Hvetja fólk til að leggja sparaðar aukakrónur í Varasjóð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 14:00 Söfnunin fer fram á síðunni varasjodur.is Mynd/Á allra vörum Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Sjá meira
Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Sjá meira