Forsala hafin á MG EHS Plug-in Hybrid jeppling Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. desember 2020 07:00 MG EHS MG frumsýndi fyrr í vikunni nýjan framhjóladrifinn jeppling með tengiltvinntækni sem ber heitið EHS. Þessi rúmgóði bíll sem er í svokölluðum SUV-C-flokki kemur á markaði Evrópu í byrjun janúar og er forsala þegar hafin hjá BL við Sævarhöfða. MG EHS hefur þegar hlotið fullt hús öryggisstiga hjá Euro NCAP, ekki síst vegna mjög stífrar yfirbyggingar sem veitir framúrskarandi vernd fyrir ökumann og farþega auk MG Pilot-akstursaðstoðarkerfanna sem innifela m.a. sjálfvirkan hraðastilli, viðvörun fyrir blindsvæði, árekstrarviðvörun, sjálfvirka neyðarhemlun, akreinaskynjara og fleira. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL, umboðsaðila MG á Íslandi. Drifrás í MG EHS Framsækin driftækni MG EHS Plug-in Hybrid byggir á nýrri driftækni sem byggir á þaulprófaðri 119 kW/162 hestafla 1,5 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 250 Nm togi, og öflugum 90 kW/122 hestafla rafmótor sem vinna saman snurðulaust með allt að 258 sameiginlegum hestöfl og 370 Nm hámarkstog. Hröðun MG EHS úr kyrrstöðu 100 km/klst. er einungis 6,9 sekúndur auk þess sem rafrænt XDS-mismunadrifið tryggir hámarksgrip. Rafmótorinn fær afl sitt frá 16,6 kWh Li-ion rafhlöðu og er unnt að aka bílnum allt að 52 km mengunarlaust á rafmagninu eingöngu. Innbyggt hleðslutæki Í MG EHS Plug-in Hybrid er innbyggt 3,7 kW hleðslutæki sem gerir kleift að fullhlaða rafhlöðuna á aðeins 4,5 klukkustundum á næstu hleðslustöð. Þá er bíllinn ennfremur búinn endurheimtarbúnaði fyrir hemlaorku sem endurnýtir orkuna við hraðaminnkun og hleður henni inn á rafhlöðuna til að auka orkuforða hennar og draga enn frekar úr eldsneytisnotkun bensínvélarinnar. Innra rými í EHS. Tíu þrepa gírkassi Gírkassi MG EHS beinir afli bensínvélarinnar og rafmótorsins til framhjólanna og flyst tog bensínvélarinnar með sex þrepa sjálfskiptingu á meðan afl rafmótorsins fer um fjögurra gíra rafdrifseiningu. Saman myndar tíu þrepa sjálfskiptingin ávallt upp á rétta gírinn og hnökralausa hröðun með tilliti til hagkvæmustu afkasta og orkunotkunar til að tryggja sparneytni við allar aðstæður. Losun MG EHS er því aðeins 43 g/km að meðaltali samkvæmt WLTP. Rúmgóður og tæknilegur bíll MG EHS Plug-in Hybrid, sem hefur 2720 mm hjólhaf, er 4574 mm langur, 1876 mm breiður og 1664 mm hár sem gerir bílinn rýmri en flesta keppinauta í SUV-C flokki á markaðnum. Í hvaða sæti sem er í MG EHS er nægt fóta-, höfuð og axlarými auk þess sem farangursrýmið er 448 lítrar og stækkanlegt í 1375 lítra. Til að hámarka þægindi í umgengni við bílinn er rafknúin opnun og lokun á afturhlera í hvaða hæð sem er. Bíllinn er sérlega vel búinn öryggis- og þægindabúnaði eins og brátt verður hægt að kynna sér á heimasíðu BL. Luxury og Comfort MG EHS verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Luxury og Comfort, með vali á fjórum litum; svörtum, hvítum, rauðum og silfur, og með vali á tveimur litum í farþegarými; svörtu og rauðu. Verð á tengiltvinnbílnum MG EHS hjá BL verður frá 5.190 þúsundum króna og koma fyrstu bílarnir í janúar. Vistvænir bílar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent
MG EHS hefur þegar hlotið fullt hús öryggisstiga hjá Euro NCAP, ekki síst vegna mjög stífrar yfirbyggingar sem veitir framúrskarandi vernd fyrir ökumann og farþega auk MG Pilot-akstursaðstoðarkerfanna sem innifela m.a. sjálfvirkan hraðastilli, viðvörun fyrir blindsvæði, árekstrarviðvörun, sjálfvirka neyðarhemlun, akreinaskynjara og fleira. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL, umboðsaðila MG á Íslandi. Drifrás í MG EHS Framsækin driftækni MG EHS Plug-in Hybrid byggir á nýrri driftækni sem byggir á þaulprófaðri 119 kW/162 hestafla 1,5 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 250 Nm togi, og öflugum 90 kW/122 hestafla rafmótor sem vinna saman snurðulaust með allt að 258 sameiginlegum hestöfl og 370 Nm hámarkstog. Hröðun MG EHS úr kyrrstöðu 100 km/klst. er einungis 6,9 sekúndur auk þess sem rafrænt XDS-mismunadrifið tryggir hámarksgrip. Rafmótorinn fær afl sitt frá 16,6 kWh Li-ion rafhlöðu og er unnt að aka bílnum allt að 52 km mengunarlaust á rafmagninu eingöngu. Innbyggt hleðslutæki Í MG EHS Plug-in Hybrid er innbyggt 3,7 kW hleðslutæki sem gerir kleift að fullhlaða rafhlöðuna á aðeins 4,5 klukkustundum á næstu hleðslustöð. Þá er bíllinn ennfremur búinn endurheimtarbúnaði fyrir hemlaorku sem endurnýtir orkuna við hraðaminnkun og hleður henni inn á rafhlöðuna til að auka orkuforða hennar og draga enn frekar úr eldsneytisnotkun bensínvélarinnar. Innra rými í EHS. Tíu þrepa gírkassi Gírkassi MG EHS beinir afli bensínvélarinnar og rafmótorsins til framhjólanna og flyst tog bensínvélarinnar með sex þrepa sjálfskiptingu á meðan afl rafmótorsins fer um fjögurra gíra rafdrifseiningu. Saman myndar tíu þrepa sjálfskiptingin ávallt upp á rétta gírinn og hnökralausa hröðun með tilliti til hagkvæmustu afkasta og orkunotkunar til að tryggja sparneytni við allar aðstæður. Losun MG EHS er því aðeins 43 g/km að meðaltali samkvæmt WLTP. Rúmgóður og tæknilegur bíll MG EHS Plug-in Hybrid, sem hefur 2720 mm hjólhaf, er 4574 mm langur, 1876 mm breiður og 1664 mm hár sem gerir bílinn rýmri en flesta keppinauta í SUV-C flokki á markaðnum. Í hvaða sæti sem er í MG EHS er nægt fóta-, höfuð og axlarými auk þess sem farangursrýmið er 448 lítrar og stækkanlegt í 1375 lítra. Til að hámarka þægindi í umgengni við bílinn er rafknúin opnun og lokun á afturhlera í hvaða hæð sem er. Bíllinn er sérlega vel búinn öryggis- og þægindabúnaði eins og brátt verður hægt að kynna sér á heimasíðu BL. Luxury og Comfort MG EHS verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Luxury og Comfort, með vali á fjórum litum; svörtum, hvítum, rauðum og silfur, og með vali á tveimur litum í farþegarými; svörtu og rauðu. Verð á tengiltvinnbílnum MG EHS hjá BL verður frá 5.190 þúsundum króna og koma fyrstu bílarnir í janúar.
Vistvænir bílar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent