Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 17:40 Starfsmenn Landspítalans hafa lýst yfir nokkurri óánægju með jólagjöfina í ár. Gjöfin dugir ekki fyrir skópari í búðinni Skechers. Vísir Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. Facebook-færsla Session hefst svona: „Kæru starfsmenn Landspítalans. Við á Session Craft Bar erum hrikalega þakklát fyrir framlag ykkar á tímum heimsfaraldurs sem og öðrum. Við höfum átt erfitt ár en horfum jákvætt á komandi tíma, eiga einkunnarorð Session því sjaldan jafn vel við og nú: „Sinyd Skylning og verið heiðarleg.“ Starfsmenn Landspítalans fengu sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og súkkulaði frá Omnom í jólagjöf frá spítalanum. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa hrist hausinn yfir gjöfinn í ár en einhverjir hafa bent á að gjöfin dugi aðeins fyrir hálfu skópari, það er einum skó. „Eitthvað höfum við heyrt að jólagjöfin þetta árið nýtist ekki öllum. Við höfum því ákveðið að gjafabréfið sem þið fenguð muni einnig gilda hjá okkur og munuð þið geta verslað á Session Craft Bar fyrir upphæð gjafabréfsins,“ skrifar Session í færslunni. Starfsmenn spítalans hafa lýst yfir mikilli ánægju með tilboð Session í athugasemdum við færsluna. „Takk! Við á gjörgæslunni hlökkum til að heimsækja ykkur og skála þegar við ykkur um leið og við verðum ónæm,“ skrifar Eyrún Arnardóttir við færsluna. „Vá hvað þetta er fallega gert, takk fyrir mig. Hlakka til að koma og skála,“ skrifar Kristín Kristjánsdóttir. Session hefur svarað einhverjum athugasemdanna og lýsir því að þakklætið sé „þeirra megin.“ Jo laglaðningur til starfsmanna Landspitalans Kæru starfsmenn Landspi talans. Við a Session Craft Bar erum...Posted by Session Craft Bar on Saturday, December 12, 2020 Eftir lauslega athugun fréttastofu kom í ljós að ódýrustu skórnir hjá Skechers kosta 7038 krónur. Starfsmenn Landspítalans þurfa því alltaf að borga með gjöfinni sama hvaða skór verða fyrir valinu. Heimildir Vísis herma að fjölmargar deildir Landspítalans hafi komið sér saman um að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hafa bæði Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu því nýst einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó. Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Facebook-færsla Session hefst svona: „Kæru starfsmenn Landspítalans. Við á Session Craft Bar erum hrikalega þakklát fyrir framlag ykkar á tímum heimsfaraldurs sem og öðrum. Við höfum átt erfitt ár en horfum jákvætt á komandi tíma, eiga einkunnarorð Session því sjaldan jafn vel við og nú: „Sinyd Skylning og verið heiðarleg.“ Starfsmenn Landspítalans fengu sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og súkkulaði frá Omnom í jólagjöf frá spítalanum. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa hrist hausinn yfir gjöfinn í ár en einhverjir hafa bent á að gjöfin dugi aðeins fyrir hálfu skópari, það er einum skó. „Eitthvað höfum við heyrt að jólagjöfin þetta árið nýtist ekki öllum. Við höfum því ákveðið að gjafabréfið sem þið fenguð muni einnig gilda hjá okkur og munuð þið geta verslað á Session Craft Bar fyrir upphæð gjafabréfsins,“ skrifar Session í færslunni. Starfsmenn spítalans hafa lýst yfir mikilli ánægju með tilboð Session í athugasemdum við færsluna. „Takk! Við á gjörgæslunni hlökkum til að heimsækja ykkur og skála þegar við ykkur um leið og við verðum ónæm,“ skrifar Eyrún Arnardóttir við færsluna. „Vá hvað þetta er fallega gert, takk fyrir mig. Hlakka til að koma og skála,“ skrifar Kristín Kristjánsdóttir. Session hefur svarað einhverjum athugasemdanna og lýsir því að þakklætið sé „þeirra megin.“ Jo laglaðningur til starfsmanna Landspitalans Kæru starfsmenn Landspi talans. Við a Session Craft Bar erum...Posted by Session Craft Bar on Saturday, December 12, 2020 Eftir lauslega athugun fréttastofu kom í ljós að ódýrustu skórnir hjá Skechers kosta 7038 krónur. Starfsmenn Landspítalans þurfa því alltaf að borga með gjöfinni sama hvaða skór verða fyrir valinu. Heimildir Vísis herma að fjölmargar deildir Landspítalans hafi komið sér saman um að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hafa bæði Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu því nýst einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó.
Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira