Thom Yorke frumflutti nýklárað lag úr kjallaranum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 10:17 Thom Yorke í kjallaranum heima hjá sér í gær. Mynd/NBC Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020 Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira