Rafbílaframleiðandinn Arrival ætlar á markað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. nóvember 2020 07:00 Bílar frá Arrival. Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG. CIIG er félag sem sérhæfir sig í að safna fé á hlutabréfamarkaði og hefur áður unnið með rafbílasprotum eins og Nikola og Fisker. CIIG mun fara með 12 prósent hlut í Arrivel og aðrir hluthafar því 88 prósent, meðal þeirra eru Hyundai og UPS, póstþjónustan. Áætlað er að félagið geti með skráningunni safnað allt að 660 milljónum dollara eða um 90 milljörðum króna. Félagið hefur þegar náð í 118 milljón dollara, um 16 milljarða fjárfestingu frá BlackRock í október. UPS hefur þegar pantað um 10.000 rafsendibíla frá Arrival með möguleika á að tvöfalda þá pöntun. Bílarnir sem UPS fær verða búnir vélbúnaði til að vera sjálfkeyrandi. „Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra þegar hann verður reiðubúinn,“ sagði Avinash Rugoorbur, forseti Arrival. Vistvænir bílar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG. CIIG er félag sem sérhæfir sig í að safna fé á hlutabréfamarkaði og hefur áður unnið með rafbílasprotum eins og Nikola og Fisker. CIIG mun fara með 12 prósent hlut í Arrivel og aðrir hluthafar því 88 prósent, meðal þeirra eru Hyundai og UPS, póstþjónustan. Áætlað er að félagið geti með skráningunni safnað allt að 660 milljónum dollara eða um 90 milljörðum króna. Félagið hefur þegar náð í 118 milljón dollara, um 16 milljarða fjárfestingu frá BlackRock í október. UPS hefur þegar pantað um 10.000 rafsendibíla frá Arrival með möguleika á að tvöfalda þá pöntun. Bílarnir sem UPS fær verða búnir vélbúnaði til að vera sjálfkeyrandi. „Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra þegar hann verður reiðubúinn,“ sagði Avinash Rugoorbur, forseti Arrival.
Vistvænir bílar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent