„Við ætlum ekki að vera Titanic“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:50 Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Í beinni: Galatasaray - Tottenham | Heldur fullkomin byrjun Spurs áfram? Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Sjá meira
Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Í beinni: Galatasaray - Tottenham | Heldur fullkomin byrjun Spurs áfram? Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti