Hjalti Úrsus leiðrétti gríðarlegan misskilning um konur og lyftingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir ræddu við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Þær lyftu líka þungum lóðum. Skjámynd/S2 Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan. Kraftlyftingar Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Það voru mikil átök í „Í Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun þegar tvær öflugar kraftakonur mættu í settið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni og sýndu ólympískar lyftingar. Hjalti Úrsus mætti líka og hvatti stelpurnar áfram. Amalía Ósk Sigurðardóttir og Kristín Dóra Sigurðardóttir hafa báðar orðið Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum, Amalía Ósk í ár og Kristín Dóra í fyrra. Amalía Ósk Sigurðardóttir hitaði upp með því að jafnhenda 65 kílóum en lyfti síðan bæði 80 og 90 kílóum. Íslandsmet hennar er 100 kíló. Kristín Dóra Sigurðardóttir snaraði 50, 55 og 60 kílóum. Hjalti Úrsus var mjög ánægður með stelpurnar og hrósaði þeim mikið fyrir tæknina. Hjalti Úrsus ræddi líka við Heimi og Gunnlaug um lyftingar og þá sérstaklega lyftingar kvenna. Konur sáust varla í lyftingasalnum þegar hann var að byrja en það hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég hélt að lyftingarnar væri að deyja út en svo kemur CrossFit inn og það verður bara sprengja út um allan heim. Önnur hver kona er að taka jafnhendingu, snörun eða réttstöðulyftu. Almenningur er búinn að samþykkja þetta,“ sagði Hjalti Úrsus. „Maður hefur heyrt það að konurnar vilji ekki fara í lyftingar af því að þær vilja ekki fá vöðva,“ sagði Gunnlaugur Helgason en Hjalti vildi leiðrétta þá mýtu. „Það er gríðarlegur misskilningur. Til að fá einhvern vöðvamassa þá þarf að æfa alveg gríðarlega mikið og með sérstöku mataræði og allt þetta. Þetta er breytt í dag. Konurnar vilja vera tónaðar, vera í flottu formi og þær vilja vera með vöðva,“ sagði Hjalti Úrsus. „Svo heyrir maður stundum að einhverjar konur tala um það að þær þora ekki að fara að lyfta af því að þá fái svo hrikalega kálfa eða læri. Ég fékk sæmilegt læri en ég þurfti að taka 400 kíló í hnébeygju og ganga í gegnum helvíti til að fá þessi læri. Þetta hoppar ekki á þig. Þetta er smá misskilningur því vöðvarnir eru ekki að fara að hoppa á neinn,“ sagði Hjalti Úrsus. Það má sjá myndbandið með heimsókninni hér fyrir neðan.
Kraftlyftingar Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira