á næsta ári. Hann á að koma út á PC, Playstation og Xbox.
Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira