Fótbolti

Balot­elli valdi drauma­liðið sitt: Einn leik­maður frá Liver­pool-tímanum komst í liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mario Balotelli er hann lék með AC Milan.
Mario Balotelli er hann lék með AC Milan. Mynd/Nordic Photos/Getty

Hinn skrautlegi leikmaður Mario Balotelli valdi á dögunum draumaliðið sitt en hann hefur komið víða við og spilað með mörgum frábærum liðum. Það gerði hann á Instagram í spjalli við Thierry Henry.

Balotelli sló fyrst í gegn hjá Inter Milan áður en hann færði sig yfir til Man. City. Þaðan fór hann aftur heim til Ítalíu, en nu til AC Milan, áður en leiðin lá til Liverpool. Einn leikmaður Liverpool komst í liðið en það er Steven Gerrard.

Frá Liverpool lá leiðin til Frakklands þar sem hann gerði vel með Nice. Þar skoraði hann 33 mörk í 61 leik en ekki gekk eins vel hjá Marseille sem endaði með því að hann snéri aftur heim til Ítalíu. Nú leikur hann með Birki Bjarnasyni hjá Brescia.

Birkir kemst því miður ekki í liðið en markvörðurinn og bakverðir liðsins koma allir frá Inter Milanum tímanum hjá Balotelli. Í miðri vörninni eru svo reynsluboltarnir Fabio Cannavaro og Nesta.

Yaya Toure vann enska titilinn með Balotelli hjá City og hann er á miðjunni ásamt Steven Gerrard, Andrea Pirli og nokkuð óvænt, Alberto Cassona. Fremstir eru svo þeir Lionel Messi og Ronaldo, hinn brasilíski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×