Lífið

Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Smári McCarthy þingmaður Pírata og Kjartan Briem framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone eru gestir Gagnaversins þessa vikuna.
Smári McCarthy þingmaður Pírata og Kjartan Briem framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone eru gestir Gagnaversins þessa vikuna.

5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.

Í eyrum flestra hljómar 5G eins og eðlileg framþróun á G-unum á undan. Málið virðist þó aðeins flóknara en svo og hafa margir sagt að 5G sé stofn fjórðu iðnbyltingarinnar. Möguleikarnir eru endalausir, stöðug internet tenging og meiri hraði en nokkru sinni fyrr.

Þrátt fyrir þetta er nýja tækniframförin umdeildari en þær sem áður komu.

Af hverju stafa deilurnar milli Kína og USA?

Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi?

Hvað þýðir það að vera tengd netinu, alltaf, allsstaðar?

Til þess að svara þessum spurningum og fleirum hefur Gagnaverið fengið til sín framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone, Kjartan Briem ásamt þingmanni Pírata og forritara, Smára McCarthy.

Annan þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.  Annan þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×