Lífið

Sóli og Gummi gera grín að ævi­sögu Herra Hnetu­smjörs: „Yngsti Ís­lendingurinn til að gefa út ævi­sögu“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Er Prins Nutella, átta ára gamall, yngsti Íslendingurinn til að gefa út ævisögu sína?
Er Prins Nutella, átta ára gamall, yngsti Íslendingurinn til að gefa út ævisögu sína? Stöð 2

„Það gerist mjög lítið þegar maður er búinn með leikskólann. Þú þekkir þetta Frosti,“ segir Ari Njáll Arason, eða Prins Nutella. Ari Njáll er yngsti Íslendingurinn til þess að gefa út ævisögu… í það minnsta samkvæmt þeim Gumma Ben og Sóla Hólm.

Gummi og Sóli gerðu létt grín að Árna Páls Árnasonar, sem er betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, en hann er að gefa út ævisögu sína núna fyrir jólin. Ævisaga Árna ber titilinn Herra Hnetusmjör: Hingað til en Sóli skrifar bókin. Mesta athygli vekur kannski, og það er það sem þeir Sóli og Gummi gera grín að, að Árni er ekki nema 24 ára gamall.

Gummi og Sóli gerðu stiklu sem sýnd var í þætti þeirra Föstudagskvöldi núna í kvöld, þar sem þeir fá til liðs við sig Frosta Logason, einn þáttastjórnenda Íslands í dag. Frosti tekur þar viðtal við „yngsta Íslendinginn sem gefur út ævisögu,“ hann Ara Njál sem er ekki nema átta ára gamall.

Stiklan er stórskemmtileg og hægt er að horfa á hana hér að neðan:


Tengdar fréttir

Þetta er „í fylgd með fullorðnum bók“

Bók vikunnar á Vísi er Herra Hnetusmjör - hingað til. Árni Páll Árnason segir frá  freistingum dópsins og skuggahliðum Reykjavíkur og hvernig hann komst á toppinn í íslensku rappsenunni meðan hann féll til botns í neyslu

„Líður smá eins og ég sé í ástarsorg“

Árni Páll Árnason skaust hratt upp á stjörnuhimininn sem unglingur og rapptónlist hans sló strax í gegn og síðan þá hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Nú er komin út ný bók um rapparann sem ber heitið Herra Hnetusmjör: Hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.