Lífið

Æft með Gurrý - 3. þáttur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gurrý segir að lóð séu ekki nauðsynleg, einnig sé hægt að nota eigin líkamsþyngd, vatnsflöskur, kertastjaka eða annað.
Gurrý segir að lóð séu ekki nauðsynleg, einnig sé hægt að nota eigin líkamsþyngd, vatnsflöskur, kertastjaka eða annað. Vísir/æft með gurrý

Æfingar dagsins í þessum þriðja þætti af Æft með Gurrý eru fyrir hendur og kvið. Gurrý notar vatnsflöskur í æfigarnar en þeir sem eiga handlóð heima geta auðvitað notað þau. Í þessum æfingum vinnur hún með frekar léttar þyngdir og margar endurtekningar. Í myndbandi dagsins gerir hún hliðarlyftur, öfugt flug, mjaðmalyftur og fleira.

Eins og staðan er í dag eru margir fastir heima hjá sér og svo eru aðrir sem kjósa að vera ekki innan um aðra að æfa. Æft með Gurrý eru æfingamyndbönd sem flestallir ættu að geta gert, heima án þess að þurfa æfingabúnað. Myndböndin eru stutt, hnitmiðuð og þau virka. Þau ættu að duga fyrir langflesta

Þeir sem vilja meira krefjandi æfingu geta farið yfir myndbandið nokkrum sinnum. Á skjánum er niðurtalning svo þú getir fylgt Gurrý í æfingunum! Þátt þrjú má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Gurrý þjálfari setti saman seríu af myndböndum þar sem farið er í æfingar sem henta vel heima fyrir, hvort sem það er í neyð eður ei. Myndböndin eru stutt og hnitmiðuð og eru byggð upp þannig að hægt er að endurtaka hvert um sig nokkrum sinnum til þess að ná góðri æfingu.

Fyrstu tvo þættina af æft með Gurrý má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Æft með Gurrý - 2. þáttur

Í dag er komið að tabata. Þá er æft í tuttugu sekúndur og hvílt í tíu. Gurrý sýnir fjórar æfingar sem reyna bæði á þol og styrk.

Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert

Þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, byrjar á morgun með æfingaþætti hér á Vísi. Þættirnir kallast Æft með Gurrý en hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.