Lægir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 07:49 Vindaspáin fyrir klukkan 18 í dag. Veðurstofa Íslands Áfram eru veðurviðvaranir í gildi um land allt nema á höfuðborgarsvæðinu vegna norðanstorms. Á Suðausturlandi er appelsínugul viðvörun í gildi en annars staðar á landinu eru viðvaranir gular. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að spáð sé norðanhvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Ekki mun lægja að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, föstudag, en þá herðir frostið á móti og er búist miklu kuldakasti. Spáð er norðanstormi eða roki og öflugum vindhviðum undir Vatnajökli og í Mýrdal til hádegis á morgun. Mjög varasamt ferðaveður er á þeim slóðum og í raun hættulegt að vera á ferðinni að því er segir á viðvörunarvef Veðurstofunnar. Hviður geta farið yfir 45 m/s með mögulegu sand- og grjótfoki. „Búist er við norðan roki úti fyrir Norður- og Austurlandi. Stórstreymt er um þessar mundir þ.a. há ölduhæð og áhlaðandi getur valdið miklum ágangi sjávar við ströndina,“ segir í athugasemd veðurfræðings. Á Suðurlandi geta hviður farið yfir 40 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Þá er varað við hviðum að 40 m/s við Faxaflóa. Á Austfjörðum geta hviður farið yfir 35 m/s. Veðurhorfur á landinu: Norðan 18-25 m/s, en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma eða él og skafrenningur N- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Fer að draga úr vindi NV-til seint í kvöld. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst. Lægir á morgun, styttir upp og herðir frost. Norðlæg átt 3-13 m/s annað kvöld, hvassast A-til. Stöku él fyrir austan en þurrt og víða bjart annars staðar. Frost 2 til 12 stig, mildast við SA-ströndina. Á föstudag: Norðan 13-20 m/s, en hvassara í fyrstu SA-lands. Él á Norður- og Austurlandi, en annars víða bjartviðri. Lægir og styttir upp seinnipartinn, fyrst N-lands. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Á laugardag: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en líkur á stöku éljum við SV-ströndina. Frost víða 4 til 18 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðaustan 3-10, hvassast við S-ströndina. Dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti. Á mánudag og þriðjudag: Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif. Frost 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að spáð sé norðanhvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Ekki mun lægja að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, föstudag, en þá herðir frostið á móti og er búist miklu kuldakasti. Spáð er norðanstormi eða roki og öflugum vindhviðum undir Vatnajökli og í Mýrdal til hádegis á morgun. Mjög varasamt ferðaveður er á þeim slóðum og í raun hættulegt að vera á ferðinni að því er segir á viðvörunarvef Veðurstofunnar. Hviður geta farið yfir 45 m/s með mögulegu sand- og grjótfoki. „Búist er við norðan roki úti fyrir Norður- og Austurlandi. Stórstreymt er um þessar mundir þ.a. há ölduhæð og áhlaðandi getur valdið miklum ágangi sjávar við ströndina,“ segir í athugasemd veðurfræðings. Á Suðurlandi geta hviður farið yfir 40 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Þá er varað við hviðum að 40 m/s við Faxaflóa. Á Austfjörðum geta hviður farið yfir 35 m/s. Veðurhorfur á landinu: Norðan 18-25 m/s, en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma eða él og skafrenningur N- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Fer að draga úr vindi NV-til seint í kvöld. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst. Lægir á morgun, styttir upp og herðir frost. Norðlæg átt 3-13 m/s annað kvöld, hvassast A-til. Stöku él fyrir austan en þurrt og víða bjart annars staðar. Frost 2 til 12 stig, mildast við SA-ströndina. Á föstudag: Norðan 13-20 m/s, en hvassara í fyrstu SA-lands. Él á Norður- og Austurlandi, en annars víða bjartviðri. Lægir og styttir upp seinnipartinn, fyrst N-lands. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Á laugardag: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en líkur á stöku éljum við SV-ströndina. Frost víða 4 til 18 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðaustan 3-10, hvassast við S-ströndina. Dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti. Á mánudag og þriðjudag: Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif. Frost 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira