Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2021 21:20 Álitsgjafar Makamála deila með lesendum sínum uppáhalds íslensku ástarlögunum. „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. Flestar ástarsögur eiga sér eitthvað lag eða jafnvel lög og ekki er óalgengt að pör eigi sér eitthvað ákveðið ástarlag sem „lagið sitt“ og tengist þeirra sögu og minningum. Makamál fengu til liðs við sig vel valda álitsgjafa til að taka saman lagalista með sínum uppáhalds íslensku ástarlögum. Hver álitsgjafi segir frá nokkrum af sínum lögum og afhverju það lag varð fyrir valinu. Hér er hægt að nálgast lagalistann á Spotify. Ágústa Eva Erlendsdóttir - Söng- og leikkona Tvær stjörnur - Megas Ultimate besta lag veraldar. Hrein, sterk og ómenguð ást sem flýgur hærra og lengra en jarðleg tilvist, tími og rúm. Mindblowing lag í alla staði sem er ort með svo einstakri einlægni og óeigingirni að verkið verður algerlega ósnertanlegt. Hjá þér - Sálin Þetta er hin eina sanna ástar-kraftballaða Íslands. Lagið hefur einhvern ótrúlegan sjarma sem gengur lóðrétt ofan í fólk, burt séð frá manngreiningum eða tónlistarsmekk þá komast fáir upp með að öskra ekki af innlifun með textanum á góðu mannamóti. Ég myndi segja að hliðstæða þessa lags erlendis væri til dæmis You'll Never Walk Alone. Það er bara eitthvað mikið að ef þú stendur bara á hliðarlínunni og gefur ekki allt í það. Þú átt mig ein - Villi Vill Ég myndi DEYJA ef einhver myndi senda mér þetta lag eða spila það fyrir mig. Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt. Bara að spila þetta lag. Jónas Sig - Söngvari Jónas Sig í þætti Gumma Ben og Sóla Hólm. Ást - Magnús Þór Sigmundsson Það sem mér finnst einkenna góð ástarlög er þegar þau snerta hjarta manns með þeim hætti að maður finnur að sá sem samdi lagið var virkilega tengdur einhverri uppsprettu. Svoleiðis er bara ekki hægt að „feika“. Yfirleitt þegar ég heyri svoleiðis lög þá hugsa ég: „Oh, ég vildi óska að ég hefði samið þetta lag!“ Ólýsanleg - Magnús Þór Sigmundsson Magnús er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og sem höfundar ástarlaga sem öll eru tileinkuð konunni hans, henni Jenní, þá er hann algjörlega í sérflokki. Þessi tvö lög sem ég nefni eru svo ótrúlega hrein frá hjartanu að maður getur ekki annað en fundið hvað hann er að meina sem hann er að segja. 2 birds - Mugison Alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér enda fáir með jafnstórt hjarta og höfundurinn. Þó líði ár og öld - Björgvin Halldórsson Að lokum lagið sem vinur minn Jón Haraldsson söng í brúðkaupi okkar hjóna, Þó líði ár og öld. Það er það fallega við tónlist sem öðlast sess í lífinu manns. Galdur laganna vex með hverju ári sem líður. Friðrik Dór - Söngvari Friðrik Dór. Tvær stjörnur - Megas Algjörlega stórkostlegt lag og texti. Blindsker - Bubbi Elska þetta lag. Allt kúl við það. Ég man hvernig það greip mig strax við fyrstu hlustun þegar ég var unglingur. Guðrún Eyfjörð (GDRN) - söngkona GDRNAnna Maggy Tíu Dropar - Moses Hightower Rómantíkin nær hámarki í Tíu dropum eftir Moses Hightower. Fjallar um kaffi en vekur upp tilfinningar sem eiga einna best við ástina sjálfa. Tvær stjörnur - Megas Og talandi um texta – einn fallegasti texti íslensku tónlistarsögunnar er að finna í laginu Tvær stjörnur. Orðin mín - Memfismafían - Sigurður Guðmundsson Orðin mín er eitt af mínum allra uppáhalds lögum, einna mest út af textanum sem Bragi Valdimar nær að setja saman svona snilldarlega. Katrín Halldóra - Söng- og leikkona Katrín Halldóra.Saga Sig Ennþá man ég hvar – Góss Eitt af mínum uppáhalds lögum og hér í dásamlegum flutningi góðra vina í hljómsveitinni Góss. Með þér – Ragnheiður Gröndal Ástarlag eftir Bubba sem ég hef alltaf elskað, textinn er svo fallegur. Hér í óaðfinnanlegri útgáfu Röggu Gröndal. Man ég þinn koss – Ingibjörg Þorbergs Sjávarplássar rómantík svífur yfir vötnunum í yndislegum flutningi Ingibjargar Þorbergs. Allt mitt líf – Ellý Vilhjálms Sjóðandi heitt ástarlag með minni konu, mjög vinsælt brúðkaupslag. Björn Stefánsson - Tónlistarmaður og leikari Mynd - Íris Dögg Einarsdóttir Fallegur Dagur - Bubbi Morthens Að mati sumra fjallar þetta lag ekki beint um ástina en það gerir það svo sannarlega fyrir mig. Mörg Bubba lög eiga svo sannarlega heima á þessum lista en þetta kemur fyrst upp í hugann. Einlægt og fallegt. Tvær Stjörnur - Megas Einstakt lag sem nær að fanga angurværð, depurð, söknuð og ást. Fyrir Þig - Dátar Þetta lag hefur yfir sér sérstakan ástarblæ sem erfitt er að útskýra með orðum. Það er fallegt en sorglegt. Það er einlægt en samt eitthvað svo flókið. Það segir mismunandi sögu í hvert skipti sem ég heyri það. Áður hafa Makamál tekið saman tvo lagalista, annars vegar með bestu ástarsorgar lögunum og hins vegar með kynþokkafyllstu lögunum. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast lagalistana hér fyrir neðan. Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Flestar ástarsögur eiga sér eitthvað lag eða jafnvel lög og ekki er óalgengt að pör eigi sér eitthvað ákveðið ástarlag sem „lagið sitt“ og tengist þeirra sögu og minningum. Makamál fengu til liðs við sig vel valda álitsgjafa til að taka saman lagalista með sínum uppáhalds íslensku ástarlögum. Hver álitsgjafi segir frá nokkrum af sínum lögum og afhverju það lag varð fyrir valinu. Hér er hægt að nálgast lagalistann á Spotify. Ágústa Eva Erlendsdóttir - Söng- og leikkona Tvær stjörnur - Megas Ultimate besta lag veraldar. Hrein, sterk og ómenguð ást sem flýgur hærra og lengra en jarðleg tilvist, tími og rúm. Mindblowing lag í alla staði sem er ort með svo einstakri einlægni og óeigingirni að verkið verður algerlega ósnertanlegt. Hjá þér - Sálin Þetta er hin eina sanna ástar-kraftballaða Íslands. Lagið hefur einhvern ótrúlegan sjarma sem gengur lóðrétt ofan í fólk, burt séð frá manngreiningum eða tónlistarsmekk þá komast fáir upp með að öskra ekki af innlifun með textanum á góðu mannamóti. Ég myndi segja að hliðstæða þessa lags erlendis væri til dæmis You'll Never Walk Alone. Það er bara eitthvað mikið að ef þú stendur bara á hliðarlínunni og gefur ekki allt í það. Þú átt mig ein - Villi Vill Ég myndi DEYJA ef einhver myndi senda mér þetta lag eða spila það fyrir mig. Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt. Bara að spila þetta lag. Jónas Sig - Söngvari Jónas Sig í þætti Gumma Ben og Sóla Hólm. Ást - Magnús Þór Sigmundsson Það sem mér finnst einkenna góð ástarlög er þegar þau snerta hjarta manns með þeim hætti að maður finnur að sá sem samdi lagið var virkilega tengdur einhverri uppsprettu. Svoleiðis er bara ekki hægt að „feika“. Yfirleitt þegar ég heyri svoleiðis lög þá hugsa ég: „Oh, ég vildi óska að ég hefði samið þetta lag!“ Ólýsanleg - Magnús Þór Sigmundsson Magnús er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og sem höfundar ástarlaga sem öll eru tileinkuð konunni hans, henni Jenní, þá er hann algjörlega í sérflokki. Þessi tvö lög sem ég nefni eru svo ótrúlega hrein frá hjartanu að maður getur ekki annað en fundið hvað hann er að meina sem hann er að segja. 2 birds - Mugison Alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér enda fáir með jafnstórt hjarta og höfundurinn. Þó líði ár og öld - Björgvin Halldórsson Að lokum lagið sem vinur minn Jón Haraldsson söng í brúðkaupi okkar hjóna, Þó líði ár og öld. Það er það fallega við tónlist sem öðlast sess í lífinu manns. Galdur laganna vex með hverju ári sem líður. Friðrik Dór - Söngvari Friðrik Dór. Tvær stjörnur - Megas Algjörlega stórkostlegt lag og texti. Blindsker - Bubbi Elska þetta lag. Allt kúl við það. Ég man hvernig það greip mig strax við fyrstu hlustun þegar ég var unglingur. Guðrún Eyfjörð (GDRN) - söngkona GDRNAnna Maggy Tíu Dropar - Moses Hightower Rómantíkin nær hámarki í Tíu dropum eftir Moses Hightower. Fjallar um kaffi en vekur upp tilfinningar sem eiga einna best við ástina sjálfa. Tvær stjörnur - Megas Og talandi um texta – einn fallegasti texti íslensku tónlistarsögunnar er að finna í laginu Tvær stjörnur. Orðin mín - Memfismafían - Sigurður Guðmundsson Orðin mín er eitt af mínum allra uppáhalds lögum, einna mest út af textanum sem Bragi Valdimar nær að setja saman svona snilldarlega. Katrín Halldóra - Söng- og leikkona Katrín Halldóra.Saga Sig Ennþá man ég hvar – Góss Eitt af mínum uppáhalds lögum og hér í dásamlegum flutningi góðra vina í hljómsveitinni Góss. Með þér – Ragnheiður Gröndal Ástarlag eftir Bubba sem ég hef alltaf elskað, textinn er svo fallegur. Hér í óaðfinnanlegri útgáfu Röggu Gröndal. Man ég þinn koss – Ingibjörg Þorbergs Sjávarplássar rómantík svífur yfir vötnunum í yndislegum flutningi Ingibjargar Þorbergs. Allt mitt líf – Ellý Vilhjálms Sjóðandi heitt ástarlag með minni konu, mjög vinsælt brúðkaupslag. Björn Stefánsson - Tónlistarmaður og leikari Mynd - Íris Dögg Einarsdóttir Fallegur Dagur - Bubbi Morthens Að mati sumra fjallar þetta lag ekki beint um ástina en það gerir það svo sannarlega fyrir mig. Mörg Bubba lög eiga svo sannarlega heima á þessum lista en þetta kemur fyrst upp í hugann. Einlægt og fallegt. Tvær Stjörnur - Megas Einstakt lag sem nær að fanga angurværð, depurð, söknuð og ást. Fyrir Þig - Dátar Þetta lag hefur yfir sér sérstakan ástarblæ sem erfitt er að útskýra með orðum. Það er fallegt en sorglegt. Það er einlægt en samt eitthvað svo flókið. Það segir mismunandi sögu í hvert skipti sem ég heyri það. Áður hafa Makamál tekið saman tvo lagalista, annars vegar með bestu ástarsorgar lögunum og hins vegar með kynþokkafyllstu lögunum. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast lagalistana hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59
50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59