Ísland tekur þátt í verkefni um bætta kosningahætti í Úganda Heimsljós 8. desember 2020 15:29 Götumynd frá Kampala gunnisal Efla á gagnsæi og tryggja aðgengi kjósenda til að bæta kosninahætti í Úganda. Ísland tekur þátt í verkefninu. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í aðdraganda almennra kosninga í Úganda. Verkefnið felur í sér að bæta kosningahætti með því meðal annars að efla gagnsæi og tryggja aðgengi kjósenda, styrkja starf landskjörstjórnar og stuðla að átakalausum og friðsælum kosningum. Kjördagur er 14. janúar og þá verður kosið til forseta, þings og sveitarstjórna. Yoweri Musaveni forseti Úganda er meðal frambjóðenda en hann hefur setið í embættinu frá árinu 1986, lengst allra í heiminum. Forsetaframbjóðendur eru ellefu talsins, þar af ein kona. „Kosningarnar eru auðvitað haldnar í skugga COVID-19 og ástandið er eldfimt,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. „Fjöldasamkomur hafa verið bannaðar og frambjóðendur verið hvattir til að dreifa boðskap sínum eftir öðrum leiðum. Nú þegar hafa tugir manna fallið í mótmælum vegna handtöku eins af mótframbjóðendum forsetans, Roberts Kyagulanyi, öðru nafni Bobi Wine, er hann hélt kosningafund í Jinja nýverið. Hann hefur endurtekið verið handtekinn, meðal annars fyrir brot á sóttvarnarreglum, en ævinlega verið sleppt fljótlega aftur. Aðrir mótframbjóðendur forsetans hafa fallið í skuggann af honum. Að beiðni ríkisstjórnar Úganda veita Sameinuðu þjóðirnar stuðning við landskjörstjórn og UNDP er í forsvari fyrir það verkefni. Ísland styður það verkefni með 200 þúsunda Bandaríkjadala framlagi og sendiráðinu í Kampala hefur verið falin undirritun samnings og jafnframt að fylgjast með framgangi verkefnisins. Útsendir starfsmenn sendiráðsins hafa jafnframt gefið kost á sér að taka þátt í eftirliti með kosningunum. Að sögn Þórdísar er stuðningur við verkefnið í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands um að styðja við mannréttindi, lýðræði og jafnrétti í samstarfslöndum Íslands og stuðla að friði. „Afar mikilvægt er að stuðla að friði í Úganda, sem gegnir veigamiklu friðarhlutverki í Austur-Afríku og hýsir auk þess 1,4 milljónir flóttamanna frá nágrannaríkjum. Óeirðir geta brotist út með skömmum fyrirvara með tilheyrandi hættu á að öryggi íbúa verði stefnt í voða og að sá árangur sem þegar hefur náðst við að bæta kjör almennings verði fyrir skaða,“ segir hún. Allar norrænu þjóðirnar sem reka sendiráð í Kampala, auk fjölmargra annarra, styðja verkefni Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í aðdraganda almennra kosninga í Úganda. Verkefnið felur í sér að bæta kosningahætti með því meðal annars að efla gagnsæi og tryggja aðgengi kjósenda, styrkja starf landskjörstjórnar og stuðla að átakalausum og friðsælum kosningum. Kjördagur er 14. janúar og þá verður kosið til forseta, þings og sveitarstjórna. Yoweri Musaveni forseti Úganda er meðal frambjóðenda en hann hefur setið í embættinu frá árinu 1986, lengst allra í heiminum. Forsetaframbjóðendur eru ellefu talsins, þar af ein kona. „Kosningarnar eru auðvitað haldnar í skugga COVID-19 og ástandið er eldfimt,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. „Fjöldasamkomur hafa verið bannaðar og frambjóðendur verið hvattir til að dreifa boðskap sínum eftir öðrum leiðum. Nú þegar hafa tugir manna fallið í mótmælum vegna handtöku eins af mótframbjóðendum forsetans, Roberts Kyagulanyi, öðru nafni Bobi Wine, er hann hélt kosningafund í Jinja nýverið. Hann hefur endurtekið verið handtekinn, meðal annars fyrir brot á sóttvarnarreglum, en ævinlega verið sleppt fljótlega aftur. Aðrir mótframbjóðendur forsetans hafa fallið í skuggann af honum. Að beiðni ríkisstjórnar Úganda veita Sameinuðu þjóðirnar stuðning við landskjörstjórn og UNDP er í forsvari fyrir það verkefni. Ísland styður það verkefni með 200 þúsunda Bandaríkjadala framlagi og sendiráðinu í Kampala hefur verið falin undirritun samnings og jafnframt að fylgjast með framgangi verkefnisins. Útsendir starfsmenn sendiráðsins hafa jafnframt gefið kost á sér að taka þátt í eftirliti með kosningunum. Að sögn Þórdísar er stuðningur við verkefnið í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands um að styðja við mannréttindi, lýðræði og jafnrétti í samstarfslöndum Íslands og stuðla að friði. „Afar mikilvægt er að stuðla að friði í Úganda, sem gegnir veigamiklu friðarhlutverki í Austur-Afríku og hýsir auk þess 1,4 milljónir flóttamanna frá nágrannaríkjum. Óeirðir geta brotist út með skömmum fyrirvara með tilheyrandi hættu á að öryggi íbúa verði stefnt í voða og að sá árangur sem þegar hefur náðst við að bæta kjör almennings verði fyrir skaða,“ segir hún. Allar norrænu þjóðirnar sem reka sendiráð í Kampala, auk fjölmargra annarra, styðja verkefni Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent