Var alltaf í mikilli ofþyngd en tók málin í eigin hendur og er í dag sjónvarpsstjarna fyrir norðan Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 10:30 Skúli var 140 kíló þegar hann kláraði grunnskóla. Sjónvarpsmaðurinn og frumkvöðullinn Skúli Bragi Geirdal hefur gjörbreytt lífi sínu með breyttum lífsstíl og gerði það á skynsaman hátt. Hann gerði það hægt og rólega. Hann var aðeins 16 ára kominn á blóðþrýstingslyf vegna ofþyngdar og hann var einnig mjög langt niðri andlega. „Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira