Íslenski boltinn

Fara inn í mótið með sautján ára strák sem sinn besta mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir fagnar marki gegn Víkingi síðasta sumar.
Valgeir fagnar marki gegn Víkingi síðasta sumar. vísir/daníel

Hjörvar Hafliðason segir að HK fari inn í tímabilið með hinn sautján ára Valgeir Valgeirsson sem sinn besta mann.

Valgeir, sem er fæddur árið 2002, skaust fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili. Hann lék 20 af 22 leikjum HK í Pepsi Max-deildinni og skoraði þrjú mörk.

„Hann fer inn í þetta mót sem besti leikmaður liðsins,“ sagði Hjörvar um Valgeir í Sportinu í kvöld.

Freyr Alexandersson varaði við því að leggja of mikið á herðar Valgeirs í sumar og að gengi HK eigi ekki að standa og falla með hans frammistöðu.

„Hann er ungur og það er fínt að hann fái smá pressu. En ég er viðbúinn því að hann verði upp og niður,“ sagði Freyr.

„Hann er ekki flinkasti maðurinn á vellinum en hann hefur þessa ofboðslega miklu elju, mjög klókur, hraður og fylginn sér. En þetta er ekki undir honum komið,“ bætti Freyr við.

Klippa: Sportið í kvöld - Valgeir besti leikmaður HK

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×