Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 13:01 Fuller vakti athygli á Spilaðu Eins og Stelpa (e. Play Like A Girl) samtökunum í leiknum. Þau hvetja stelpur til að vera í þróttum. USA Today Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu. Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum. Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta. Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020 Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5. Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki. "I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."Sarah Fuller inspiring the next generation (via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Sports Illustrated greindi frá. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu. Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum. Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta. Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020 Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5. Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki. "I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."Sarah Fuller inspiring the next generation (via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Sports Illustrated greindi frá.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira