Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Anton Ingi Leifsson skrifar 26. nóvember 2020 19:26 Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvívegis úr vítaspyrnu í Slóvakíu í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. Berglind Björg fékk tækifæri í fremstu víglínu íslenska liðsins sem spilaði 4-4-2. Berglind var í fremstu víglínu ásamt Elínu Mettu og Agla María Albertsdóttir fékk tækifæri á vængnum. Annað var eftir bókinni. Byrjunarlið Íslands í dag!Our starting lineup!#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/dEelC0ezXd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 26, 2020 Íslenska liðið var alls ekki líkt sjálfum sér í fyrri hálfleik. Liðið varðist aftarlega en náði lítið að skapa sér gegn Slóvökunum sem voru sterkari á öllum sviðum fótboltans. Meiri ákefð var í heimakonum og þær spiluðu auðveldlega í gegnum fyrstu pressu Íslands. Það var því ekki gegn gangi leikins þegar Slóvakía komst yfir á 25. mínútu. Þá skoraði Mária Mikolajová með skoti fyrir utan teiginn en spurningarmerki verður að setja við Söndru Sigurðardóttir í markinu því skotið var langt frá því að vera fast. Skömmu síðar var Mária aftur hættuleg en sem betur fer fór skotið hennar framhjá. Það var smá líflína í íslenska liðinu undir lok fyrri hálfleiksins en Slóvakía var með eins marks forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja. Rafmagnsleysið tók ekki kraftinn úr stelpunum Það sást á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks að allt annað íslenskt lið væri mætt til leiks. Þær fengu gott færi í upphafi síðari hálfleiks áður en allt fór í baklás; völlurinn varð rafmagnslaus og því þurfti að fresta leiknum um stundarfjórðung. Ísland hélt þó uppteknum hætti eftir að leikurinn fór aftur af stað og markavélin Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin á 61. mínútu eftir flottan samleik Öglu Maríu og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Íslenska liðið var þá byrjað að tengja saman fleiri sendingar og náð að nýta hraða Sveindísar betur sem og að finna miðjumennina tvo í fæturnar. Stórkostleg sókn! 1-1 gegn Slóvakíu! pic.twitter.com/Zi4od07JqW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sex mínútum síðar var dæmd vítaspyrna sem Sara Björk Gunnarsdóttir brenndi af. Markvörðurinn fór þó af línunni áður en Sara sparkaði knettinum og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Sara skoraði úr henni og skoraði svo aftur úr vítaspyrnu á 77. mínútu og gerði út um leikinn. Lokatölur 3-1. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Vantar þrjú stig Mikilvægur sigur íslenska liðsins sem er í harðri baráttu um sæti á EM. Nánar má lesa um stöðuna í riðlinum og annað slíkt í fréttinni hér þar sem útskýrt er fyrirkomulagið hvernig Ísland kemst á EM en Ísland tryggði sér með sigrinum annað sætið í riðlinum. Elín Metta Jensen átti fyrirmyndarleik í fremstu víglínu. Hélt vel í boltann, spilaði honum vel frá sér þegar það átti við og lék vel á andstæðinga Slóvakíu þegar við átti. Sveindís Jane komst betur inn í leikinn þegar leið á sem og miðjumennirnir tveir. Varnarlínan átti fínan leik og Berglind Björg skorar yfirleitt þegar hún spilar. Næsti leikur íslenska liðsins er á þriðjudaginn er liðið spilar í Ungverjalandi. Krafan er einföld; þrjú stig. EM 2021 í Englandi
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. Berglind Björg fékk tækifæri í fremstu víglínu íslenska liðsins sem spilaði 4-4-2. Berglind var í fremstu víglínu ásamt Elínu Mettu og Agla María Albertsdóttir fékk tækifæri á vængnum. Annað var eftir bókinni. Byrjunarlið Íslands í dag!Our starting lineup!#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/dEelC0ezXd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 26, 2020 Íslenska liðið var alls ekki líkt sjálfum sér í fyrri hálfleik. Liðið varðist aftarlega en náði lítið að skapa sér gegn Slóvökunum sem voru sterkari á öllum sviðum fótboltans. Meiri ákefð var í heimakonum og þær spiluðu auðveldlega í gegnum fyrstu pressu Íslands. Það var því ekki gegn gangi leikins þegar Slóvakía komst yfir á 25. mínútu. Þá skoraði Mária Mikolajová með skoti fyrir utan teiginn en spurningarmerki verður að setja við Söndru Sigurðardóttir í markinu því skotið var langt frá því að vera fast. Skömmu síðar var Mária aftur hættuleg en sem betur fer fór skotið hennar framhjá. Það var smá líflína í íslenska liðinu undir lok fyrri hálfleiksins en Slóvakía var með eins marks forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja. Rafmagnsleysið tók ekki kraftinn úr stelpunum Það sást á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks að allt annað íslenskt lið væri mætt til leiks. Þær fengu gott færi í upphafi síðari hálfleiks áður en allt fór í baklás; völlurinn varð rafmagnslaus og því þurfti að fresta leiknum um stundarfjórðung. Ísland hélt þó uppteknum hætti eftir að leikurinn fór aftur af stað og markavélin Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin á 61. mínútu eftir flottan samleik Öglu Maríu og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Íslenska liðið var þá byrjað að tengja saman fleiri sendingar og náð að nýta hraða Sveindísar betur sem og að finna miðjumennina tvo í fæturnar. Stórkostleg sókn! 1-1 gegn Slóvakíu! pic.twitter.com/Zi4od07JqW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sex mínútum síðar var dæmd vítaspyrna sem Sara Björk Gunnarsdóttir brenndi af. Markvörðurinn fór þó af línunni áður en Sara sparkaði knettinum og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Sara skoraði úr henni og skoraði svo aftur úr vítaspyrnu á 77. mínútu og gerði út um leikinn. Lokatölur 3-1. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Vantar þrjú stig Mikilvægur sigur íslenska liðsins sem er í harðri baráttu um sæti á EM. Nánar má lesa um stöðuna í riðlinum og annað slíkt í fréttinni hér þar sem útskýrt er fyrirkomulagið hvernig Ísland kemst á EM en Ísland tryggði sér með sigrinum annað sætið í riðlinum. Elín Metta Jensen átti fyrirmyndarleik í fremstu víglínu. Hélt vel í boltann, spilaði honum vel frá sér þegar það átti við og lék vel á andstæðinga Slóvakíu þegar við átti. Sveindís Jane komst betur inn í leikinn þegar leið á sem og miðjumennirnir tveir. Varnarlínan átti fínan leik og Berglind Björg skorar yfirleitt þegar hún spilar. Næsti leikur íslenska liðsins er á þriðjudaginn er liðið spilar í Ungverjalandi. Krafan er einföld; þrjú stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti