„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2020 21:00 Andrea Eyland ræddi við Auði Bjarnadóttur jógakennara í þættinum Óskalistinn í hlaðvarpinu Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban. Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00
Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00