Leggja til að taka upp úrslitakeppni í Pepsi Max deild karla frá og með 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:07 Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Vísir/Bára Starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur skilað af sér skýrslu og leggur til róttæka breytingu á Íslandsmóti karla. Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér. Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Íslensku félagsliðin eru að dragast aftur úr félögum frá öðrum þjóðum þegar kemur að árangri í Evrópukeppnum og starfshópur um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu telur að rétta leiðin sé að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi. Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulega útfærslu á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020. Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja skilaði af sér skýrslu til stjórnar KSÍ þann 17. desember. Á vef KSÍ má skoða skýrsluna í heild sinni. https://t.co/6CSEeZb86S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2020 Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið. Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag. Í skýrslu starfshópsins voru þrjár breytingartillögur á Íslandsmótinu skoðaðar sérstaklega. Það var að fjölga liðum úr tólf lið í fjórtán lið. Að fækka liðum í tíu og leik þrefalda umferð. Sú tillaga sem starfshópurinn leggur til er hins vegar að taka upp úrslitakeppni neðri og efri deildar. Það yrði þá áfram tólf lið í deildinni en það myndu síðan bætast við fimm leikir við hina hefðbundnu 22. Mótinu yrði skipt upp í efri og neðri hluta með sex félögum í hvorum hluta sem leika einfalda umferð. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða en í hinum um að forðast fall. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu skýrslunnar. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref. Það má lesa alla skýrsluna hér.
Að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá leggur starfshópurinn til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt og leikið með 12 liðum sem byrja á því að leika tvöfalda umferð (heima og að heiman). Að því loknu verði mótinu skipt upp í efri og neðri hluta. 6 félög í hvorum hluta sem leika einfalda umferð, þ.e. 5 leiki pr. lið. Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutanser leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Röð liða í fyrri hluta mótsins ræður því hvaða félög fá fleiri heimaleiki í úrslitakeppni mótsins. Þannig myndu lið nr. 1,2,3 og 7,8,9 fá þrjá heimaleiki en hin liðin tvo heimaleiki. Það er von starfshópsins að þessi skýrsla skapi umræðu um þróun mótsins og að breið sátt náist um næstu skref.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira