Segist hafa verið með tvo lögreglumenn á launum Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2020 14:09 Annþór Karlsson hefur nokkrum sinnum setið inn í fangelsi. Annþór Kristján Karlsson var í áraraðir þekktur fyrir að vera einn alræmdasti glæpamaður Íslands en hann lýsir því meðal annars í spjalli við Sölva Tryggvason að það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að lögreglan hafi bent fólki á að leita til sín vegna skulda, þegar úrræði fólks til að innheimta peningana voru ekki til staðar í kerfinu. „Það hefur alveg gerst já. Algengustu skuldirnar og hæstu fjárhæðirnar í handklukkunum á Íslandi eru tilvik þar sem fólk situr eftir með sárt ennið eftir kennitöluflakk eða annað slíkt í verktakabransanum. Stundum er fólk kannski að fara að missa íbúðina sína eða er með veð hjá foreldrum eftir að hafa verið svikið um háar upphæðir og svo er einhver bara að eyða þeim peningum. Það er auðvitað ekki rétt að handrukka, en kerfið okkar er oft gallað og fólk situr eftir og á bara rétt í eitthvað þrotabú eftir að hafa verið svikið.” Annþór segist hafa fengið inn á borð til sín gífurlegt magn af beiðnum eftir að hann varð þekktur og oft hafi upphæðirnar verið gríðarlega háar. „Yfirleitt nennti maður ekki að hreyfa sig mikið fyrir minna en milljón, en þetta gat alveg farið upp í 30-40 milljónir. Það hefur tíðkast hér á landi að handrukkarinn tekur 50% af því sem hann nær í, enda lítur fólk oft á þetta sem tapað fé. Það er ekkert mafíukerfi í þessu á Íslandi eins og fólk virðist oft halda og ekki einhver sérstök stéttaskipting í glæpaheiminum. En eftir að DV fór að fjalla svona mikið um mig í kringum 2005 rigndi inn verkefnum hjá mér.” Borgaði lögreglumönnum mánaðarlega fyrir upplýsingar Annþór segir að þegar hann hafi verið sem umsvifamestur í glæpunum hafi hann verið með tvo lögreglumenn sem hann borgaði mánaðarlega fyrir upplýsingar. „Ég var á sínum tíma með tvo lögreglumenn sem ég borgaði alltaf pening mánaðarlega og þeir gáfu mér í staðinn upplýsingar. Ég var látinn vita ef það væri verið að hlera mig eða ef eitthvað sérstakt var í gangi í minn garð. Ég var látinn vita ef ég þyrfti að fara varlega. Samskiptin áttu sér stað í gegnum óskráða síma sem var síðan hent. Ég borgaði þeim í peningum sem ég skildi eftir á ákveðnum stað. 100 þúsund krónur á mánuði. En ég tek það fram að ég er handviss um að langflestir lögreglumenn séu mjög gott og heiðarlegt fólk, sem vinnur vinnuna sína af heilindum. En eins og í öllum stéttum er misjafnt fólk innan um.” Hann lýsir því í þættinum hvernig hann hafi versnað til muna sem glæpamaður eftir að hann fór fyrst í fangelsi. „Ég byrjaði frekar seint í fíkniefnum miðað við félaga mína. Ég var 18-19 ára þegar ég byrjaði að nota spítt, en þá voru margir í mínum vinahóp löngu byrjaðir og margir komnir í að sprauta sig. Ég var búinn að fremja mjög mikið af minni glæpum þegar mér var stungið í fangelsi í fyrsta sinn. Bæði alls konar innbrotum og þjófnaði og mikið af slagsmálum. 1997 fór ég í fyrsta sinn í fangelsi fyrir innbrot, skjalafals, þjófnaði, líkamsárásir og fleira. Þegar ég horfi til baka sé ég hvernig ég varð í raun mun forhertari og verri glæpamaður eftir að hafa setið inni. Ég fer inn í fangelsið sem smákrimmi og slagsmálahundur, en kem í raun út sem fullmótaður glæpamaður. Ég fékk sambönd inni í fangelsinu og lærði af þeim sem sátu inni og eftir að ég kom út byrja ég strax að flytja inn fíkniefni og varð mun skipulagðari í mínum glæpum. Vonandi er þetta búið að breytast, en á þessum tíma var Litla Hraun ákveðinn glæpaskóli og ég hef alltaf sagt að ungir glæpamenn eigi ekki heima með eldri glæpamönnum í sama fangelsi.“ Klippa: Annþór með Sölva Tryggva Rekinn fyrir að kýla skólastjórann Annþór segir að afbrotahegðun hans hafi byrjað strax í barnæsku. „Ég endaði á unglingageðdeild 11 ára og eflaust hefði ég fengið allar greiningarnar í bókinni, en það var ekki þekkt þá eins og í dag. En ég var sendur þangað eftir að hafa verið rekinn úr Vesturbæjarskóla fyrir að kýla skólastjórann þegar ég var ellefu ára. Þegar maður horfir til baka er náttúrulega augljóst að hegðun mín var gífurlega óeðlileg strax í barnæsku,” segir Annþór. En það hafi ekki haft neinar afleiðingar. „Ég er sá eini sem heiti þessu nafni á Íslandi og nafnið mitt vekur því strax hugrenningatengsl hjá fólki. Ég man eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en að vera byrjaður að brjóta af mér. Mamma mín vildi allt fyrir mig gera og ég þurfti aldrei að svara fyrir gjörðir mínar. Óhepplegt uppeldi Annþór segist þegar í í barnæsku hafa verið orðinn rosalega frekur og það var alveg sama hvað frekjudósin vildi, hún fékk það. „Ég var byrjaður að berja hina krakkana í sandkassanum á róló af því að ég vildi allar skóflurnar og svo hélt þetta bara áfram þegar ég byrjaði í skóla. Ég var alltaf fljótur til að kýla og lemja krakka af því að ég fékk ekki það sem ég vildi eða eitthvað var ekki eins og ég vildi. Ég man eftir fyrstu skiptunum þegar mamma var kölluð niður í skóla af því að ég hafði lent í slagsmálum og hún sagði bara: „Nei hann Annþór Kristján gerir ekki svoleiðis.” Og í fyrsta skipti sem löggan kom með mig blindfullan heim á barnsaldri þá rak mamma lögreglumennina bara í burtu og sagði þeim að vera ekki að angra son sinn og pantaði svo pizzu fyrir mig.” Annþór telur að það hefði verið gott fyrir sig, eftir á að hyggja, ef gjörðir hans hefðu haft einhverjar afleiðingar. En hann viti náttúrlega ekki hvort það hefði komið í veg fyrir að hann hefði orðið glæpamaður. „Það hefðu vel getað komið til aðrar ástæður fyrir því að ég hefði farið þessa braut, en þetta hjálpaði í það minnsta klárlega ekki til. En auðvitað get ég engum kennt um það öðrum en sjálfum mér hvernig ég hef lifað lífi mínu.” Eðlilegt að samfélagið taki mann ekki strax í sátt Þegar talið berst að skipulagðri glæpastarfsemi er Annþór harður á því að margt sé öðruvísi hér á landi heldur en að fólk telji út frá umfjöllun fjölmiðla. „Lögregluyfirvöldum og fangelsisyfirvöldum vantar fé og það virðist þurfa að ala á því að hér sé mjög skipulögð glæpastarfsemi, pólska mafían, litháíska mafían, Hells Angels, Banditos og fleira, til þess að fá meira fjármagn. Á sama tíma eru bara allir í fangelsunum að spila saman körfubolta og skilja ekki hvað er verið að tala um. Auðvitað væri best að fjármagna þessa málaflokka bara betur án þess að þurfa að rökstyðja það með þessum hætti. Það eru ekki einhverjar mafíur sem eiga hinn og þennan markað í glæpum á Íslandi. Í mínum huga er mafía eitthvað þar sem þú ert með stéttaskiptingu og mikið skipulag. Þó að það komi einhver glæpagengi hingað, þá þýðir það ekki að hér séu erlendar mafíur búnar að festa rætur.” Annþór segist skilja það að margir séu ekki tilbúnir til að gefa mönnum eins og honum séns, jafnvel þó að þeir hafi þegar afplánað sína dóma. „Ég á mína forsögu og það er fullkomlega eðlilegt að samfélagið taki mann ekki í sátt strax, jafnvel þó að maður sé búinn að afplána dóm. Ég er að fara að útskrifast úr byggingarfræði úr Háskóla Reykjavíkur um áramótin og er búinn að vera réttu megin við lögin í talsverðan tíma, en ég skil það vel að það séu ekki allir tilbúnir að taka mann í sátt.” Annþór segir það þó svo, heilt yfir, að fólk taki sér vel og hugsi að batnandi fólki sé best að lifa. „En ég er búinn að gera allt of mikið af mér til að geta bætt upp fyrir það allt. Svo virkar þetta líka þannig að minni manns verður valfrjálst þegar maður er í svona miklu rugli. Ég man ekki nema hluta af því sem ég hef gert en ég hef brotið á gríðarlega mörgum og veit að í mörgum tilvikum dugar ekki að biðjast afsökunar. En ég vona að það sem ég er að gera í dag muni smátt og smátt með tímanum gera það að verkum að ég verði þekktur fyrir annað en bara glæpi.” Í þættinum gefur Annþór innsýn inn í hugarheim einstaklings sem leiðist á þessa braut í lífinu. Hann segir margt við glæpaheiminn á Íslandi öðruvísi en fólk heldur. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Það hefur alveg gerst já. Algengustu skuldirnar og hæstu fjárhæðirnar í handklukkunum á Íslandi eru tilvik þar sem fólk situr eftir með sárt ennið eftir kennitöluflakk eða annað slíkt í verktakabransanum. Stundum er fólk kannski að fara að missa íbúðina sína eða er með veð hjá foreldrum eftir að hafa verið svikið um háar upphæðir og svo er einhver bara að eyða þeim peningum. Það er auðvitað ekki rétt að handrukka, en kerfið okkar er oft gallað og fólk situr eftir og á bara rétt í eitthvað þrotabú eftir að hafa verið svikið.” Annþór segist hafa fengið inn á borð til sín gífurlegt magn af beiðnum eftir að hann varð þekktur og oft hafi upphæðirnar verið gríðarlega háar. „Yfirleitt nennti maður ekki að hreyfa sig mikið fyrir minna en milljón, en þetta gat alveg farið upp í 30-40 milljónir. Það hefur tíðkast hér á landi að handrukkarinn tekur 50% af því sem hann nær í, enda lítur fólk oft á þetta sem tapað fé. Það er ekkert mafíukerfi í þessu á Íslandi eins og fólk virðist oft halda og ekki einhver sérstök stéttaskipting í glæpaheiminum. En eftir að DV fór að fjalla svona mikið um mig í kringum 2005 rigndi inn verkefnum hjá mér.” Borgaði lögreglumönnum mánaðarlega fyrir upplýsingar Annþór segir að þegar hann hafi verið sem umsvifamestur í glæpunum hafi hann verið með tvo lögreglumenn sem hann borgaði mánaðarlega fyrir upplýsingar. „Ég var á sínum tíma með tvo lögreglumenn sem ég borgaði alltaf pening mánaðarlega og þeir gáfu mér í staðinn upplýsingar. Ég var látinn vita ef það væri verið að hlera mig eða ef eitthvað sérstakt var í gangi í minn garð. Ég var látinn vita ef ég þyrfti að fara varlega. Samskiptin áttu sér stað í gegnum óskráða síma sem var síðan hent. Ég borgaði þeim í peningum sem ég skildi eftir á ákveðnum stað. 100 þúsund krónur á mánuði. En ég tek það fram að ég er handviss um að langflestir lögreglumenn séu mjög gott og heiðarlegt fólk, sem vinnur vinnuna sína af heilindum. En eins og í öllum stéttum er misjafnt fólk innan um.” Hann lýsir því í þættinum hvernig hann hafi versnað til muna sem glæpamaður eftir að hann fór fyrst í fangelsi. „Ég byrjaði frekar seint í fíkniefnum miðað við félaga mína. Ég var 18-19 ára þegar ég byrjaði að nota spítt, en þá voru margir í mínum vinahóp löngu byrjaðir og margir komnir í að sprauta sig. Ég var búinn að fremja mjög mikið af minni glæpum þegar mér var stungið í fangelsi í fyrsta sinn. Bæði alls konar innbrotum og þjófnaði og mikið af slagsmálum. 1997 fór ég í fyrsta sinn í fangelsi fyrir innbrot, skjalafals, þjófnaði, líkamsárásir og fleira. Þegar ég horfi til baka sé ég hvernig ég varð í raun mun forhertari og verri glæpamaður eftir að hafa setið inni. Ég fer inn í fangelsið sem smákrimmi og slagsmálahundur, en kem í raun út sem fullmótaður glæpamaður. Ég fékk sambönd inni í fangelsinu og lærði af þeim sem sátu inni og eftir að ég kom út byrja ég strax að flytja inn fíkniefni og varð mun skipulagðari í mínum glæpum. Vonandi er þetta búið að breytast, en á þessum tíma var Litla Hraun ákveðinn glæpaskóli og ég hef alltaf sagt að ungir glæpamenn eigi ekki heima með eldri glæpamönnum í sama fangelsi.“ Klippa: Annþór með Sölva Tryggva Rekinn fyrir að kýla skólastjórann Annþór segir að afbrotahegðun hans hafi byrjað strax í barnæsku. „Ég endaði á unglingageðdeild 11 ára og eflaust hefði ég fengið allar greiningarnar í bókinni, en það var ekki þekkt þá eins og í dag. En ég var sendur þangað eftir að hafa verið rekinn úr Vesturbæjarskóla fyrir að kýla skólastjórann þegar ég var ellefu ára. Þegar maður horfir til baka er náttúrulega augljóst að hegðun mín var gífurlega óeðlileg strax í barnæsku,” segir Annþór. En það hafi ekki haft neinar afleiðingar. „Ég er sá eini sem heiti þessu nafni á Íslandi og nafnið mitt vekur því strax hugrenningatengsl hjá fólki. Ég man eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en að vera byrjaður að brjóta af mér. Mamma mín vildi allt fyrir mig gera og ég þurfti aldrei að svara fyrir gjörðir mínar. Óhepplegt uppeldi Annþór segist þegar í í barnæsku hafa verið orðinn rosalega frekur og það var alveg sama hvað frekjudósin vildi, hún fékk það. „Ég var byrjaður að berja hina krakkana í sandkassanum á róló af því að ég vildi allar skóflurnar og svo hélt þetta bara áfram þegar ég byrjaði í skóla. Ég var alltaf fljótur til að kýla og lemja krakka af því að ég fékk ekki það sem ég vildi eða eitthvað var ekki eins og ég vildi. Ég man eftir fyrstu skiptunum þegar mamma var kölluð niður í skóla af því að ég hafði lent í slagsmálum og hún sagði bara: „Nei hann Annþór Kristján gerir ekki svoleiðis.” Og í fyrsta skipti sem löggan kom með mig blindfullan heim á barnsaldri þá rak mamma lögreglumennina bara í burtu og sagði þeim að vera ekki að angra son sinn og pantaði svo pizzu fyrir mig.” Annþór telur að það hefði verið gott fyrir sig, eftir á að hyggja, ef gjörðir hans hefðu haft einhverjar afleiðingar. En hann viti náttúrlega ekki hvort það hefði komið í veg fyrir að hann hefði orðið glæpamaður. „Það hefðu vel getað komið til aðrar ástæður fyrir því að ég hefði farið þessa braut, en þetta hjálpaði í það minnsta klárlega ekki til. En auðvitað get ég engum kennt um það öðrum en sjálfum mér hvernig ég hef lifað lífi mínu.” Eðlilegt að samfélagið taki mann ekki strax í sátt Þegar talið berst að skipulagðri glæpastarfsemi er Annþór harður á því að margt sé öðruvísi hér á landi heldur en að fólk telji út frá umfjöllun fjölmiðla. „Lögregluyfirvöldum og fangelsisyfirvöldum vantar fé og það virðist þurfa að ala á því að hér sé mjög skipulögð glæpastarfsemi, pólska mafían, litháíska mafían, Hells Angels, Banditos og fleira, til þess að fá meira fjármagn. Á sama tíma eru bara allir í fangelsunum að spila saman körfubolta og skilja ekki hvað er verið að tala um. Auðvitað væri best að fjármagna þessa málaflokka bara betur án þess að þurfa að rökstyðja það með þessum hætti. Það eru ekki einhverjar mafíur sem eiga hinn og þennan markað í glæpum á Íslandi. Í mínum huga er mafía eitthvað þar sem þú ert með stéttaskiptingu og mikið skipulag. Þó að það komi einhver glæpagengi hingað, þá þýðir það ekki að hér séu erlendar mafíur búnar að festa rætur.” Annþór segist skilja það að margir séu ekki tilbúnir til að gefa mönnum eins og honum séns, jafnvel þó að þeir hafi þegar afplánað sína dóma. „Ég á mína forsögu og það er fullkomlega eðlilegt að samfélagið taki mann ekki í sátt strax, jafnvel þó að maður sé búinn að afplána dóm. Ég er að fara að útskrifast úr byggingarfræði úr Háskóla Reykjavíkur um áramótin og er búinn að vera réttu megin við lögin í talsverðan tíma, en ég skil það vel að það séu ekki allir tilbúnir að taka mann í sátt.” Annþór segir það þó svo, heilt yfir, að fólk taki sér vel og hugsi að batnandi fólki sé best að lifa. „En ég er búinn að gera allt of mikið af mér til að geta bætt upp fyrir það allt. Svo virkar þetta líka þannig að minni manns verður valfrjálst þegar maður er í svona miklu rugli. Ég man ekki nema hluta af því sem ég hef gert en ég hef brotið á gríðarlega mörgum og veit að í mörgum tilvikum dugar ekki að biðjast afsökunar. En ég vona að það sem ég er að gera í dag muni smátt og smátt með tímanum gera það að verkum að ég verði þekktur fyrir annað en bara glæpi.” Í þættinum gefur Annþór innsýn inn í hugarheim einstaklings sem leiðist á þessa braut í lífinu. Hann segir margt við glæpaheiminn á Íslandi öðruvísi en fólk heldur.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira