Jenna segir galið að hver sem er geti sprautað efni inn í húð fólks Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2020 10:31 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Fegrunarmeðferðir eru ekki nýjar á nálinni en vinsældir þeirra hafa aukist mikið undanfarið. Ein af vinsælustu meðferðunum sem hafa rutt sér rúm um allan heim eru meðferðir með fylliefni, og eru margir sem kjósa að láta setja slík efni til dæmis í varir sínar til að auka fyllingu þeirra og fegurð. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni í Kópavogi, hefur sérhæft sig í fegrunar meðferðum undanfarin ár, en hún hefur áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað og þá sérstaklega þeirri tísku sem nú ríkir í varafyllingum. „Það er svona einhver tíska núna að offylla í varir og þetta er kannski eitthvað sem er að koma út frá samfélagsmiðlum og Kim Kardashian kom kannski fyrst með þetta, þessar stóru og miklu varir. Því miður hefur borið á því að það er verið að setja of mikið fylliefni í varirnar og það sem að gerist þá er einfaldlega að ef þú hellir vatni í glas og það fyllist, og svo hellir þú bara áfram þá fer vatnið náttúrulega út fyrir glasið. Það er það sama sem gerist og efnið fer að streyma út fyrir varirnar,“ segir Jenna. Algjörlega fáránlegt Fegrunarmeðferðir með orkutækjum eins og til dæmis lasermeðferðir og fitufrysting auk fylliefna njóta vaxandi vinsælda um allan heim. Jenna segir að grípa þurfi betur utan um það hvaða aðilar mega veita slíkar meðferðir hér á landi líkt og gert er í löndum í kringum okkur, eins og til dæmis í Danmörku þar sem einungis heilbrigðismenntaðir aðilar eins og húð - og lýtalæknar mega veita slíkar meðferðir. „Það er náttúrulega algjörlega fáránlegt og galið ef þú hugsar um það að þú gætir bara farið á morgun og byrjað að sprauta einhverju efni inn í húðina á fólki án þess að hafa nokkra þekkingu, kunnáttu, né þjálfun. Þarna þarf virkilega eitthvað að koma frá heilbrigðisráðuneytinu, einhver reglugerð um þetta því það er eitthvað galið við þetta.“ Varafyllingar eru mjög vinsælar hér á landi. Lýtalæknar og húðlæknar hafa leitað eftir því að Heilbrigðisráðuneytið setji á reglugerð hérlendis líkt og gert er ytra um meðferðir með fylliefni og önnur orkutæki sem kunna að leiða til læknisfræðilegrar meðhöndlunar, fari eitthvað úrskeiðis. „Að Heilbrigðisráðuneytið sé ekki búið að bregðast við þessu er náttúrulega stórmerkilegt. Það sem flækir þetta almennt er að læknisfræði snýst mest um að meðhöndla sjúklinga. Þarna ert þú með heilbrigt fólk og heilbrigða einstaklinga sem leita til þín út frá fegrunarmeðferðum en í rauninni allt sem getur brugðist er allt læknisfræðilegt. Allar aukaverkanir, allir fylgikvillar og því fyrr sem þú grípur inn í, því betra. Hættulegasta aukaverkunin er að ef þú ert að sprauta einhverju inn í fólk þá er hægt að loka fyrir æð, að sprauta efninu inn í slagæð og það getur lokast fyrir þessa slagæð og þá kemur drep í húðina.“ Jenna segir að verstu tilfelli eftir meðferðir með fylliefni sem birst hafa í vísindagreinum úti í heimi séu varanleg blinda, sem hefur hlotist eftir að fylliefni er sprautað á ákveðin áhættusvæði í andliti, þessi áhættusvæði eru í kringum nef og á milli augnanna þar sem mikilvægar æðar liggja en hún segir að mikilvægt sé að vera vel þjálfaður og hafa víðtæka kunnáttu og þekkingu á anatomíu andlitsins til að meðhöndla þessi svæði. Verður að hafa kunnáttu og þekkingu „Auðvitað er það mín skoðun og okkar húðlækna og lýtalækna að um leið og þú tekur þér sprautu í hönd með nál þá verður þú að hafa kunnáttu og þekkingu til að geta gripið inn í ef eitthvað mistekst. Þú getur aldrei gengið út frá því að allt muni ganga vel,“ segir Jenna. Fylliefnin sem notuð eru í slíkar meðferðir flokkast sem snyrtivara hér á landi, líkt og tannkrem, dagkrem og aðrar álíka vörur og því ekki um ólöglega starfsemi að ræða hjá þeim aðilum sem veita slíkar meðferðir þar sem engin reglugerð er til. Jenna segir að eftirspurn hafi aukist í meðferðir til að leysa upp fylliefni eftir offyllingar eða misheppnaðar meðferðir með fylliefnum, sem oft á tíðum hafa verið gerðar af ófaglærðum aðilum. Snyrtistofur hér á landi hafa að undanförnu boðið upp á að leysa upp gömul fylliefni og segir Jenna það fráleitt þar sem efnið sem notað er til að leysa upp með er lyfseðilsskylt og því ekki í höndum hvers sem er að meðhöndla það. Fyrr á þessu ári birti ónefnd snyrtistofa grein þar sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum tjáði ánægju sína með árangur hjá viðkomandi snyrtistofu, þar hafði aðili leyst upp gamalt efni í vörum hennar og byggt þær upp á nýtt en þar sem efnið er lyfseðilsskylt lá beinast við að spyrja Jennu hvernig getur viðkomandi stofa eða meðferðaraðili unnið með slík efni ? „Þetta er verulega góð spurning. Landlæknisembættið er eftirlitsaðili með heilbrigðisstarfsfólki þannig ef þetta eru ófaglærðir einstaklingar þá nær embættið ekki yfir þessa aðila. Við höfum alveg verið í góðu samstarfi við Landlæknisembættið en þar koma inn kvartanir og tilkynningar og þeir myndu gjarnan vilja fá betra regluverk í kringum þetta. Ef þetta er rétt með þetta lyf og þessi grein er rétt þá er þetta náttúrulega bara ólöglegt.“ Meðferðir með fylliefnum eru eins og fyrr segir ekki hættulausar og eru mál tengd misheppnuðum fegrunarmeðferðum vaxandi vandamál um allan heim. Ómar R Valdimarsson lögfræðingur hefur fengið nokkur slík dæmi inn á borð til sín en hann segir einstaklinga hreinlega lenda á vegg eftir misheppnaðar fegrunar meðferðir hjá ófaglærðum aðilum. Ómar R hefur fengið nokkur svona mál inn á borð til sín. „Ef tjónið sem viðkomandi veldur þér er varanlegt þá siturðu eftir með það að viðkomandi getur ekki bætt þér þetta og það er enginn trygging sem grípur þig. Þú getur reynt að kæra viðkomandi til lögreglunnar fyrir að hafa beitt þig í grunninn ofbeldi. Þetta er líkamlegt tjón og það er ákvæði í hegningarlögum sem ættu að grípa þetta. Það sem mun að öllum líkindum gerast að er að lögreglan mun vísa málinu frá sér á grundvelli um að einkaréttalegan ágreining sé um að ræða,“ segir Ómar. Ef máli er vísað frá á þeim grundvelli að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða þarf viðkomandi aðili að fara í einkamál við meðferðaraðila sem getur orðið verulega kostnaðarsamt að sögn Ómars og segir hann að kostnaður við slík mál fari auðveldlega upp í eina til tvær milljónir. „Líkurnar á því að þú fáir nokkuð út úr því eru nánast engar. Ef þig langar til þess að fá þér fyllingarefni þá er það bara gott og blessað, en þá skalt þú leita til fagmenntaðs aðila sem er með starfsábyrgðartryggingu sem getur bætt þér það tjón sem af þessu kann að hljótast.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni í Kópavogi, hefur sérhæft sig í fegrunar meðferðum undanfarin ár, en hún hefur áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað og þá sérstaklega þeirri tísku sem nú ríkir í varafyllingum. „Það er svona einhver tíska núna að offylla í varir og þetta er kannski eitthvað sem er að koma út frá samfélagsmiðlum og Kim Kardashian kom kannski fyrst með þetta, þessar stóru og miklu varir. Því miður hefur borið á því að það er verið að setja of mikið fylliefni í varirnar og það sem að gerist þá er einfaldlega að ef þú hellir vatni í glas og það fyllist, og svo hellir þú bara áfram þá fer vatnið náttúrulega út fyrir glasið. Það er það sama sem gerist og efnið fer að streyma út fyrir varirnar,“ segir Jenna. Algjörlega fáránlegt Fegrunarmeðferðir með orkutækjum eins og til dæmis lasermeðferðir og fitufrysting auk fylliefna njóta vaxandi vinsælda um allan heim. Jenna segir að grípa þurfi betur utan um það hvaða aðilar mega veita slíkar meðferðir hér á landi líkt og gert er í löndum í kringum okkur, eins og til dæmis í Danmörku þar sem einungis heilbrigðismenntaðir aðilar eins og húð - og lýtalæknar mega veita slíkar meðferðir. „Það er náttúrulega algjörlega fáránlegt og galið ef þú hugsar um það að þú gætir bara farið á morgun og byrjað að sprauta einhverju efni inn í húðina á fólki án þess að hafa nokkra þekkingu, kunnáttu, né þjálfun. Þarna þarf virkilega eitthvað að koma frá heilbrigðisráðuneytinu, einhver reglugerð um þetta því það er eitthvað galið við þetta.“ Varafyllingar eru mjög vinsælar hér á landi. Lýtalæknar og húðlæknar hafa leitað eftir því að Heilbrigðisráðuneytið setji á reglugerð hérlendis líkt og gert er ytra um meðferðir með fylliefni og önnur orkutæki sem kunna að leiða til læknisfræðilegrar meðhöndlunar, fari eitthvað úrskeiðis. „Að Heilbrigðisráðuneytið sé ekki búið að bregðast við þessu er náttúrulega stórmerkilegt. Það sem flækir þetta almennt er að læknisfræði snýst mest um að meðhöndla sjúklinga. Þarna ert þú með heilbrigt fólk og heilbrigða einstaklinga sem leita til þín út frá fegrunarmeðferðum en í rauninni allt sem getur brugðist er allt læknisfræðilegt. Allar aukaverkanir, allir fylgikvillar og því fyrr sem þú grípur inn í, því betra. Hættulegasta aukaverkunin er að ef þú ert að sprauta einhverju inn í fólk þá er hægt að loka fyrir æð, að sprauta efninu inn í slagæð og það getur lokast fyrir þessa slagæð og þá kemur drep í húðina.“ Jenna segir að verstu tilfelli eftir meðferðir með fylliefni sem birst hafa í vísindagreinum úti í heimi séu varanleg blinda, sem hefur hlotist eftir að fylliefni er sprautað á ákveðin áhættusvæði í andliti, þessi áhættusvæði eru í kringum nef og á milli augnanna þar sem mikilvægar æðar liggja en hún segir að mikilvægt sé að vera vel þjálfaður og hafa víðtæka kunnáttu og þekkingu á anatomíu andlitsins til að meðhöndla þessi svæði. Verður að hafa kunnáttu og þekkingu „Auðvitað er það mín skoðun og okkar húðlækna og lýtalækna að um leið og þú tekur þér sprautu í hönd með nál þá verður þú að hafa kunnáttu og þekkingu til að geta gripið inn í ef eitthvað mistekst. Þú getur aldrei gengið út frá því að allt muni ganga vel,“ segir Jenna. Fylliefnin sem notuð eru í slíkar meðferðir flokkast sem snyrtivara hér á landi, líkt og tannkrem, dagkrem og aðrar álíka vörur og því ekki um ólöglega starfsemi að ræða hjá þeim aðilum sem veita slíkar meðferðir þar sem engin reglugerð er til. Jenna segir að eftirspurn hafi aukist í meðferðir til að leysa upp fylliefni eftir offyllingar eða misheppnaðar meðferðir með fylliefnum, sem oft á tíðum hafa verið gerðar af ófaglærðum aðilum. Snyrtistofur hér á landi hafa að undanförnu boðið upp á að leysa upp gömul fylliefni og segir Jenna það fráleitt þar sem efnið sem notað er til að leysa upp með er lyfseðilsskylt og því ekki í höndum hvers sem er að meðhöndla það. Fyrr á þessu ári birti ónefnd snyrtistofa grein þar sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum tjáði ánægju sína með árangur hjá viðkomandi snyrtistofu, þar hafði aðili leyst upp gamalt efni í vörum hennar og byggt þær upp á nýtt en þar sem efnið er lyfseðilsskylt lá beinast við að spyrja Jennu hvernig getur viðkomandi stofa eða meðferðaraðili unnið með slík efni ? „Þetta er verulega góð spurning. Landlæknisembættið er eftirlitsaðili með heilbrigðisstarfsfólki þannig ef þetta eru ófaglærðir einstaklingar þá nær embættið ekki yfir þessa aðila. Við höfum alveg verið í góðu samstarfi við Landlæknisembættið en þar koma inn kvartanir og tilkynningar og þeir myndu gjarnan vilja fá betra regluverk í kringum þetta. Ef þetta er rétt með þetta lyf og þessi grein er rétt þá er þetta náttúrulega bara ólöglegt.“ Meðferðir með fylliefnum eru eins og fyrr segir ekki hættulausar og eru mál tengd misheppnuðum fegrunarmeðferðum vaxandi vandamál um allan heim. Ómar R Valdimarsson lögfræðingur hefur fengið nokkur slík dæmi inn á borð til sín en hann segir einstaklinga hreinlega lenda á vegg eftir misheppnaðar fegrunar meðferðir hjá ófaglærðum aðilum. Ómar R hefur fengið nokkur svona mál inn á borð til sín. „Ef tjónið sem viðkomandi veldur þér er varanlegt þá siturðu eftir með það að viðkomandi getur ekki bætt þér þetta og það er enginn trygging sem grípur þig. Þú getur reynt að kæra viðkomandi til lögreglunnar fyrir að hafa beitt þig í grunninn ofbeldi. Þetta er líkamlegt tjón og það er ákvæði í hegningarlögum sem ættu að grípa þetta. Það sem mun að öllum líkindum gerast að er að lögreglan mun vísa málinu frá sér á grundvelli um að einkaréttalegan ágreining sé um að ræða,“ segir Ómar. Ef máli er vísað frá á þeim grundvelli að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða þarf viðkomandi aðili að fara í einkamál við meðferðaraðila sem getur orðið verulega kostnaðarsamt að sögn Ómars og segir hann að kostnaður við slík mál fari auðveldlega upp í eina til tvær milljónir. „Líkurnar á því að þú fáir nokkuð út úr því eru nánast engar. Ef þig langar til þess að fá þér fyllingarefni þá er það bara gott og blessað, en þá skalt þú leita til fagmenntaðs aðila sem er með starfsábyrgðartryggingu sem getur bætt þér það tjón sem af þessu kann að hljótast.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira