Bestu nýju sjónvarpsþáttaraðir ársins 2020 Heiðar Sumarliðason skrifar 17. desember 2020 14:20 Ana Taylor-Joy leikur Beth í Netflix-þáttaröðinni Queen's Gambit. Mun færri nýjar seríur fóru í framleiðslu fyrir þennan veturinn en vanalega vegna Covid-19. Þó kom ýmislegt góðgæti á skjáinn. Hér verður stiklað á stóru varðandi bestu nýju þáttaraðirnar sem var hægt að sjá hérlendis á árinu sem er að líða. Þessu verður skipt í tvennt. Fyrst er yfirferð yfir þá fimm þætti sem fengu bestu dóma erlendra gagnrýnenda, svo er farið yfir þá þætti sem fengu fjórar stjörnur eða hærra hjá Heiðari Sumarliðasyni, gagnrýnanda Vísis. Hvað sögðu erlendu miðlarnir? I Hate Suzie. Metacritic: 85 - Imdb.com: 6,7 - RT: 93%/67%. Síminn Premium. Gagnrýnendur elska þessa nýju þáttaröð Billie Piper, sem fjallar um þekkta leikkonu sem lendir í því að kynlífsmyndbandi af henni er lekið á netið. Áhorfendur virðast á báðum áttum, sem sést bersýnilega á muninum á einkunn seríunnar hjá Rotten Tomatoes, þar sem 93% gagnrýnenda mæla með henni, en aðeins 67% áhorfenda. I Hate Suzie kom nýlega inn hjá Símanum Premium. Unorthodox. Metacritic: 85 - Imdb: 8,5 - RT: 95%/81%. Netflix. Þáttaröðin um gyðingastúlkuna Esty féll fleirum að smekk en I Hate Suzie. Enda var vart um annað talað á kaffistofum landsins en Unorthodox sl. vor. The Good Lord Bird. Metacritic: 84 - Imdb.com: 7,5 - RT: 97%/69%. Síminn Premium. Þessi vestri, sem Síminn Premium sýnir, er af svipuðu meiði og I Hate Suzie. Gagnrýnendur hrósa þáttaröðinni í hástert, á meðan almennir áhorfendur eru á báðum áttum. Ethan Hawke var allt í öllu í The Good Lord Bird. Feel Good. Metacritic: 83 - Imdb.com: 7,5 - RT :100%/92%. Netflix. Feel Good er gamanþáttur um unga bandaríska lesbíu sem býr í Englandi og reynir að meika það sem grínisti. Lítið fór fyrir þáttunum, sem náðu aldrei inn á topp 10 áhorfs listann á íslenska Netflix, sem er synd, því þeir eru virkilega frambærilegir. Normal People. Metacritic: 82 - Imdb.com: 8,5 - RT: 90%/94%. Sjónvarp Símans. Normal People er tólf þátta sería frá BBC, sem gerist á Írlandi. Hún flaug kannski ekki sérlega hátt, en miðað við dóma áhorfenda og gagnrýnenda virðist hún vel þess virði að skoða. Exit trónir á toppnum Exit voru einu þættirnir sem fengu meira en fjórar stjörnur frá sjónvarpsrýni Vísis. Eftirfarandi þætti taldi sjónvarpsrýnir Vísis vera þá bestu á árinu: Exit. RÚV. „Útrás eru ekki þættir fyrir viðkvæma og augljóslega ekki við hæfi barna. En fyrir þá sem hafa smekk fyrir hressandi groddaskap, eru þættirnir um þessa norsku standpínustráka algjört möst.“ Unorthodox. Netflix. „Svo sterk er saga Estyar og ótrúlega flott er aðal leikonan, að ég sé mér ekki annað fært en að henda fjórum stjörnum á Unorthodox, þrátt fyrir ákveðna annmarka seríunnar.“ Quiz. Stöð 2 Maraþon. „Quiz kemur á óvart og nær að halda áhorfandanum við efnið frá upphafi til enda.“ Þessi vann milljón, en svindlaði hann? The Queen´s Gambit. Netflix. „Það er eitthvað dáleiðandi við The Queen's Gambit sem dregur áhorfandann með sér í látlaust ferðalag um heim skákarinnar.“ The Undoing. Stöð 2 Maraþon. „The Undoing er frekar vel heppnað spennu-drama af HBO-framleiðslulínunni. Þáttaröðin nær kannski ekki sömu hæðum og t.d. The Night of og Chernobyl, en er þó skör ofar en flest það efni sem er á boðstólum í dag.“ Nicole Kidman og Hugh Grant í The Undoing. Manhunt: Deadly Games. Síminn Premium. „Manhunt Deadly Games kemur þeim sem ekki þekkja málið á óvart. Þættirnir halda áhorfandanum við efnið og eru á pari við fyrri Manhunt-þáttaröð um Unabomber.“ The Great. Síminn Premium. „Skemmtileg og hugmyndarík útgáfa af sögunni um Catherine the Great.“ Síminn Premium sýnir nú þáttaröðina bráðskemmtilegu The Great. Little Fires Everywhere. Prime Video. „Með Little Fires Everywhere hefur tekist að skapa dramaseríu sem heldur áhorfandanum við efnið, á meðan hann er settur í þá stöðu að þurfa að taka afstöðu til atvika og persóna, sem allar eru á einhverskonar siðferðislegri grensu.“ Feel Good. Netflix. „Skemmtileg og sjarmerandi þáttaröð um hluti sem skipta máli.“ Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þessu verður skipt í tvennt. Fyrst er yfirferð yfir þá fimm þætti sem fengu bestu dóma erlendra gagnrýnenda, svo er farið yfir þá þætti sem fengu fjórar stjörnur eða hærra hjá Heiðari Sumarliðasyni, gagnrýnanda Vísis. Hvað sögðu erlendu miðlarnir? I Hate Suzie. Metacritic: 85 - Imdb.com: 6,7 - RT: 93%/67%. Síminn Premium. Gagnrýnendur elska þessa nýju þáttaröð Billie Piper, sem fjallar um þekkta leikkonu sem lendir í því að kynlífsmyndbandi af henni er lekið á netið. Áhorfendur virðast á báðum áttum, sem sést bersýnilega á muninum á einkunn seríunnar hjá Rotten Tomatoes, þar sem 93% gagnrýnenda mæla með henni, en aðeins 67% áhorfenda. I Hate Suzie kom nýlega inn hjá Símanum Premium. Unorthodox. Metacritic: 85 - Imdb: 8,5 - RT: 95%/81%. Netflix. Þáttaröðin um gyðingastúlkuna Esty féll fleirum að smekk en I Hate Suzie. Enda var vart um annað talað á kaffistofum landsins en Unorthodox sl. vor. The Good Lord Bird. Metacritic: 84 - Imdb.com: 7,5 - RT: 97%/69%. Síminn Premium. Þessi vestri, sem Síminn Premium sýnir, er af svipuðu meiði og I Hate Suzie. Gagnrýnendur hrósa þáttaröðinni í hástert, á meðan almennir áhorfendur eru á báðum áttum. Ethan Hawke var allt í öllu í The Good Lord Bird. Feel Good. Metacritic: 83 - Imdb.com: 7,5 - RT :100%/92%. Netflix. Feel Good er gamanþáttur um unga bandaríska lesbíu sem býr í Englandi og reynir að meika það sem grínisti. Lítið fór fyrir þáttunum, sem náðu aldrei inn á topp 10 áhorfs listann á íslenska Netflix, sem er synd, því þeir eru virkilega frambærilegir. Normal People. Metacritic: 82 - Imdb.com: 8,5 - RT: 90%/94%. Sjónvarp Símans. Normal People er tólf þátta sería frá BBC, sem gerist á Írlandi. Hún flaug kannski ekki sérlega hátt, en miðað við dóma áhorfenda og gagnrýnenda virðist hún vel þess virði að skoða. Exit trónir á toppnum Exit voru einu þættirnir sem fengu meira en fjórar stjörnur frá sjónvarpsrýni Vísis. Eftirfarandi þætti taldi sjónvarpsrýnir Vísis vera þá bestu á árinu: Exit. RÚV. „Útrás eru ekki þættir fyrir viðkvæma og augljóslega ekki við hæfi barna. En fyrir þá sem hafa smekk fyrir hressandi groddaskap, eru þættirnir um þessa norsku standpínustráka algjört möst.“ Unorthodox. Netflix. „Svo sterk er saga Estyar og ótrúlega flott er aðal leikonan, að ég sé mér ekki annað fært en að henda fjórum stjörnum á Unorthodox, þrátt fyrir ákveðna annmarka seríunnar.“ Quiz. Stöð 2 Maraþon. „Quiz kemur á óvart og nær að halda áhorfandanum við efnið frá upphafi til enda.“ Þessi vann milljón, en svindlaði hann? The Queen´s Gambit. Netflix. „Það er eitthvað dáleiðandi við The Queen's Gambit sem dregur áhorfandann með sér í látlaust ferðalag um heim skákarinnar.“ The Undoing. Stöð 2 Maraþon. „The Undoing er frekar vel heppnað spennu-drama af HBO-framleiðslulínunni. Þáttaröðin nær kannski ekki sömu hæðum og t.d. The Night of og Chernobyl, en er þó skör ofar en flest það efni sem er á boðstólum í dag.“ Nicole Kidman og Hugh Grant í The Undoing. Manhunt: Deadly Games. Síminn Premium. „Manhunt Deadly Games kemur þeim sem ekki þekkja málið á óvart. Þættirnir halda áhorfandanum við efnið og eru á pari við fyrri Manhunt-þáttaröð um Unabomber.“ The Great. Síminn Premium. „Skemmtileg og hugmyndarík útgáfa af sögunni um Catherine the Great.“ Síminn Premium sýnir nú þáttaröðina bráðskemmtilegu The Great. Little Fires Everywhere. Prime Video. „Með Little Fires Everywhere hefur tekist að skapa dramaseríu sem heldur áhorfandanum við efnið, á meðan hann er settur í þá stöðu að þurfa að taka afstöðu til atvika og persóna, sem allar eru á einhverskonar siðferðislegri grensu.“ Feel Good. Netflix. „Skemmtileg og sjarmerandi þáttaröð um hluti sem skipta máli.“
Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira