Rósa vill unaðsbyltingu:„Sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. desember 2020 21:11 Fullnægingarráðgjafinn Rósa María Óskarsdóttir talar opinskátt um unaðsbyltingu, rétt fólk til kynfrelsis og sjálfsfróunar námskeið sem kallast Bodysex. Hér er hún ásamt Betty Dodson sem Rósa segir hafa verið brautryðjanda í kynheilbrigði kvenna. Aðsend mynd Rósa María Óskarsdóttir er 37 ára íslensk kona sem starfar sem Bodysex leiðbeinandi og fullnægingarráðgjafi. Ásamt því stundar hún fjarnám í líkamsmiðaðri kynfræðslu í skólanum Institude for the Study of Somatic Sex Education í Kanada. Rósa segist vilja kalla fram unaðsbyltingu meðal fólks, fræða það um rétt sinn til kynfrelsis og hjálpa því að sjá að unaður sé heilsubætandi. Frá unga aldri segist Rósa hafa fundið fyrir því að sjálfsást og kynverund væri hennar ástríða þó svo að hún hafi þá ekki endilega haft þroska í að vita í raun hvað kynverund væri. „Ég var ung að aldri þegar ég áttaði mig á því að sjálfsást og kynverundin væri ástríða mín. Ég er ein af þeim lánsömu sem var ekki skömmuð fyrir að snerta á mér kynfærið og hef fengið að kalla píkuna mína því sem hún heitir. Núna veit ég líka að sjálfsfróun er ein máttugasta leiðin til þess að komast nær sjálfum sér og aðferð til þess að róa taugakerfið og auka gleðihormónin.“ Rósa segir börn yfirleitt mjög forvitin um kynfæri sín og líkama en alltof algengt sé að ákveðinni þöggun og skömm sé varpað á áhuga þeirra á sjálfu sér. Skömmin getur verið skaðleg, hún getur fylgt fólki út alla ævina þegar kemur að upplifun þeirra af kynfærum sínum. Það er svo mikilvægt að við leyfum börnum okkar að vera forvitin um sinn líkama og skömmum þau ekki fyrir það sem er svo náttúrulegt. Á unglingsárum sínum fór Rósa á bókasöfn og bókabúðir og skoðaði allt sem hún komst yfir varðandi efni um kynverundina. Hún segir mjög lítið hafa verið í boði varðandi þessi málefni og kynfræðsla hafi verið lítil sem engin á þeim tíma. Rósa hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur kynverund og -vitund. Hún hefur ferðast vítt og breitt um heiminn til að afla sér upplýsinga og bæta við sig þekkingu varðandi þessi málefni. Aðsend mynd „Ég byrjaði því að sækjast í alls konar fræðsluefni utan Íslands og var svo heppin að kynnast frumkvöðli okkar í kynheilbrigði á Íslandi henni Jónu Ingibjörgu kynfræðingi sem bauð mér í stjórn Kynfræðafélags Íslands árið 2009. Ég var þá í þjóðfræði og kynjafræði í Háskóla Íslands en hætti síðar í náminu.“ Ástæðan fyrir því að ég hætti í náminu var sú að ég fann að í kynjafræðinni var ekkert rými fyrir kynferðislegri ánægju kvenna og sex-positive femínisma. Andleg málefni og réttindabarátta hafa alla tíð átt huga Rósu og hefur hún ferðast mikið um heiminn til að afla sér þekkingar, reynslu og upplýsinga. „Fyrir tíu árum síðan flakkaði ég um á puttanum í tvö ár um Evrópu og Indland. Ég öðlaðist meðal annars kennararéttindi í Hatha jóga og kynntist allskonar grasrótarhreyfingum sem varða anarkisma, femínisma, kynheilbrigði og róttæka kynfræðslu.