Már og Iva gefa út reggí-útgáfu af lagi Ragga Bjarna Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 19:01 Már og Íva heimsóttu Hvata á Bylgjunni í dag. Vísir „Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira