Körfubolti

Finnur Freyr tekur við Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur var lengi aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.
Finnur var lengi aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson verður kynntur sem þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Finnur snýr því aftur í Domino's deild karla eftir tveggja ára fjarveru. Hann var fimm ár við stjórnvölinn hjá karlaliði KR og gerði það fimm sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum.

Í vetur stýrði Finnur Horsens í Danmörku. Tímabilið þar á undan þjálfaði hann yngri flokka hjá Val.

Í gær var greint frá því að Finnur væri hættur hjá Horsens og á heimleið. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Val.

Finnur tekur við Val af Ágústi Björgvinssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár.

Á síðasta tímabili endaði Valur í 10. sæti Domino's deildarinnar. Næsta tímabil verður það þriðja í röð hjá liðinu í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×