Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 09:24 Tómlegt um að litast í verslun Cintamani á Laugavegi fyrir nokkru. Vísir/arnar Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. Kaupandi félagsins er Cinta 2020 ehf. og var kaupsamningur undirritaður í lok síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Cintamani hefur um þrjátíu ára skeið framleitt og selt útivistarfatnað. Íslandsbanki hóf söluferli á Cintamani í lok janúar síðastliðnum, eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta, og var áhugasömum boðið að skila inn tilboðum fram í febrúar. Í tilkynningu segir að verslun Cintamani í Garðabæ verði opnuð á næstu dögum auk þess sem vefverslun félagsins verði opnuð á nýjan leik. „Þá hefur nýr eigandi tekið ákvörðun um að þeir viðskiptavinir sem áttu gjafabréf og innleggsnótur hjá félaginu geti nýtt þær hjá nýjum eigendum. Eru þeir aðilar hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið gjafabref@cintamani.is,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Greint var frá því í febrúar að kauptilboð í Cintamani hefði verið samþykkt og þá var þegar tilkynnt að rekstur undir merkjum félagsins hæfist að nýju von bráðar. Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni. Gjaldþrot Verslun Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. Kaupandi félagsins er Cinta 2020 ehf. og var kaupsamningur undirritaður í lok síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Cintamani hefur um þrjátíu ára skeið framleitt og selt útivistarfatnað. Íslandsbanki hóf söluferli á Cintamani í lok janúar síðastliðnum, eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta, og var áhugasömum boðið að skila inn tilboðum fram í febrúar. Í tilkynningu segir að verslun Cintamani í Garðabæ verði opnuð á næstu dögum auk þess sem vefverslun félagsins verði opnuð á nýjan leik. „Þá hefur nýr eigandi tekið ákvörðun um að þeir viðskiptavinir sem áttu gjafabréf og innleggsnótur hjá félaginu geti nýtt þær hjá nýjum eigendum. Eru þeir aðilar hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið gjafabref@cintamani.is,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Greint var frá því í febrúar að kauptilboð í Cintamani hefði verið samþykkt og þá var þegar tilkynnt að rekstur undir merkjum félagsins hæfist að nýju von bráðar. Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni.
Gjaldþrot Verslun Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira