Lífið

Secret Solstice frestað um eitt ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hátíðin hefur verið haldin nokkur ár í röð í Laugardalnum og má hér sjá stemninguna á síðasta ári. 
Hátíðin hefur verið haldin nokkur ár í röð í Laugardalnum og má hér sjá stemninguna á síðasta ári. 

Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun en til þess að tryggja bæði heilsu og öryggi gesta ásamt því að hámarka upplifun þeirra sem koma á hátíðina þá töldum við engan annan kost vera í stöðunni,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Helstu listamennirnir hafa nú þegar staðfest að þeir komi fram árið 2021 og má þar nefna Cypress Hill, Primal Scream, Blackbear, Lil Pump, Regard, Alma, Ensími, Nýdönsk, Krummi, Jói Pé og Króli ásamt fleirum. Á næstu dögum munu aðstandendur hátíðarinnar reyna að ganga frá samningum við alla aðra listamenn sem áttu að koma fram í sumar.

„Allir miðar keyptir á Secret Solstice 2020 munu sjálfkrafa gilda á frestaða hátíð 2021. Miðsölufyrirtæki hátíðarinnar mun á næstu dögum hafa samband við alla miðakaupendur og bjóða þeim sem vilja endurgreiðslu. Við biðjum fólk að sýna biðlund þó að einhverjir dagar líði þar til haft verður samband,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×