„Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 12:41 Kaupmenn reyna hvað þeir geta til að þjónusta viðskiptavini sína. Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira