Borðaði tíu þúsund hitaeiningar á dag: „Þetta tekur rosalega á líkamann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2020 13:29 Hafþór og Rikki G í hljóðveri FM957 í morgun. Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan. Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan.
Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14