„Svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Björgvin Franz hefur verið vinsæll leikari í mörg ár hér á landi. Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur slegið í gegn í senunni undanfarin ár en í sumar missti hann föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, leikara, leikstjóra og handritshöfund en Gísli var sannkölluð þjóðareign. Gísli Rúnar Jónsson var tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn. Björgvin ræddi um missinn í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en Gísli svipti sig lífi í sumar eftir baráttu við þunglyndi í mörg ár. „Þetta er algjör viðbjóður að fara í gegnum þetta en við fjölskyldan sáum mjög margt gott, við höfum sjaldan verið eins náin,“ segir Björgvin og heldur áfram. Veggurinn þarf að vera sterkur fyrir flóðbylgjuna „Við erum búin að vinna að svo mörgum fallegum verkefnum fyrir pabba og saman. Allir í fjölskyldunni upplifðu þetta á sinn hátt en svo ég tali fyrir mig þá fór ég að hugsa að ég er nú sjálfur á nokkuð góðum stað. Ég held að þegar flóðbylgjan skellur á, snýst þetta um hversu sterkur veggurinn er og hversu vel getur hann haldið. Hjá mér var veggurinn mjög sterkur. Ég óska engum þessa reynslu en ég einhvern veginn er búinn að ná að sjá það jákvæða út úr þessu,“ segir Björgvin. Hann segir að það hafi verið mjög áreynslulaust fyrir alla í fjölskyldunni að hugsa jákvætt til Gísla Rúnars og minnast hans á fallega hátt. Hann segist hafa sankað að sér öllum þeim vínylplötum sem faðir hans gaf út. Hann sendi honum reglulega sms til þess að hæla honum fyrir lífsstarfið hans. „Allar þessar fallegu og jákvæðu minningar streyma fram og verða algjörlega ofan á. Ég er líka rosalega þakklátur fyrir það að ég og pabbi áttum ekkert eftir óuppgert. Rétt áður en pabbi dó þá sagði ég við konuna, við verðum að bjóða pabba út að borða, þetta gengur ekki við erum ekki búin að hitta svo lengi. Við fórum saman í Kringluna, en hann var orðinn svolítið veikur undir lokin af þunglyndi og kvíða og var í raun ofsalega þjáður maður. En það var svo fallegt, þessi síðasta minning þá var hann farinn að gera hluti sem maður hafði ekki séð hann gera lengi. Hann var farinn að grínast og tímasetningarnar voru fullkomnar, hann var meistari í því og það tala allir um það.“ Björgvin segir að eftir hádegismatinn hafi þau farið í H&M að skoða buxur. „Bara eitthvað svona algjörlega hversdagslegt dæmi og svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur, ekki fyrr en hann dó. Ég hitti hann ekki aftur lifandi. Þá var ég svo óendanlega þakklátur, hann náði að hitta okkur öll. Hann var búin að hitta barnabörnin og það var svona eins og að hann vissi þetta. Það getur enginn sagt hvað nákvæmlega gerðist á þessari stundu þegar hann svipti sig lífi en það var svo magnað að hann ætlaði að hitta okkur öll. Og hann hitti okkur öll sem var svo fallegt.“ Ekkert óuppgert Hann segir að það sé nægilega erfitt að fara í gegnum dauðsfall en ef þeir hefðu átt eitthvað óuppgert þá hefði það verið skelfilegt. „Auðvitað hugsa allir, hefði ég getað gert eitthvað en svarið er, eins og systir mín orðaði svo fallega í öðru viðtali, ég veit ég gat ekki bjargað honum. Þetta er bara lykilsetningin í þessu öllu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vita það. Og líka fyrir alla sem ganga í gegnum þetta, að missa einhvern úr sjálfsvígi, þetta er ekkert smávegis fokking ömurlegt. Það er ömurlegt að hann hafi þurft að deyja en takk fyrir að færa okkur fjölskylduna saman.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Gísli Rúnar Jónsson var tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn. Björgvin ræddi um missinn í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk en Gísli svipti sig lífi í sumar eftir baráttu við þunglyndi í mörg ár. „Þetta er algjör viðbjóður að fara í gegnum þetta en við fjölskyldan sáum mjög margt gott, við höfum sjaldan verið eins náin,“ segir Björgvin og heldur áfram. Veggurinn þarf að vera sterkur fyrir flóðbylgjuna „Við erum búin að vinna að svo mörgum fallegum verkefnum fyrir pabba og saman. Allir í fjölskyldunni upplifðu þetta á sinn hátt en svo ég tali fyrir mig þá fór ég að hugsa að ég er nú sjálfur á nokkuð góðum stað. Ég held að þegar flóðbylgjan skellur á, snýst þetta um hversu sterkur veggurinn er og hversu vel getur hann haldið. Hjá mér var veggurinn mjög sterkur. Ég óska engum þessa reynslu en ég einhvern veginn er búinn að ná að sjá það jákvæða út úr þessu,“ segir Björgvin. Hann segir að það hafi verið mjög áreynslulaust fyrir alla í fjölskyldunni að hugsa jákvætt til Gísla Rúnars og minnast hans á fallega hátt. Hann segist hafa sankað að sér öllum þeim vínylplötum sem faðir hans gaf út. Hann sendi honum reglulega sms til þess að hæla honum fyrir lífsstarfið hans. „Allar þessar fallegu og jákvæðu minningar streyma fram og verða algjörlega ofan á. Ég er líka rosalega þakklátur fyrir það að ég og pabbi áttum ekkert eftir óuppgert. Rétt áður en pabbi dó þá sagði ég við konuna, við verðum að bjóða pabba út að borða, þetta gengur ekki við erum ekki búin að hitta svo lengi. Við fórum saman í Kringluna, en hann var orðinn svolítið veikur undir lokin af þunglyndi og kvíða og var í raun ofsalega þjáður maður. En það var svo fallegt, þessi síðasta minning þá var hann farinn að gera hluti sem maður hafði ekki séð hann gera lengi. Hann var farinn að grínast og tímasetningarnar voru fullkomnar, hann var meistari í því og það tala allir um það.“ Björgvin segir að eftir hádegismatinn hafi þau farið í H&M að skoða buxur. „Bara eitthvað svona algjörlega hversdagslegt dæmi og svo bara kvaddi ég hann og hef aldrei séð hann aftur, ekki fyrr en hann dó. Ég hitti hann ekki aftur lifandi. Þá var ég svo óendanlega þakklátur, hann náði að hitta okkur öll. Hann var búin að hitta barnabörnin og það var svona eins og að hann vissi þetta. Það getur enginn sagt hvað nákvæmlega gerðist á þessari stundu þegar hann svipti sig lífi en það var svo magnað að hann ætlaði að hitta okkur öll. Og hann hitti okkur öll sem var svo fallegt.“ Ekkert óuppgert Hann segir að það sé nægilega erfitt að fara í gegnum dauðsfall en ef þeir hefðu átt eitthvað óuppgert þá hefði það verið skelfilegt. „Auðvitað hugsa allir, hefði ég getað gert eitthvað en svarið er, eins og systir mín orðaði svo fallega í öðru viðtali, ég veit ég gat ekki bjargað honum. Þetta er bara lykilsetningin í þessu öllu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vita það. Og líka fyrir alla sem ganga í gegnum þetta, að missa einhvern úr sjálfsvígi, þetta er ekkert smávegis fokking ömurlegt. Það er ömurlegt að hann hafi þurft að deyja en takk fyrir að færa okkur fjölskylduna saman.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira