Fótbolti

Manchester City fjárfestir í táningi frá Perú

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Manchester City er 16 ára táningur frá Perú.
Nýjasti leikmaður Manchester City er 16 ára táningur frá Perú. Vísir/Alianza Lima

Manchester City hefur fest kaup á Kluiverth Aguilar, 16 ára gömlum bakverði frá Alianza Lima í Perú.

Aguilar, sem stefnir á að vera næsti Dani Alves, mun þó ekki flytja til Englands fyrr en hann verður 18 ára, í maí árið 2021. Svipa kaupin til kaupa Manchester United á tvíburunum Fabio og Rafel fyrir þó nokkrum árum en félagið keypti þá þegar þeir voru 15 ára gamlir. Þeir gengu þó ekki til liðs við félagið fyrr en þeir voru orðnir 18 ára gamlir.

„Að fara til City er stórt skref upp á við. Ég er mjög ánægður með því að vera ganga til liðs við félagið,“ sagði Aguilar eftir undirskriftina.

Alianza mun fá hlutfall af næstu sölu Aguilar fari svo að Manchester City selji hann áfram. Í yfirlýsingu frá Man City segir þó að líkt og með alla aðra ungra leikmenn sem félagið kaupir þá reikni það með því að Aguilar geti spilað á hæsta stigi knattspyrnunnar þegar fram líða stundir.

Aguil­ar leikur venjulega í stöðu hægri bakvarðar og er fastamaður í U17 ára landsliði Perú. Þá hefur hann einnig leikið með U23 ára liði Perú.

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem situr í toppsætinu. 

Enn er óvíst hvenær deildin fari aftur af stað en bjartsýnustu spár reikna með að mögulegt verði að hefja leik um miðjan maí mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×