“ Sjálfsástarferð um fjallgarða Alpanna „Ég hef alltaf verið mikil kynvera en á þessum tíma var ég mikið búin að vera að fræðast um ofbeldi og vinna í málefnum tengdum ofbeldi. Ég fann að það hafði áhrif á kynverund mína. Ég var búin að uppgötva og finna Dr. Betty Dodson kynfræðing, sem er þekktust fyrir sjálfsfróunarnámskeiðin sín Bodysex og kölluð “The Mother of Masturbation”. Þessi mynd af Betty Dodson er tekin í janúar 2020. Hún hefur verið talin einn mesti frumkvöðull þegar kemur að kynverund og kynfrelsi kvenna og oft kölluð guðmóðir sjálfsfróunarinnar. Betty lést síðastliðinn október þá 91 árs gömul. Getty Rósa tók þá ákvörðun að fara í nokkurra vikna ferðalag um fjallgarðana í Ölpunum. Það er óhætt að segja að ferðalagið hafi verið frábrugðið þessum hefðbundnu gönguferðalögum. „Ég pakkaði niður í bakpokann minn bókinni hennar Betty Dodson, Sex for One - The Joy of Selfloving, og lagði af stað í Alpana. Ég hafði áður gengið þvert yfir Ítalíu og Frakkland og vissi því hversu máttugar slíkar göngur geta verið.” Tilgangur ferðarinnar var að ganga í náttúrunni og að stunda sjálfsfróun. Ég svaf í tjaldinu mínu, átti ekki síma eða myndavél þannig að áreitið var lítið. Þetta var sannkölluð sjálfsástarferð. Ég trúi því að mikilvægasta kynlífssamband sem við eigum sé með okkur sjálfum og það sé líka grundvöllurinn að því hversu djúpt við tengjumst öðrum í nánum samböndum. Kynnist Betty Dodson „móður sjálfsfróunarinnar” Eftir gönguna hafði Rósa samband við Betty Dodson og Carlin Ross samstarfskonu hennar en um ári síðar var hún komin í íbúð hennar í New York á sitt fyrsta Bodysex námskeið. „Námskeiðin Bodysex byrjuðu á sjöunda áratugnum í New York og eru sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Þær koma saman naktar í systralagi, losa sig við neikvæða líkamsímynd og gefa sér heimild til að blómstra kynferðislega með sjálfri sér. Andrúmsloftið í íbúð Betty var einstakt enda mörg þúsundir einstaklinga víða um heiminn búnir að fá fullnægingar þar í tugi ára.” Þessi helgi á námskeiði Betty hafði djúpstæð áhrif á Rósu og segir hún velsældarferðalag hennar hafa byrjað fyrir alvöru á þessum tíma. „Ég fann fyrir mér í öllu þessu örugga rými tíu kvenna og upplifði alsælu. Ég hafði áður fengið magnaðar fullnægingar með sjálfri mér og öðrum en þarna fann ég að velsældar ferðalagið mitt jókst til muna með dýpri kynferðislegri sjálfsskoðun og systralagi eins og það gerist best.” Mynd frá sjálfsfróunarnámskeiði Betty Dodson sem kallast BodySex. Myndin er tekin í íbúð Betty í New York. Aðsend mynd Upplifa unað án dóma og væntinga Sjálf öðlaðist Rósa réttindi sem leiðbeinandi í Bodysex og segir hún sinn helsta fókus í dag vera að aðstoða þær sem skilgreina sig sem konu að upplifa aukinn unað, sjálfsást og líkamsvirðingu. Ég verð að eilífu þakklát fyrir Betty, visku hennar, kjark og sannindum. Betty lést 31. október síðastliðinn þá orðin 91 árs gömul og hún var enn að fá fullnægingar. „Hún ruddi brautina í kynheilbrigði kvenna og helgaði öllu sínu lífi í að frelsa konur kynferðislega með því að einblína á sjálfsást, sjálfsfróun með áherslu á snípinn. Reynsla og þekking Bettyar er einstök í heiminum því hún lærði með því að framkvæma sjálf og nýtti allan líkamann sinn í að öðlast kynferðislega þekkingu og að horfa á annað fólk njóta kynlífs með sjálfum sér eða öðrum. Þess vegna er hún líka ein fremsta erótíska listakonan í heiminum því hún hefur einstakt auga þegar það kemur að kynlífi.“ Rósa hefur sjálf náð að halda eitt Bodysex námskeið á Íslandi en Covid-faraldurinn hefur eðlilega sett strik í reikninginn á þessu ári. Íslenskar konur hafa haft samband við mig til þess að fá að fara á Bodysex námskeið og ég hlakka mikið til að geta byrjað aftur og vera í Bodysex hringnum með þeim þegar að staðan á Íslandi er breytt. Bodysex námskeiðin standa yfir í eina helgi og eru ætluð þeim sem skilgreina sig sem konur og eru með vulvu, segir Rósa. Hún segir námskeiðin geta verið mikla berskjöldun og því ávinninginn vera mikinn. „Við erum naktar allan tímann en það er ekkert kynferðislegt. Við sitjum saman í hring og hver og ein deilir hvernig henni líður með líkamann sinn og hvernig henni líður með fullnægingu sína. Svo er það Genital Show & Tell sem þýðir að hver og ein sýnir á sér vulvuna og skoðar hana í spegli þannig að hún þekki alla hluta hennar. Ég fer einnig yfir líffærafræði píkunnar.“ Mörgum konum hefur verið kennt að píkan sín sé ófríð, illa lyktandi og voru jafnvel skammaðar fyrir að snerta píkuna sína. Þarna byrjar skömmin sem kemur frá uppalendum og samfélaginu. Þetta er oftast mest valdeflandi stundin á námskeiðinu því þarna taka konur stjórn á píkunni sinni, sjá fegurðina og fjölbreytileikann. „Ég kenni konunum svo aðferð sem heitir Betty's Rock n- Roll Orgasm Technique. Þarna sameinast þekkingin á píkunni, öndun, hreyfing, hljóð og að æfa grindarbotnsvöðvana sem eykur unað okkar. Svo er það Erotic Recess þar sem við njótum saman og upplifum okkar eigin unað.“ Rósa segir námskeiðið sjálft ekki snúast um það að fá fullnægingu, þær séu þó allar velkomnar. „Við erum komnar saman til þess að að fagna líkama okkar og upplifa unað án dóma og væntinga. Það er sönn ánægja að sleppa tökunum, hlæja, tjá sig og spyrja spurninga sem þú hefur aldrei þorað að spyrja í hring kvenna.“ Hér er Rósa með The Magic Wand og Betty’s Barbell grindarbotnsvöðvalóðið sem notað er á Bodysex námskeiðunum. Aðsend mynd Unaður heilsubætandi Finnur þú fyrir forvitni eða áhuga íslenskra kvenna á þessu námskeiði? „Já, ég finn fyrir forvitni og hún jókst mikið eftir að kennararnir mínir Betty og Carlin birtust í þættinum hennar Gwyneth Paltrow, The Goop Lab - The Pleasure is Ours á Netflix. Betty er brautryðjandi og vel þekkt, en eftir svona vinsælan þátt þá fóru konur um allan heim að hafa samband. Miðað við eftirspurnina sem ég hef fengið þá gæti ég fyllt nokkur námskeið og það sem gleður mig er að konurnar eru á dreifðum aldri.“ Rósa segir Bodysex námskeiðin fagna fjölbreytileikanum og sem dæmi hafi hún verið á námskeiði með konum frá 20 ára aldri til 89 ára. „Við verðum vitni að því að við erum allar eðlilegar, fullkomnar og fallegar og þurfum ekki að afsaka okkur né laga.“ Hefur þú fundið fyrir fordómum? „Ef það væru ekki fordómar þá væri fólk ekki að skammast sín fyrir kynferðislegar langanir sínar og gjörðir.“ Það þarf að fræða fólk um rétt sinn til kynfrelsis og að unaður sé heilsubætandi. Núna finnst mér fólk vera meira tilbúið í að tala um kynferðislegan unað og fólk vill aukna kynfræðslu. Persónulega hef ég fundið fyrir miklum stuðningi og áhuga frá fólki í kringum mig, foreldrar mínir hafa líka alltaf stutt mig í að vera ég sjálf og leyft mér að vaxa í ástríðu minni. „Betty kennarinn minn sagði að „sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“, ef við erum búin að samþykkja að hugleiðsla sé af hinu góða fyrir alla þá getum við samþykkt að sjálfsfróun sé það líka, án fordóma, skömm og ótta. Minn vilji er því að kalla fram unaðsbyltingu.“ Þú ert einnig að læra Somatic Sex Education, hvernig lýsir það sér? „Somatic Sex Education má þýða sem líkamsmiðuð kynfræðsla á íslensku. Þar er ég að læra aðferðir til að aðstoða fólk í að rækta líkamsvitund og skynjun innan líkamans til dæmis með hreyfingum, öndun, hljóðum, hlustun, fantasíum og snertingu. Með þessum aðferðum aukum við hæfileikann í að finna fyrir okkur, að vita betur hvað við viljum og viljum ekki kynferðislega, og þar með öðlumst við dýpri unað og ástarlíf. Í náminu er ég líka vel upplýst um áföll og áhrif þeirra á líkamann, en ég er ekki áfallasérfræðingur.“ Ein af þeim myndum sem munu birtast á listasýningunni AFSAKIÐ MIG. Myndirnar eru sjálfsmyndir af andlitum kvenna rétt eftir að þær fá fullnægingu. Myndin er af Rósu. Aðsend mynd Sýnir myndir af andlitum kvenna eftir fullnægingu í Ásmundarsal Það er mikið um að vera hjá Rósu þessa dagana þó svo að hún geti ekki haldið námskeið sín vegna faraldursins. Hún vinnur nú hörðum höndum að heimasíðu sinni þar sem hún mun skrifa pistla og bjóða upp á vefverslun þar sem hennar uppáhalds unaðsvörur og bækur verða til sölu. Auk þessa er hún, ásamt femíniska listahópnum AFSAKIÐ, að undirbúa listasýningu í Ásmundarsal sem mun opna í janúar. „Á sýningunni sem kallast Afsakið mig mun ég sýna sjálfsmyndir af andlitum kvenna eftir að þær eru búnar að fá fullnægingu. Á ensku kallast það orgasmic afterglow, sem er ljóminn og sælan sem birtist í andliti okkar eftir unað og fullnægingu. Þetta er líkamlegt og andlegt ástand þegar gleðihormónin ferðast um líkamann.“ Sumar jafnvel fella tár og hlægja því þetta er töfrandi hæfileiki sem við höfum og því ber að umfaðma. Ég er enn að safna myndum og allir sem skilgreina sig sem konu eru velkomin að senda inn andlitsmynd af sér og fagna ljómanum sínum. Það sem heimasíða Rósu er ekki tilbúin þá tekur hún á móti fyrirspurnum bæði í gegnum Bodysex síðuna á Facebook og Instagram síðunnar Orgasmic selflove. Ástin og lífið Kynlíf Tengdar fréttir Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur „Ég elska alla“ söng Shady Owens söngkona Hljóma svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum. Í hefðbundnum sambandsformum og því sambandformi sem við þekkjum best í vestrænum heimi, þá eru tveir aðilar í ástarsambandi, tveir í hjónabandi. 25. nóvember 2020 22:18 Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. 15. október 2020 13:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Rósa segist vilja kalla fram unaðsbyltingu meðal fólks, fræða það um rétt sinn til kynfrelsis og hjálpa því að sjá að unaður sé heilsubætandi. Frá unga aldri segist Rósa hafa fundið fyrir því að sjálfsást og kynverund væri hennar ástríða þó svo að hún hafi þá ekki endilega haft þroska í að vita í raun hvað kynverund væri. „Ég var ung að aldri þegar ég áttaði mig á því að sjálfsást og kynverundin væri ástríða mín. Ég er ein af þeim lánsömu sem var ekki skömmuð fyrir að snerta á mér kynfærið og hef fengið að kalla píkuna mína því sem hún heitir. Núna veit ég líka að sjálfsfróun er ein máttugasta leiðin til þess að komast nær sjálfum sér og aðferð til þess að róa taugakerfið og auka gleðihormónin.“ Rósa segir börn yfirleitt mjög forvitin um kynfæri sín og líkama en alltof algengt sé að ákveðinni þöggun og skömm sé varpað á áhuga þeirra á sjálfu sér. Skömmin getur verið skaðleg, hún getur fylgt fólki út alla ævina þegar kemur að upplifun þeirra af kynfærum sínum. Það er svo mikilvægt að við leyfum börnum okkar að vera forvitin um sinn líkama og skömmum þau ekki fyrir það sem er svo náttúrulegt. Á unglingsárum sínum fór Rósa á bókasöfn og bókabúðir og skoðaði allt sem hún komst yfir varðandi efni um kynverundina. Hún segir mjög lítið hafa verið í boði varðandi þessi málefni og kynfræðsla hafi verið lítil sem engin á þeim tíma. Rósa hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur kynverund og -vitund. Hún hefur ferðast vítt og breitt um heiminn til að afla sér upplýsinga og bæta við sig þekkingu varðandi þessi málefni. Aðsend mynd „Ég byrjaði því að sækjast í alls konar fræðsluefni utan Íslands og var svo heppin að kynnast frumkvöðli okkar í kynheilbrigði á Íslandi henni Jónu Ingibjörgu kynfræðingi sem bauð mér í stjórn Kynfræðafélags Íslands árið 2009. Ég var þá í þjóðfræði og kynjafræði í Háskóla Íslands en hætti síðar í náminu.“ Ástæðan fyrir því að ég hætti í náminu var sú að ég fann að í kynjafræðinni var ekkert rými fyrir kynferðislegri ánægju kvenna og sex-positive femínisma. Andleg málefni og réttindabarátta hafa alla tíð átt huga Rósu og hefur hún ferðast mikið um heiminn til að afla sér þekkingar, reynslu og upplýsinga. „Fyrir tíu árum síðan flakkaði ég um á puttanum í tvö ár um Evrópu og Indland. Ég öðlaðist meðal annars kennararéttindi í Hatha jóga og kynntist allskonar grasrótarhreyfingum sem varða anarkisma, femínisma, kynheilbrigði og róttæka kynfræðslu.“ Sjálfsástarferð um fjallgarða Alpanna „Ég hef alltaf verið mikil kynvera en á þessum tíma var ég mikið búin að vera að fræðast um ofbeldi og vinna í málefnum tengdum ofbeldi. Ég fann að það hafði áhrif á kynverund mína. Ég var búin að uppgötva og finna Dr. Betty Dodson kynfræðing, sem er þekktust fyrir sjálfsfróunarnámskeiðin sín Bodysex og kölluð “The Mother of Masturbation”. Þessi mynd af Betty Dodson er tekin í janúar 2020. Hún hefur verið talin einn mesti frumkvöðull þegar kemur að kynverund og kynfrelsi kvenna og oft kölluð guðmóðir sjálfsfróunarinnar. Betty lést síðastliðinn október þá 91 árs gömul. Getty Rósa tók þá ákvörðun að fara í nokkurra vikna ferðalag um fjallgarðana í Ölpunum. Það er óhætt að segja að ferðalagið hafi verið frábrugðið þessum hefðbundnu gönguferðalögum. „Ég pakkaði niður í bakpokann minn bókinni hennar Betty Dodson, Sex for One - The Joy of Selfloving, og lagði af stað í Alpana. Ég hafði áður gengið þvert yfir Ítalíu og Frakkland og vissi því hversu máttugar slíkar göngur geta verið.” Tilgangur ferðarinnar var að ganga í náttúrunni og að stunda sjálfsfróun. Ég svaf í tjaldinu mínu, átti ekki síma eða myndavél þannig að áreitið var lítið. Þetta var sannkölluð sjálfsástarferð. Ég trúi því að mikilvægasta kynlífssamband sem við eigum sé með okkur sjálfum og það sé líka grundvöllurinn að því hversu djúpt við tengjumst öðrum í nánum samböndum. Kynnist Betty Dodson „móður sjálfsfróunarinnar” Eftir gönguna hafði Rósa samband við Betty Dodson og Carlin Ross samstarfskonu hennar en um ári síðar var hún komin í íbúð hennar í New York á sitt fyrsta Bodysex námskeið. „Námskeiðin Bodysex byrjuðu á sjöunda áratugnum í New York og eru sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Þær koma saman naktar í systralagi, losa sig við neikvæða líkamsímynd og gefa sér heimild til að blómstra kynferðislega með sjálfri sér. Andrúmsloftið í íbúð Betty var einstakt enda mörg þúsundir einstaklinga víða um heiminn búnir að fá fullnægingar þar í tugi ára.” Þessi helgi á námskeiði Betty hafði djúpstæð áhrif á Rósu og segir hún velsældarferðalag hennar hafa byrjað fyrir alvöru á þessum tíma. „Ég fann fyrir mér í öllu þessu örugga rými tíu kvenna og upplifði alsælu. Ég hafði áður fengið magnaðar fullnægingar með sjálfri mér og öðrum en þarna fann ég að velsældar ferðalagið mitt jókst til muna með dýpri kynferðislegri sjálfsskoðun og systralagi eins og það gerist best.” Mynd frá sjálfsfróunarnámskeiði Betty Dodson sem kallast BodySex. Myndin er tekin í íbúð Betty í New York. Aðsend mynd Upplifa unað án dóma og væntinga Sjálf öðlaðist Rósa réttindi sem leiðbeinandi í Bodysex og segir hún sinn helsta fókus í dag vera að aðstoða þær sem skilgreina sig sem konu að upplifa aukinn unað, sjálfsást og líkamsvirðingu. Ég verð að eilífu þakklát fyrir Betty, visku hennar, kjark og sannindum. Betty lést 31. október síðastliðinn þá orðin 91 árs gömul og hún var enn að fá fullnægingar. „Hún ruddi brautina í kynheilbrigði kvenna og helgaði öllu sínu lífi í að frelsa konur kynferðislega með því að einblína á sjálfsást, sjálfsfróun með áherslu á snípinn. Reynsla og þekking Bettyar er einstök í heiminum því hún lærði með því að framkvæma sjálf og nýtti allan líkamann sinn í að öðlast kynferðislega þekkingu og að horfa á annað fólk njóta kynlífs með sjálfum sér eða öðrum. Þess vegna er hún líka ein fremsta erótíska listakonan í heiminum því hún hefur einstakt auga þegar það kemur að kynlífi.“ Rósa hefur sjálf náð að halda eitt Bodysex námskeið á Íslandi en Covid-faraldurinn hefur eðlilega sett strik í reikninginn á þessu ári. Íslenskar konur hafa haft samband við mig til þess að fá að fara á Bodysex námskeið og ég hlakka mikið til að geta byrjað aftur og vera í Bodysex hringnum með þeim þegar að staðan á Íslandi er breytt. Bodysex námskeiðin standa yfir í eina helgi og eru ætluð þeim sem skilgreina sig sem konur og eru með vulvu, segir Rósa. Hún segir námskeiðin geta verið mikla berskjöldun og því ávinninginn vera mikinn. „Við erum naktar allan tímann en það er ekkert kynferðislegt. Við sitjum saman í hring og hver og ein deilir hvernig henni líður með líkamann sinn og hvernig henni líður með fullnægingu sína. Svo er það Genital Show & Tell sem þýðir að hver og ein sýnir á sér vulvuna og skoðar hana í spegli þannig að hún þekki alla hluta hennar. Ég fer einnig yfir líffærafræði píkunnar.“ Mörgum konum hefur verið kennt að píkan sín sé ófríð, illa lyktandi og voru jafnvel skammaðar fyrir að snerta píkuna sína. Þarna byrjar skömmin sem kemur frá uppalendum og samfélaginu. Þetta er oftast mest valdeflandi stundin á námskeiðinu því þarna taka konur stjórn á píkunni sinni, sjá fegurðina og fjölbreytileikann. „Ég kenni konunum svo aðferð sem heitir Betty's Rock n- Roll Orgasm Technique. Þarna sameinast þekkingin á píkunni, öndun, hreyfing, hljóð og að æfa grindarbotnsvöðvana sem eykur unað okkar. Svo er það Erotic Recess þar sem við njótum saman og upplifum okkar eigin unað.“ Rósa segir námskeiðið sjálft ekki snúast um það að fá fullnægingu, þær séu þó allar velkomnar. „Við erum komnar saman til þess að að fagna líkama okkar og upplifa unað án dóma og væntinga. Það er sönn ánægja að sleppa tökunum, hlæja, tjá sig og spyrja spurninga sem þú hefur aldrei þorað að spyrja í hring kvenna.“ Hér er Rósa með The Magic Wand og Betty’s Barbell grindarbotnsvöðvalóðið sem notað er á Bodysex námskeiðunum. Aðsend mynd Unaður heilsubætandi Finnur þú fyrir forvitni eða áhuga íslenskra kvenna á þessu námskeiði? „Já, ég finn fyrir forvitni og hún jókst mikið eftir að kennararnir mínir Betty og Carlin birtust í þættinum hennar Gwyneth Paltrow, The Goop Lab - The Pleasure is Ours á Netflix. Betty er brautryðjandi og vel þekkt, en eftir svona vinsælan þátt þá fóru konur um allan heim að hafa samband. Miðað við eftirspurnina sem ég hef fengið þá gæti ég fyllt nokkur námskeið og það sem gleður mig er að konurnar eru á dreifðum aldri.“ Rósa segir Bodysex námskeiðin fagna fjölbreytileikanum og sem dæmi hafi hún verið á námskeiði með konum frá 20 ára aldri til 89 ára. „Við verðum vitni að því að við erum allar eðlilegar, fullkomnar og fallegar og þurfum ekki að afsaka okkur né laga.“ Hefur þú fundið fyrir fordómum? „Ef það væru ekki fordómar þá væri fólk ekki að skammast sín fyrir kynferðislegar langanir sínar og gjörðir.“ Það þarf að fræða fólk um rétt sinn til kynfrelsis og að unaður sé heilsubætandi. Núna finnst mér fólk vera meira tilbúið í að tala um kynferðislegan unað og fólk vill aukna kynfræðslu. Persónulega hef ég fundið fyrir miklum stuðningi og áhuga frá fólki í kringum mig, foreldrar mínir hafa líka alltaf stutt mig í að vera ég sjálf og leyft mér að vaxa í ástríðu minni. „Betty kennarinn minn sagði að „sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“, ef við erum búin að samþykkja að hugleiðsla sé af hinu góða fyrir alla þá getum við samþykkt að sjálfsfróun sé það líka, án fordóma, skömm og ótta. Minn vilji er því að kalla fram unaðsbyltingu.“ Þú ert einnig að læra Somatic Sex Education, hvernig lýsir það sér? „Somatic Sex Education má þýða sem líkamsmiðuð kynfræðsla á íslensku. Þar er ég að læra aðferðir til að aðstoða fólk í að rækta líkamsvitund og skynjun innan líkamans til dæmis með hreyfingum, öndun, hljóðum, hlustun, fantasíum og snertingu. Með þessum aðferðum aukum við hæfileikann í að finna fyrir okkur, að vita betur hvað við viljum og viljum ekki kynferðislega, og þar með öðlumst við dýpri unað og ástarlíf. Í náminu er ég líka vel upplýst um áföll og áhrif þeirra á líkamann, en ég er ekki áfallasérfræðingur.“ Ein af þeim myndum sem munu birtast á listasýningunni AFSAKIÐ MIG. Myndirnar eru sjálfsmyndir af andlitum kvenna rétt eftir að þær fá fullnægingu. Myndin er af Rósu. Aðsend mynd Sýnir myndir af andlitum kvenna eftir fullnægingu í Ásmundarsal Það er mikið um að vera hjá Rósu þessa dagana þó svo að hún geti ekki haldið námskeið sín vegna faraldursins. Hún vinnur nú hörðum höndum að heimasíðu sinni þar sem hún mun skrifa pistla og bjóða upp á vefverslun þar sem hennar uppáhalds unaðsvörur og bækur verða til sölu. Auk þessa er hún, ásamt femíniska listahópnum AFSAKIÐ, að undirbúa listasýningu í Ásmundarsal sem mun opna í janúar. „Á sýningunni sem kallast Afsakið mig mun ég sýna sjálfsmyndir af andlitum kvenna eftir að þær eru búnar að fá fullnægingu. Á ensku kallast það orgasmic afterglow, sem er ljóminn og sælan sem birtist í andliti okkar eftir unað og fullnægingu. Þetta er líkamlegt og andlegt ástand þegar gleðihormónin ferðast um líkamann.“ Sumar jafnvel fella tár og hlægja því þetta er töfrandi hæfileiki sem við höfum og því ber að umfaðma. Ég er enn að safna myndum og allir sem skilgreina sig sem konu eru velkomin að senda inn andlitsmynd af sér og fagna ljómanum sínum. Það sem heimasíða Rósu er ekki tilbúin þá tekur hún á móti fyrirspurnum bæði í gegnum Bodysex síðuna á Facebook og Instagram síðunnar Orgasmic selflove.
Ástin og lífið Kynlíf Tengdar fréttir Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur „Ég elska alla“ söng Shady Owens söngkona Hljóma svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum. Í hefðbundnum sambandsformum og því sambandformi sem við þekkjum best í vestrænum heimi, þá eru tveir aðilar í ástarsambandi, tveir í hjónabandi. 25. nóvember 2020 22:18 Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. 15. október 2020 13:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur „Ég elska alla“ söng Shady Owens söngkona Hljóma svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum. Í hefðbundnum sambandsformum og því sambandformi sem við þekkjum best í vestrænum heimi, þá eru tveir aðilar í ástarsambandi, tveir í hjónabandi. 25. nóvember 2020 22:18
Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08
Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. 15. október 2020 13:00