Íslenskur spurningaleikur í beinni lífgar upp á samkomubannið Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 08:00 Spurningaleikurinn HAX hefur verið í þróun í einhvern tíma en þegar samkomubannið skall á var ákveðið að gefa hann út. Notendur fá svo tilkynningu um hvenær næsti leikur verður spilaður. Vísir/Sylvía Nýr íslenskur spurningaleikur hefur litið dagsins ljós þar sem notendur geta tekið þátt í spurningaleik í beinni í gegnum símann þar sem keppt er um vegleg verðlaun. Spurningaleikurinn heitir HAX og þarf einfaldlega að sækja app til þess að taka þátt. Einn þeirra sem stendur að spurningaleiknum er tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann segist ekki vita mikið um forritun og hafi því lítið haft með þann hluta að gera, en komi þó að spurningagerð og að tryggja það að leikurinn sé fyrst og fremst skemmtilegur. Í samtali við Vísi segir Jón leikinn hafa verið í þróun í svolítinn tíma, en hann hefur unnið að leiknum með Völu Halldórsdóttur „frumkvöðladrottningu“ eins og Jón orðar það, ásamt forriturunum Elvari Þormar og Alexander Lúðvígssyni. Leikurinn hafi verið í lokuðum prófunum upp á síðkastið en þegar samkomubannið skall á hafi verið ákveðið að keyra ferlið í gang og reyna þannig að stytta landsmönnum stundir. „Fólk þarf á allri upplyftingu að halda núna. Maður finnur það alveg að fólk er peppað í stemmara en Ísland er líka þekkt fyrir að hafa gaman af spurningaleikjum,“ segir Jón, sem er spyrill leiksins. Hann er enginn nýgræðingur í spurningakeppnum enda sá hann um Fjörskylduna á RÚV. Jón Jónsson spyr keppendur spurninga í leiknum, sem hann lofar að séu skemmtilegar og ættu flestir að geta spreytt sig á þeim.HAX Leikurinn virkar þannig að notendur fá tilkynningu um næsta leik. Því eigi fólki ekki að bregða þó appið sé nokkuð tómlegt við fyrstu skoðun, enda sé ekkert í gangi fyrr en leikar hefjast. Fyrsti leikurinn var í síðustu viku og gekk hann vonum framar. Um sjö hundruð manns tóku þátt og segir Jón stefnuna vera setta á að sem flestir taki þátt, enda sé það lang skemmtilegast þannig. Næsti leikur fer fram í kvöld klukkan 21 og hvetur Jón alla til þess að sækja appið og taka þátt. Sigurvegarinn annað kvöld hlýtur 50 þúsund krónur í sinn hlut. Að sögn Jóns þarf fólk þó ekki að leggjast í mikla undirbúningsvinnu þar sem spurningarnar séu hugsaðar þannig að sem flestir geti tekið þátt. „Þetta er smá svona bleiki flokkurinn í Trivial Pursuit og spurningar um það sem er að gerast núna. Ég er ekki að fara að spyrja um höfuðborgina í Kazakhstan.“ Samkomubann á Íslandi Tækni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Nýr íslenskur spurningaleikur hefur litið dagsins ljós þar sem notendur geta tekið þátt í spurningaleik í beinni í gegnum símann þar sem keppt er um vegleg verðlaun. Spurningaleikurinn heitir HAX og þarf einfaldlega að sækja app til þess að taka þátt. Einn þeirra sem stendur að spurningaleiknum er tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann segist ekki vita mikið um forritun og hafi því lítið haft með þann hluta að gera, en komi þó að spurningagerð og að tryggja það að leikurinn sé fyrst og fremst skemmtilegur. Í samtali við Vísi segir Jón leikinn hafa verið í þróun í svolítinn tíma, en hann hefur unnið að leiknum með Völu Halldórsdóttur „frumkvöðladrottningu“ eins og Jón orðar það, ásamt forriturunum Elvari Þormar og Alexander Lúðvígssyni. Leikurinn hafi verið í lokuðum prófunum upp á síðkastið en þegar samkomubannið skall á hafi verið ákveðið að keyra ferlið í gang og reyna þannig að stytta landsmönnum stundir. „Fólk þarf á allri upplyftingu að halda núna. Maður finnur það alveg að fólk er peppað í stemmara en Ísland er líka þekkt fyrir að hafa gaman af spurningaleikjum,“ segir Jón, sem er spyrill leiksins. Hann er enginn nýgræðingur í spurningakeppnum enda sá hann um Fjörskylduna á RÚV. Jón Jónsson spyr keppendur spurninga í leiknum, sem hann lofar að séu skemmtilegar og ættu flestir að geta spreytt sig á þeim.HAX Leikurinn virkar þannig að notendur fá tilkynningu um næsta leik. Því eigi fólki ekki að bregða þó appið sé nokkuð tómlegt við fyrstu skoðun, enda sé ekkert í gangi fyrr en leikar hefjast. Fyrsti leikurinn var í síðustu viku og gekk hann vonum framar. Um sjö hundruð manns tóku þátt og segir Jón stefnuna vera setta á að sem flestir taki þátt, enda sé það lang skemmtilegast þannig. Næsti leikur fer fram í kvöld klukkan 21 og hvetur Jón alla til þess að sækja appið og taka þátt. Sigurvegarinn annað kvöld hlýtur 50 þúsund krónur í sinn hlut. Að sögn Jóns þarf fólk þó ekki að leggjast í mikla undirbúningsvinnu þar sem spurningarnar séu hugsaðar þannig að sem flestir geti tekið þátt. „Þetta er smá svona bleiki flokkurinn í Trivial Pursuit og spurningar um það sem er að gerast núna. Ég er ekki að fara að spyrja um höfuðborgina í Kazakhstan.“
Samkomubann á Íslandi Tækni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira