Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 20:51 Hildur með Grammy-verðlaunin sem hún vann til fyrir tónlistina í Chernobyl. Hún er nú tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í Joker. Alberto E. Rodriguez/Getty Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú. Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú.
Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira