Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 17:20 Elísabet Ormslev, Stefanía Svavars og Matti Matt voru á meðal þeirra sem sungu seinni partinn í dag. Listamennirnir gættu vel að því að hafa tveggja metra bil á milli sín. Vísir/Vilhelm Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira