Bað um sálfræðing fyrir blaðamennina Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2020 14:31 Tobba Marinós tók við starfi sem ritstjóri DV á þessu ári. Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, kom með hvelli inn á sjónarsvið íslenskra fjölmiðla. Hún segir að það hafi verið nauðsynlegt að breyta aðeins til þegar hún tók við sem ritstjóri DV. Meðal annars að banna fólk úr kommentakerfum og fleira í þeim dúr. Tobba er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Það koma stundum vikur sem eru uppfullar af ömurlegum fréttum. Covid fréttir, gróft ofbeldi gegn börnum, kynferðisofbeldi og einhver viðbjóður. Þannig að stundum langar þig bara að skrifa tíu fréttir um Kim Kardashian og maður finnur það líka að létt efni fær meiri lestur núna, af því að fólk þarf stundum bara hvíld á þyngslunum varðandi kommentakerfin þá er það bara þannig að ef ég sé eitt verulega ljótt komment, þá eyði ég því og ég sé umræður sem eru orðnar mjög ljótar, þá bara loka ég fyrir kommentin,“ segir Tobba. „Ef það eru ofbeldismál eða viðkvæm mál þá bara lokum við fyrir komment, en ég er að gera tilraunir með þetta núna. Oft er þetta fallegt og getur verið góður vettvangur fyrir skoðanaskipti, en ég hef enga þolinmæði fyrir skítkasti og ljótum kommentum. Stundum hringir fólk og kvartar yfir því að það hafi verið lokað á það og þegar ég spyr það hvað það hafi skrifað kemur bara í ljós að það var einhver viðbjóður.“ Eðli málsins samkvæmt fylgi þessari tegund af blaðamennsku oft alls kyns hlutir, en hún segist finna það að fólk sé alla jafna jákvætt út í DV. „Fréttastjórinn okkar, Erla Hlyns, hefur oftar en einu sinni unnið mál fyrir mannréttindadómstól Evrópu og hún er mjög vönduð og grjóthörð, þannig að henni fylgir viss gæðastimpill. Og starfsfólkið mitt á DV er ótrúlegt. Ég sit stundum þarna og dáist að þeim. Þau slást oft um hver á að taka erfið símtöl og eru bara ótrúlega vönduð í sínum störfum. Það er ítrekað fólk að hringja í okkur sem ætti að hringja í lögregluna eða lögfræðinga og við erum oft að eiga við fólk í gífurlegri geðshræringu og það er oft bara mjög erfitt. Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem ritstjóri var að biðja um að okkur yrði útvegaður sálfræðingur. Það er oft gengið mikið á blaðamennina, sérstaklega í þessum erfiðustu málum, þar sem fólk hefur mikla þörf fyrir að láta heyra í sér. Það er grátandi fólk í símanum, stundum brún umslög sem koma heim til manns og það kemur meira að segja fyrir að það sé fólk komið heim til blaðamanna út af einhverjum málum,“ segir Tobba, sem segir það koma fyrir að hún taki vinnuna inn á sig. Öskurgrenjaði „Ég hef alveg komið heim til mín eftir erfiðustu dagana og sest á gólfið og öskurgrenjað yfir einhverjum viðbjóði og erfiðum málum. Ég á ekki gott með að ýta hlutum frá mér og gleyma þeim, heldur hef ég tilhneigingu til að fá áráttukenndar hugsanir um hryllinginn. Ég ætlaði á tímabili að sækja um í lögreglunni, en það var einmitt þetta sem ég hefði líklega ekki höndlað við það starf. Eftir að ég eignaðist börn er ég líka enn þá meðvitaðri um hvað lífið getur verið viðkvæmt og dýrmætt.“ Tobba segir í þættinum frá árunum þegar hún var blaðamaður undir stjórn Eiríks Jónssonar og Mikaels Torfasonar. „Það fyrsta sem Eiríkur Jónsson kenndi mér var að ef ég væri hrædd við að taka símann ætti ég að vinna við eitthvað annað. Maður finnur það hjá yngri blaðamönnum að þeim finnst erfiðara að hringja eftir að samfélagsmiðlarnir komu. Fyrsti dagurinn minn í starfi blaðamanns var þannig að ritstjórinn og aðstoðatritstjórinn stóðu yfir mér og hlustuðu á mig taka símann. Þetta voru Mikael Torfason og Eiríkur Jónsson og þeir voru ekki að biðja um um einföldustu símtölin. Ég var nýkomin úr fjölmiðlafræði frá Bretlandi og svitnaði bara út í eitt, en þetta var góður skóli. Mikael hefur líklega sagt þér frá því þegar hann kom í þáttinn hjá þér að það voru hafnarboltakylfur undir borðum og það var oft skrautlegt að vinna á DV á þessum tíma. Alls konar fólk í misjöfnu ástandi að koma inn í húsið og DV var oft samnefnari fyrir fólk sem var ósátt við fjölmiðla almennt.“ Tobba segir að oft hafi líka verið mikið álag á fréttamönnum DV og lítið um frí, sem endaði á skrautlegan hátt í einu tilviki. „Svo man einu sinni þegar ég og forveri minn í starfi á DV, Lilja Katrín vinkona mín fengum ekki frí um verslunarmannahelgi og enduðum á einhverjum hræðilegum hamborgarastað og pöntuðum okkur svo mikið af Frozen Margaritas og við vorum orðnar svo fullar í hádeginu að Eiríkur Jónsson þurfti að koma að sækja okkur aftur í vinnuna. Hann var frekar ósáttur, en við vildum sanna fyrir honum að hann hefði betur gefið okkur frí.“ Sölvi og Tobba, sem nú er ritstjóri DV, fara í þættinum yfir alls kyns sögur að tjaldabaki, lyklana að því að halda í ástríðuna og fleira og fleira. Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Tobba er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Það koma stundum vikur sem eru uppfullar af ömurlegum fréttum. Covid fréttir, gróft ofbeldi gegn börnum, kynferðisofbeldi og einhver viðbjóður. Þannig að stundum langar þig bara að skrifa tíu fréttir um Kim Kardashian og maður finnur það líka að létt efni fær meiri lestur núna, af því að fólk þarf stundum bara hvíld á þyngslunum varðandi kommentakerfin þá er það bara þannig að ef ég sé eitt verulega ljótt komment, þá eyði ég því og ég sé umræður sem eru orðnar mjög ljótar, þá bara loka ég fyrir kommentin,“ segir Tobba. „Ef það eru ofbeldismál eða viðkvæm mál þá bara lokum við fyrir komment, en ég er að gera tilraunir með þetta núna. Oft er þetta fallegt og getur verið góður vettvangur fyrir skoðanaskipti, en ég hef enga þolinmæði fyrir skítkasti og ljótum kommentum. Stundum hringir fólk og kvartar yfir því að það hafi verið lokað á það og þegar ég spyr það hvað það hafi skrifað kemur bara í ljós að það var einhver viðbjóður.“ Eðli málsins samkvæmt fylgi þessari tegund af blaðamennsku oft alls kyns hlutir, en hún segist finna það að fólk sé alla jafna jákvætt út í DV. „Fréttastjórinn okkar, Erla Hlyns, hefur oftar en einu sinni unnið mál fyrir mannréttindadómstól Evrópu og hún er mjög vönduð og grjóthörð, þannig að henni fylgir viss gæðastimpill. Og starfsfólkið mitt á DV er ótrúlegt. Ég sit stundum þarna og dáist að þeim. Þau slást oft um hver á að taka erfið símtöl og eru bara ótrúlega vönduð í sínum störfum. Það er ítrekað fólk að hringja í okkur sem ætti að hringja í lögregluna eða lögfræðinga og við erum oft að eiga við fólk í gífurlegri geðshræringu og það er oft bara mjög erfitt. Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem ritstjóri var að biðja um að okkur yrði útvegaður sálfræðingur. Það er oft gengið mikið á blaðamennina, sérstaklega í þessum erfiðustu málum, þar sem fólk hefur mikla þörf fyrir að láta heyra í sér. Það er grátandi fólk í símanum, stundum brún umslög sem koma heim til manns og það kemur meira að segja fyrir að það sé fólk komið heim til blaðamanna út af einhverjum málum,“ segir Tobba, sem segir það koma fyrir að hún taki vinnuna inn á sig. Öskurgrenjaði „Ég hef alveg komið heim til mín eftir erfiðustu dagana og sest á gólfið og öskurgrenjað yfir einhverjum viðbjóði og erfiðum málum. Ég á ekki gott með að ýta hlutum frá mér og gleyma þeim, heldur hef ég tilhneigingu til að fá áráttukenndar hugsanir um hryllinginn. Ég ætlaði á tímabili að sækja um í lögreglunni, en það var einmitt þetta sem ég hefði líklega ekki höndlað við það starf. Eftir að ég eignaðist börn er ég líka enn þá meðvitaðri um hvað lífið getur verið viðkvæmt og dýrmætt.“ Tobba segir í þættinum frá árunum þegar hún var blaðamaður undir stjórn Eiríks Jónssonar og Mikaels Torfasonar. „Það fyrsta sem Eiríkur Jónsson kenndi mér var að ef ég væri hrædd við að taka símann ætti ég að vinna við eitthvað annað. Maður finnur það hjá yngri blaðamönnum að þeim finnst erfiðara að hringja eftir að samfélagsmiðlarnir komu. Fyrsti dagurinn minn í starfi blaðamanns var þannig að ritstjórinn og aðstoðatritstjórinn stóðu yfir mér og hlustuðu á mig taka símann. Þetta voru Mikael Torfason og Eiríkur Jónsson og þeir voru ekki að biðja um um einföldustu símtölin. Ég var nýkomin úr fjölmiðlafræði frá Bretlandi og svitnaði bara út í eitt, en þetta var góður skóli. Mikael hefur líklega sagt þér frá því þegar hann kom í þáttinn hjá þér að það voru hafnarboltakylfur undir borðum og það var oft skrautlegt að vinna á DV á þessum tíma. Alls konar fólk í misjöfnu ástandi að koma inn í húsið og DV var oft samnefnari fyrir fólk sem var ósátt við fjölmiðla almennt.“ Tobba segir að oft hafi líka verið mikið álag á fréttamönnum DV og lítið um frí, sem endaði á skrautlegan hátt í einu tilviki. „Svo man einu sinni þegar ég og forveri minn í starfi á DV, Lilja Katrín vinkona mín fengum ekki frí um verslunarmannahelgi og enduðum á einhverjum hræðilegum hamborgarastað og pöntuðum okkur svo mikið af Frozen Margaritas og við vorum orðnar svo fullar í hádeginu að Eiríkur Jónsson þurfti að koma að sækja okkur aftur í vinnuna. Hann var frekar ósáttur, en við vildum sanna fyrir honum að hann hefði betur gefið okkur frí.“ Sölvi og Tobba, sem nú er ritstjóri DV, fara í þættinum yfir alls kyns sögur að tjaldabaki, lyklana að því að halda í ástríðuna og fleira og fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira