Áhersla lögð á að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna 17. mars 2020 11:20 Nemendur við Propoi. Ljósmynd: RG „Rannsóknir sýna að bættur aðbúnaður í skólum, bæði fyrir nemendur og kennara, bætir námsárangur og er mikilvægur hvati fyrir hvorn hóp fyrir sig. Aðgangur þessara stúlkna að framhaldsskólum og háskólanámi í framhaldi kemur ekki einungis þeim til góða heldur líka fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það á jafnt við um nærsamfélagið og stórsamfélagið,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) um verkefni sambandsins í Kenya sem fá myndarlegan styrk frá utanríkisráðuneytinu. Ragnar segir að frá upphafi starfs Kristniboðssambandsins í Pókothéraði í Kenya hafi mikil áhersla verið á menntun og uppbyggingu skóla. Kveikjan sé yfirleitt ósk heimamanna um að fá skóla fyrir börn sín. „Á seinni árum hefur eftirspurn eftir námi í framhaldsskóla stóraukist og margir þeirra eru með heimavist. Vegna fjarlægðar frá Næróbí og ákveðins afskiptaleysi framan af má segja að héraðið hafi orðið út undan í uppbyggingu skólakerfisins. Einkum bitnaði það á stúlkum. En nú er víða unnið að bótum í því efni,“ segir hann. Jamas Nandako - skólastjórinn í Propoi.Ljósmynd: RG Í verkefnum Kristniboðssambandsins hefur verið lögð áhersla á að byggja skóla til að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna. Ragnar segir að menntun sé lykill að sjálfstæði einstaklingsins og grundvöllur lýðræðis og jafnréttis. Menntun dragi einnig verulega úr limlestingum á kynfærum stúlkna og sömuleiðis á ótímabærum þungunum og þvinguðum hjónaböndum. Heimavistarskólar enn besta lausnin „Heimavistaskólar eru enn sem komið er besta lausnin fyrir stúlkur af þessum ástæðum,“ segir Ragnar. „Auk þess eru aðstæður til heimanáms ekki góðar vegna þröngs húsakosts og lélegrar lýsingar. Á heimavistarskólum er umhverfið hvetjandi og vel haldið utan um nám og velferð nemenda. Viðbúið er að þessi áhersla á heimavistaskóla verði áfram næstu tvo ártugi.“ Á árinu 2019 vann samstarfsaðili Kristniboðssambandsins að bættum aðbúnaði við tvo framhaldsskóla í Pókothéraði. Báðir skólarnir eru heimavistarskólar fyrir stúlkur, annars vegar Kamununo í norðurhluta héraðsins sem er á þriðja starfsári og hins vegar Propoi í suðurhluta þess, nálægt Chepareria, en sá skóli hefur starfað frá árinu 2007. Í Kamununo var byggð heimavist fyrir 64 stúlkur, tvær kennslustofur og skrifstofubygging. Í Propoi var byggt ofan á skrifstofubyggingu, sem fyrir utan skrifstofur og kennarastofu, geymir brátt bókasafn og fjórar kennslustofur. Skólinn í byggingu.Ljósmynd: RG Fjölmargar stúlkur njóta góðs af bættir aðstöðu þessara skóla. Nemendur í Kamununo eru 102 talsins, 46 í fyrsta bekk, 33 í öðrum bekk og 23 í þriðja bekk. Eftir fimm ár má búast við að þeir verði tvö hundruð talsins. Nemendur í Propoi eru um 550, sem skiptast niður á fjóra árganga, þrjá bekki í hverjum þeirra. „Það eru því tæplega 700 nemendur sem njóta góðs af verkefninu á líðandi stundu en eftir 20 ár má reikna með því að 4000 nemendur hafi útskrifast úr þessum skólum og viðbúið að stúlkum sem fara í háskólanám eftir framhaldsskóla fjölgi með hverju árinu sem líður. Menntunin opnar þeim leið að atvinnutækifærum og til áhrifa. Það hefur þegar sýnt sig. Fjármunum til þessara verkefna er því vel varið enda kostar hver fermetri aðeins brot af því sem gerist hér á landi og kröfur ekki þær sömu,“ segir Ragnar Gunnarsson og minnir að lokum á þakklæti heimamanna fyrir ómetanlegan stuðning. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent
„Rannsóknir sýna að bættur aðbúnaður í skólum, bæði fyrir nemendur og kennara, bætir námsárangur og er mikilvægur hvati fyrir hvorn hóp fyrir sig. Aðgangur þessara stúlkna að framhaldsskólum og háskólanámi í framhaldi kemur ekki einungis þeim til góða heldur líka fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það á jafnt við um nærsamfélagið og stórsamfélagið,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) um verkefni sambandsins í Kenya sem fá myndarlegan styrk frá utanríkisráðuneytinu. Ragnar segir að frá upphafi starfs Kristniboðssambandsins í Pókothéraði í Kenya hafi mikil áhersla verið á menntun og uppbyggingu skóla. Kveikjan sé yfirleitt ósk heimamanna um að fá skóla fyrir börn sín. „Á seinni árum hefur eftirspurn eftir námi í framhaldsskóla stóraukist og margir þeirra eru með heimavist. Vegna fjarlægðar frá Næróbí og ákveðins afskiptaleysi framan af má segja að héraðið hafi orðið út undan í uppbyggingu skólakerfisins. Einkum bitnaði það á stúlkum. En nú er víða unnið að bótum í því efni,“ segir hann. Jamas Nandako - skólastjórinn í Propoi.Ljósmynd: RG Í verkefnum Kristniboðssambandsins hefur verið lögð áhersla á að byggja skóla til að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna. Ragnar segir að menntun sé lykill að sjálfstæði einstaklingsins og grundvöllur lýðræðis og jafnréttis. Menntun dragi einnig verulega úr limlestingum á kynfærum stúlkna og sömuleiðis á ótímabærum þungunum og þvinguðum hjónaböndum. Heimavistarskólar enn besta lausnin „Heimavistaskólar eru enn sem komið er besta lausnin fyrir stúlkur af þessum ástæðum,“ segir Ragnar. „Auk þess eru aðstæður til heimanáms ekki góðar vegna þröngs húsakosts og lélegrar lýsingar. Á heimavistarskólum er umhverfið hvetjandi og vel haldið utan um nám og velferð nemenda. Viðbúið er að þessi áhersla á heimavistaskóla verði áfram næstu tvo ártugi.“ Á árinu 2019 vann samstarfsaðili Kristniboðssambandsins að bættum aðbúnaði við tvo framhaldsskóla í Pókothéraði. Báðir skólarnir eru heimavistarskólar fyrir stúlkur, annars vegar Kamununo í norðurhluta héraðsins sem er á þriðja starfsári og hins vegar Propoi í suðurhluta þess, nálægt Chepareria, en sá skóli hefur starfað frá árinu 2007. Í Kamununo var byggð heimavist fyrir 64 stúlkur, tvær kennslustofur og skrifstofubygging. Í Propoi var byggt ofan á skrifstofubyggingu, sem fyrir utan skrifstofur og kennarastofu, geymir brátt bókasafn og fjórar kennslustofur. Skólinn í byggingu.Ljósmynd: RG Fjölmargar stúlkur njóta góðs af bættir aðstöðu þessara skóla. Nemendur í Kamununo eru 102 talsins, 46 í fyrsta bekk, 33 í öðrum bekk og 23 í þriðja bekk. Eftir fimm ár má búast við að þeir verði tvö hundruð talsins. Nemendur í Propoi eru um 550, sem skiptast niður á fjóra árganga, þrjá bekki í hverjum þeirra. „Það eru því tæplega 700 nemendur sem njóta góðs af verkefninu á líðandi stundu en eftir 20 ár má reikna með því að 4000 nemendur hafi útskrifast úr þessum skólum og viðbúið að stúlkum sem fara í háskólanám eftir framhaldsskóla fjölgi með hverju árinu sem líður. Menntunin opnar þeim leið að atvinnutækifærum og til áhrifa. Það hefur þegar sýnt sig. Fjármunum til þessara verkefna er því vel varið enda kostar hver fermetri aðeins brot af því sem gerist hér á landi og kröfur ekki þær sömu,“ segir Ragnar Gunnarsson og minnir að lokum á þakklæti heimamanna fyrir ómetanlegan stuðning. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent