Lífið

Sveppi segir frá eftirminnilegasta sumarfríinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveppi alltaf skemmtilegur.
Sveppi alltaf skemmtilegur.

Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið.

Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir.

„Þórsmörk 94,“ segir Sverrir Þór Sverrisson og skellihlær þegar hann var beðinn um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið.

„Nei það var frekar þegar við fjölskyldan fórum til Las Vegas og sáum Miklagljúfur, það var mjög áhugavert. Las Vegas er reyndar hræðilegur staður en það var bara svo áhugavert að vera með börnin sín í Las Vegas, það er ógeðslega skrýtið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.