Leið til að færa myndlistina nær fólki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 13:00 Elísabet Alma Svendsen aðstoðar fólk og fyrirtæki við að velja sér myndlist. Mynd/Saga Sig „Ég hef alla tíð verið mikill fagurkeri og spáð mikið í hönnun og listum,“ segir Elísabet Alma Svendsen. Hún starfar við að aðstoða fólk og fyrirtæki við að velja myndlist í gegnum fyrirtæki sitt Listval. Elísabet Alma fékk á dögunum þá hugmynd að kynna íslenska listamenn í gegnum Instagram síðu sína og vekja þannig athygli á þeirra verkum á meðan samkomubanninu stendur. Elísabet Alma einblínir eingöngu á íslenska listamenn í ráðgjöf sinni og með þessu Instagram-verkefni leyfir hún fólki að skoða á bak við tjöldin hjá nokkrum þeirra. „Ég lærði fatahönnun og hef unnið í mörg ár sem stílisti og búningahönnuður. Síðar lærði ég listfræði og hef verið í alls konar störfum tengt myndlist í gegnum tíðina. Ég rak myndlistargallerí um tíma og þar fann ég hvað svona þjónustu vantaði hérlendis. Fyrir marga er val á myndlist yfirþyrmandi enda myndlistarflóran fjölbreytt. Galleríin eru mörg en myndlistarmenn sem eru óháðir galleríi enn fleiri og oft getur verið erfitt að nálgast þeirra list. Listval myndar þessa mikilvægu brú á milli myndlistarmanna og áhugasamra kaupanda,“ segir Elísabet Alma um fyrirtækið. Aðsend mynd Gagnagrunnur af myndlist „Listval er ráðgjafarþjónusta sem aðstoðar fólk við að velja myndlist. Hvort sem þú ert að leita að listaverki fyrir heimili, fyrirtæki eða stofnun þá veiti ég persónulega ráðgjöf út frá rýminu og aðstoða fólk við valið út frá smekk hvers og eins. Þjónustan miðar að því að skapa verðmæti hvort sem þau eru fjárhagsleg, tilfinningaleg eða hvort tveggja í senn. Ég er með gagnagrunn af myndlist til að komast nær því hvað hentar hverjum og einum og svo býð ég upp á stúdíóheimsóknir og galleríheimsóknir. Ég aðstoða einnig við að velja staðsetningu fyrir verkin í rýminu, ráðleggja varðandi innrömmun og uppsetningu ef þess er óskað.“ Elísabet Alma segir að hún hafi gengið með hugmyndina um að stofna eigið fyrirtæki í maganum í tvö ár áður en hún tók þetta skref. Hún segist alltaf hafa verið með þörf fyrir að miðla og fyrirtækið sé ein leið til að færa myndlistina nær fólki. „Í raun einskorða ég mig ekki við einhvern ákveðinn hóp. Ég vil helst að allir geti fundið verk við hæfi. Ég hef aðstoðað til dæmis aðstoðað ungt fólk sem hefur verið að kaupa sitt fyrsta verk, það er gríðarlega gaman að sjá hvað mikið af ungu fólki er að spá í myndlist í dag. Ég aðstoða líka fólk sem þekkir vel til á markaðnum og er að leita eftir nýjum listamönnum til að safna. Svo er líka mikið af fólki sem vill hafa fallegt heima hjá sér og spáir mikið í hönnun og húsgögnum en veit kannski ekki alveg hvar það á að byrja þegar kemur að myndlist og því að setja eitthvað á veggina og þar get ég komið inn og veitt þessa aðstoð.“ Aðsend mynd Í sturtu í beinni Hún segir að það sé hægt að velja ákveðinn verðflokk fyrir fram og verkin sem hún bendi fólki á séu á mjög breiðu verðbili. Nú þegar hafa átta listamenn kynnt sig á Instagram síðunni en efnið má allt finna ennþá undir „highlights“ á síðunni. „Ég hef verið að heimsækja vinnustofur listamanna lengi og nýlega byrjaði ég að birta innlitin á Instagram við góðar undirtektir. Eftir að samkomubannið byrjaði fannst mér skemmtileg hugmynd að fá listamenn til að taka yfir Instagram Listvals. Það er bæði gott fyrir listamenn að kynna sig og sína list og svo er frábært fyrir fólk heima í stofu að fá að kynnast nýjum listamönnum.“ Elísabet Alma segir að hún sé ekki búin að ákveða hversu lengi hún ætlar að halda þessu áfram, hugsanlega út samkomubannið. „Listamennirnir fá aðgang að reikningnum og hafa heilan dag til að búa til sögu og hafa alveg frjálsar hendur með efnið. Ég hins vegar ráðlegg þeim að sýna vinnuferli og aðal málið er að hafa efnið lifandi og skemmtilegt. Listamaðurinn Leifur Ýmir tók því bókstaflega og gekk svo langt að hann fór í sturtu í beinni. Þið verðið að fara í highlights á Instagram Listval til að sjá þetta allt saman“. Mynd/Anna Kristín Óskarsdóttir Hún er þakklát fyrir það hversu góð viðbrögð verkefnið hefur fengið og segir augljóst að margir hafi áhuga á íslenskri myndlist. „Fólk elskar að sjá hvernig verk verða til og fá að skyggnast bak við tjöldin. Einnig hafa listamenn náð að selja verk í gegnum þetta ferli. Það gleður mig að verk skuli fara upp á veggi heima í stofu hjá fólki eftir þessi innlit. Enda er markmið Listvals er að stuðla að meiri sýnileika myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist.“ Menning Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Ég hef alla tíð verið mikill fagurkeri og spáð mikið í hönnun og listum,“ segir Elísabet Alma Svendsen. Hún starfar við að aðstoða fólk og fyrirtæki við að velja myndlist í gegnum fyrirtæki sitt Listval. Elísabet Alma fékk á dögunum þá hugmynd að kynna íslenska listamenn í gegnum Instagram síðu sína og vekja þannig athygli á þeirra verkum á meðan samkomubanninu stendur. Elísabet Alma einblínir eingöngu á íslenska listamenn í ráðgjöf sinni og með þessu Instagram-verkefni leyfir hún fólki að skoða á bak við tjöldin hjá nokkrum þeirra. „Ég lærði fatahönnun og hef unnið í mörg ár sem stílisti og búningahönnuður. Síðar lærði ég listfræði og hef verið í alls konar störfum tengt myndlist í gegnum tíðina. Ég rak myndlistargallerí um tíma og þar fann ég hvað svona þjónustu vantaði hérlendis. Fyrir marga er val á myndlist yfirþyrmandi enda myndlistarflóran fjölbreytt. Galleríin eru mörg en myndlistarmenn sem eru óháðir galleríi enn fleiri og oft getur verið erfitt að nálgast þeirra list. Listval myndar þessa mikilvægu brú á milli myndlistarmanna og áhugasamra kaupanda,“ segir Elísabet Alma um fyrirtækið. Aðsend mynd Gagnagrunnur af myndlist „Listval er ráðgjafarþjónusta sem aðstoðar fólk við að velja myndlist. Hvort sem þú ert að leita að listaverki fyrir heimili, fyrirtæki eða stofnun þá veiti ég persónulega ráðgjöf út frá rýminu og aðstoða fólk við valið út frá smekk hvers og eins. Þjónustan miðar að því að skapa verðmæti hvort sem þau eru fjárhagsleg, tilfinningaleg eða hvort tveggja í senn. Ég er með gagnagrunn af myndlist til að komast nær því hvað hentar hverjum og einum og svo býð ég upp á stúdíóheimsóknir og galleríheimsóknir. Ég aðstoða einnig við að velja staðsetningu fyrir verkin í rýminu, ráðleggja varðandi innrömmun og uppsetningu ef þess er óskað.“ Elísabet Alma segir að hún hafi gengið með hugmyndina um að stofna eigið fyrirtæki í maganum í tvö ár áður en hún tók þetta skref. Hún segist alltaf hafa verið með þörf fyrir að miðla og fyrirtækið sé ein leið til að færa myndlistina nær fólki. „Í raun einskorða ég mig ekki við einhvern ákveðinn hóp. Ég vil helst að allir geti fundið verk við hæfi. Ég hef aðstoðað til dæmis aðstoðað ungt fólk sem hefur verið að kaupa sitt fyrsta verk, það er gríðarlega gaman að sjá hvað mikið af ungu fólki er að spá í myndlist í dag. Ég aðstoða líka fólk sem þekkir vel til á markaðnum og er að leita eftir nýjum listamönnum til að safna. Svo er líka mikið af fólki sem vill hafa fallegt heima hjá sér og spáir mikið í hönnun og húsgögnum en veit kannski ekki alveg hvar það á að byrja þegar kemur að myndlist og því að setja eitthvað á veggina og þar get ég komið inn og veitt þessa aðstoð.“ Aðsend mynd Í sturtu í beinni Hún segir að það sé hægt að velja ákveðinn verðflokk fyrir fram og verkin sem hún bendi fólki á séu á mjög breiðu verðbili. Nú þegar hafa átta listamenn kynnt sig á Instagram síðunni en efnið má allt finna ennþá undir „highlights“ á síðunni. „Ég hef verið að heimsækja vinnustofur listamanna lengi og nýlega byrjaði ég að birta innlitin á Instagram við góðar undirtektir. Eftir að samkomubannið byrjaði fannst mér skemmtileg hugmynd að fá listamenn til að taka yfir Instagram Listvals. Það er bæði gott fyrir listamenn að kynna sig og sína list og svo er frábært fyrir fólk heima í stofu að fá að kynnast nýjum listamönnum.“ Elísabet Alma segir að hún sé ekki búin að ákveða hversu lengi hún ætlar að halda þessu áfram, hugsanlega út samkomubannið. „Listamennirnir fá aðgang að reikningnum og hafa heilan dag til að búa til sögu og hafa alveg frjálsar hendur með efnið. Ég hins vegar ráðlegg þeim að sýna vinnuferli og aðal málið er að hafa efnið lifandi og skemmtilegt. Listamaðurinn Leifur Ýmir tók því bókstaflega og gekk svo langt að hann fór í sturtu í beinni. Þið verðið að fara í highlights á Instagram Listval til að sjá þetta allt saman“. Mynd/Anna Kristín Óskarsdóttir Hún er þakklát fyrir það hversu góð viðbrögð verkefnið hefur fengið og segir augljóst að margir hafi áhuga á íslenskri myndlist. „Fólk elskar að sjá hvernig verk verða til og fá að skyggnast bak við tjöldin. Einnig hafa listamenn náð að selja verk í gegnum þetta ferli. Það gleður mig að verk skuli fara upp á veggi heima í stofu hjá fólki eftir þessi innlit. Enda er markmið Listvals er að stuðla að meiri sýnileika myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist.“
Menning Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira