Cyberpunk 2077: Hafa selt þrettán milljónir eintaka þrátt fyrir mikil vandræði og galla Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 10:19 Útlit er fyrir að um stærstu leikjaútgáfu ársins sé að ræða. Vísir/CD Projekt Red Þrátt fyrir útgáfu sem einkenndist af miklum vandræðum, að Sony hafi tekið leikinn Cyberpunk 2077 úr sölu og CD Projekt Red hafi heitið því að endurgreiða þeim sem vildu, seldi fyrirtækið rúmlega þrettán milljónir eintaka á milli tíunda og tuttugasta desember. Þetta kemur fram í skýrslu fyrirtækisins til fjárfesta sem opinberuð var í gær. Vert er að taka fram að átta milljónir höfðu keypt leikinn fyrir umdeilda útgáfu hans. Sá fjöldi seldra eintaka gefur Cyberpunk 2077 líklegast bestu útgáfu tölvuleik á þessu ári. Samkvæmt umfjöllun Polygon hafa leikjafyrirtækin Activision og Ubisoft ekki gefið upp sölutölur fyrir leikina vinsælu Call of Duty: Black Ops - Cold War og Assassin's Creed: Valhalla. Ekki er þó gert ráð fyrir að leikirnir hafi selst í fleiri eintökum en CDPR áætlar að hafa selt, á sama tímabili. Áætlun CDPR tekur tillit til endurgreiðslna og nær yfir allar tölvur. Spilarar sem keyptu leikinn á Playstation 4 og Xbox One hafa upplifað fjölda galla sem snúa bæði að útlit og spilun leiksins. Samkvæmt frétt Reuters höfðu greinendur á mörkuðum gert ráð fyrir að fyrirtækið myndi selja 16,4 milljónir eintaka. Cyberpunk 2077 byggir í mjög stuttu máli á hlutverkaspili, svipuðu og Dungeons and Dragons. Í þessum söguheimi er heimurinn ekki í góðu ásigkomulagi, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum. Stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum það kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn. Spilarar setja sig í spor V, sem lendir í miklum vandræðum og eignast mjög svo öfluga óvini. V þarf að takast á við fjölmörg gengi Night City, fyrirtæki og önnur ráðandi öfl til að bjarga lífi sínu og jafnvel sálu. Þeir sem keyptu leikinn fyrir nýrri útgáfur leikjatölva og PC tölvur hafa upplifað meiri stöðugleika en þrátt fyrir það var leikurinn verulega gallaður við útgáfu. New York Times birti um helgina ítarlega umfjöllun um vandræði við framleiðslu CP2077. Þar segir að starfsmenn CDPR hafi haft miklar áhyggjur af loforðum sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafi gefið um leikinn. Að þegar framleiðsla leiksins var komin langt á leið hafi hún ekki verið nærri því sem búið var að lofa. Framleiðslan hafi fljótt orðið á eftir áætlun og deilur innanhúss hafi sömuleiðis komið niður á framleiðslu leiksins. Cyberpunk 2077 átti upprunalega að koma út í apríl en útgáfu hans var frestað nokkrum sinnum og kom hann svo út þann 10. desember. Jafnvel þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins reynt að hylma yfir gæði leiksins í eldri kynslóðum leikjatölva með því að senda ekki slík eintök til fjölmiðla, jafnvel þó beðið væri um þau. Forsvarsmenn CDPR hafa heitið því að gallar verði lagaðir og leikurinn bættur. Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu fyrirtækisins til fjárfesta sem opinberuð var í gær. Vert er að taka fram að átta milljónir höfðu keypt leikinn fyrir umdeilda útgáfu hans. Sá fjöldi seldra eintaka gefur Cyberpunk 2077 líklegast bestu útgáfu tölvuleik á þessu ári. Samkvæmt umfjöllun Polygon hafa leikjafyrirtækin Activision og Ubisoft ekki gefið upp sölutölur fyrir leikina vinsælu Call of Duty: Black Ops - Cold War og Assassin's Creed: Valhalla. Ekki er þó gert ráð fyrir að leikirnir hafi selst í fleiri eintökum en CDPR áætlar að hafa selt, á sama tímabili. Áætlun CDPR tekur tillit til endurgreiðslna og nær yfir allar tölvur. Spilarar sem keyptu leikinn á Playstation 4 og Xbox One hafa upplifað fjölda galla sem snúa bæði að útlit og spilun leiksins. Samkvæmt frétt Reuters höfðu greinendur á mörkuðum gert ráð fyrir að fyrirtækið myndi selja 16,4 milljónir eintaka. Cyberpunk 2077 byggir í mjög stuttu máli á hlutverkaspili, svipuðu og Dungeons and Dragons. Í þessum söguheimi er heimurinn ekki í góðu ásigkomulagi, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum. Stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum það kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn. Spilarar setja sig í spor V, sem lendir í miklum vandræðum og eignast mjög svo öfluga óvini. V þarf að takast á við fjölmörg gengi Night City, fyrirtæki og önnur ráðandi öfl til að bjarga lífi sínu og jafnvel sálu. Þeir sem keyptu leikinn fyrir nýrri útgáfur leikjatölva og PC tölvur hafa upplifað meiri stöðugleika en þrátt fyrir það var leikurinn verulega gallaður við útgáfu. New York Times birti um helgina ítarlega umfjöllun um vandræði við framleiðslu CP2077. Þar segir að starfsmenn CDPR hafi haft miklar áhyggjur af loforðum sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafi gefið um leikinn. Að þegar framleiðsla leiksins var komin langt á leið hafi hún ekki verið nærri því sem búið var að lofa. Framleiðslan hafi fljótt orðið á eftir áætlun og deilur innanhúss hafi sömuleiðis komið niður á framleiðslu leiksins. Cyberpunk 2077 átti upprunalega að koma út í apríl en útgáfu hans var frestað nokkrum sinnum og kom hann svo út þann 10. desember. Jafnvel þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins reynt að hylma yfir gæði leiksins í eldri kynslóðum leikjatölva með því að senda ekki slík eintök til fjölmiðla, jafnvel þó beðið væri um þau. Forsvarsmenn CDPR hafa heitið því að gallar verði lagaðir og leikurinn bættur.
Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira