Lífið

Þegar Íslandsmótið í erótískum listdansi var haldið á Þórskaffi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mótið fór fram á Þórskaffi árið 1999.
Mótið fór fram á Þórskaffi árið 1999.

Það muna eflaust sumir eftir þáttunum Sex í Reykjavík þar sem fjallað var um kynlífsmenningu á Íslandi um aldamótin. Það var meðal annars fjallað um klám, nektardans og hvað hafi í raun breyst í þessum málum á tuttugu árum en fjallað var um þá í þáttunum Nostalgía á Stöð 2 í gærkvöldi.

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir stjórnar þáttunum sem hófust á Stöð 2 í gærkvöldi þar verða gamlir þættir rifjaðir upp.

Til að mynda var rifjað upp þegar Íslandsmótið í erótískum listdansi fór fram á Þórskaffi um aldamótin en Rósa Ingólfs var kynnir.

Hún kynnti dómnefndina til leiks á sínum tíma og var greinilega mikið umstang í kringum keppnina. Sjónvarpað var beint frá keppninni á Sýn.

Hér má sjá brot úr þættinum sem var á dagskrá á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.