Sport

Dag­skráin í dag: Albert og fé­lagar þurfa sigur í Króatíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmunds og félagar þurfa sigur til að komast í 32-liða úrslit.
Albert Guðmunds og félagar þurfa sigur til að komast í 32-liða úrslit. Diego Souto/Getty Images

Við sýnum fjölda leikja í Evrópudeildinni í knattspyrnu í dag. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar þurfa á sigri að halda gegn Rijeka til að komast áfram í 32-liða úrslit. Þá er golf einnig á dagskrá.

Fyrsti leikur dagsins er lviðureign Rijeka og AZ. Hefst hann klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport2. Að honum loknum er leikur Tottenham Hotspur og Antwerp á dagskrá. Lærisveinar José Mourinho þurfa allavega stig til að tryggja sæti sitt í 32-liða úrslitum.

Stöð 2 Sport 4

Dundalk fær Arsenal í heimsókn klukkan 17.45. Líkur eru á að Rúnar Alex Rúnarsson verði í marki Arsenal.

Klukkan 19.50 er leikur Dinamo Zagreb og Íslendingalið CSKA Moskvu. Íslendingaliðið á ekki möguleika á að komast áfram.

Golfstöðin

Við hefjum leik snemma á Golfstöðinni en klukkan 07.00 hefst útsending frá DP World Tour-meistaramótinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Klukkan 17.30 er Opna bandaríska kvenna á dagskrá.

Dagskrá dagsins í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×