Alþjóðadagur barna: Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð, segir UNICEF Heimsljós 20. nóvember 2020 10:04 Alþjóðadagur barna er í dag Unicef Í dag er alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir börn um allan heim og dagurinn litast óneitanlega af COVID-19. Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vara samtökin við því að kórónaveiran muni valda óafturkræfum skaða og stefna heilli kynslóð barna í hættu ef ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið bregðast ekki við afleiðingum veirunnar. Skýrslan Averting a Lost COVID Generation er gefin út í tilefni af alþjóðadegi barna. Hún er fyrsta ítarlega greiningin á þeim skelfilegu afleiðingum sem kórónaveiran hefur á börn og ungmenni, afleiðingar sem eiga einungis eftir að aukast eftir því sem heimsfaraldurinn dregst á langinn. „Sú mýta að kórónaveiran hafi lítil áhrif á börn eða ungt fólk hefur verið viðvarandi. Ekkert gæti þó verið fjarri sanleikanum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. „Þó svo að börn og ungt fólk verði ef til vill minna veik og smiti síður en fullorðnir þá finnast afleiðingarnar víða, sérstaklega hjá fátækustu og jaðarsettustu hópunum sem voru í mjög viðkvæmri stöðu fyrir. Þetta sýnir sig meðal annars í röskun á heilbrigðis- og félagsþjónustu, lokun skóla, vaxandi fátækt og vannæringu og aukningu í tilkynningum vegna ofbeldis og vanrækslu.“ Í skýrslunni kemur meðal annars fram að um börn og ungmenni er að ræða í einu af hverjum níu tilkynntum COVID-tilfellum í heiminum og smitum í þessum aldurshópi hefur fjölgað mikið. Þar segir að langtíma áhrif veirunnar á líf heillar kynslóðar séu ótvíræð. Á heimsvísu sé áætlað að börnum sem búa við fátækt á mörgum sviðum - börn sem hafa ekki aðgang að menntun, heilsugæslu, húsnæði, næringu, hreinlætisaðstöðu eða hreinu vatni - hafi fjölgað um 15 prósent, eða um 140 milljónir árið 2020. „Ógnirnar eru margvíslegar og því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun djúpstæðari áhrif mun þetta hafa á menntun barna, heilsu þeirra, næringu og vellíðan. Alþjóðadagur barna verður að vera dagur þar sem við hugsum um lausnir og ímyndum okkur betri framtíð, fyrir öll börn,“ segir Steinunn. Með skýrslunni fylgir aðgerðaáætlun og ákall um að ríkisstjórnir, einkageirinn og samstarfsaðilar hlusti á börn og taki áætlunina alvarlega. „Það skiptir máli að hlusta á börn og ungmenni. En það er ekki nóg að hlusta, það þarf að taka mark á því sem þau hafa að segja, að leyfa ungu fólki að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varðar og að ráðamenn mæti þeirra þörfum. Unga fólkið mun þurfa að lifa með afleiðingum þessa heimsfaraldurs og hvernig brugðist er við hefur bein áhrif á þeirra framtíð,“ segir Steinunn. Börn á Íslandi teikna heiminn eftir COVID Í tilefni af alþjóðadegi barna í ár kallaði UNICEF á Íslandi því eftir teikningum frá börnum og ungmennum á Íslandi þar sem viðfangsefnið var að ímynda sér þann heim sem þau vilja byggja fyrir börn eftir COVID-19. Teikningar frá börnum um heiminn sem þau vilja alast upp í munu birtast á samfélagsmiðlum UNICEF á Íslandi í dag undir myllumerkinu #voicesofyouth. Börn vilja heim þar sem allir eru jafnir. UNICEF Netráðstefna um áhrif COVID á börn Í dag koma börn og ungmenni hvarvetna úr heiminum saman á netráðstefnu til að ræða um áhrif COVID-19 á líf sitt. Ráðstefnan er haldin í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu. Fjögur þessara barna og ungmenna koma frá SOS barnaþorpum í Gvatemala, Indlandi, Nepal og Kenía. Þau fá tækifæri til að tjá sig um sjónarhorn sín á heimafaraldurinn og leggja spurningar fyrir fullorðna á pallborði á ráðstefnunni. Meðal þeirra verða stjórnmálaleiðtogar, framkvæmdastjóri UNICEF og varaforseti efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 á íslenskum tíma og áhugasamir eru hvattir til að skrá þátttöku sína tímanlega hér. Skipuleggjandi ráðstefnunnar er bandalag um sameinaða krafta, Joining Forces Alliance, en í þeim eru SOS Barnaþorpin, Barnaheill - Save the Children, Child Fund og fleiri góðgerðarsamtök sem láta sig réttindi barna varða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Í dag er alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir börn um allan heim og dagurinn litast óneitanlega af COVID-19. Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vara samtökin við því að kórónaveiran muni valda óafturkræfum skaða og stefna heilli kynslóð barna í hættu ef ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið bregðast ekki við afleiðingum veirunnar. Skýrslan Averting a Lost COVID Generation er gefin út í tilefni af alþjóðadegi barna. Hún er fyrsta ítarlega greiningin á þeim skelfilegu afleiðingum sem kórónaveiran hefur á börn og ungmenni, afleiðingar sem eiga einungis eftir að aukast eftir því sem heimsfaraldurinn dregst á langinn. „Sú mýta að kórónaveiran hafi lítil áhrif á börn eða ungt fólk hefur verið viðvarandi. Ekkert gæti þó verið fjarri sanleikanum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. „Þó svo að börn og ungt fólk verði ef til vill minna veik og smiti síður en fullorðnir þá finnast afleiðingarnar víða, sérstaklega hjá fátækustu og jaðarsettustu hópunum sem voru í mjög viðkvæmri stöðu fyrir. Þetta sýnir sig meðal annars í röskun á heilbrigðis- og félagsþjónustu, lokun skóla, vaxandi fátækt og vannæringu og aukningu í tilkynningum vegna ofbeldis og vanrækslu.“ Í skýrslunni kemur meðal annars fram að um börn og ungmenni er að ræða í einu af hverjum níu tilkynntum COVID-tilfellum í heiminum og smitum í þessum aldurshópi hefur fjölgað mikið. Þar segir að langtíma áhrif veirunnar á líf heillar kynslóðar séu ótvíræð. Á heimsvísu sé áætlað að börnum sem búa við fátækt á mörgum sviðum - börn sem hafa ekki aðgang að menntun, heilsugæslu, húsnæði, næringu, hreinlætisaðstöðu eða hreinu vatni - hafi fjölgað um 15 prósent, eða um 140 milljónir árið 2020. „Ógnirnar eru margvíslegar og því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun djúpstæðari áhrif mun þetta hafa á menntun barna, heilsu þeirra, næringu og vellíðan. Alþjóðadagur barna verður að vera dagur þar sem við hugsum um lausnir og ímyndum okkur betri framtíð, fyrir öll börn,“ segir Steinunn. Með skýrslunni fylgir aðgerðaáætlun og ákall um að ríkisstjórnir, einkageirinn og samstarfsaðilar hlusti á börn og taki áætlunina alvarlega. „Það skiptir máli að hlusta á börn og ungmenni. En það er ekki nóg að hlusta, það þarf að taka mark á því sem þau hafa að segja, að leyfa ungu fólki að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varðar og að ráðamenn mæti þeirra þörfum. Unga fólkið mun þurfa að lifa með afleiðingum þessa heimsfaraldurs og hvernig brugðist er við hefur bein áhrif á þeirra framtíð,“ segir Steinunn. Börn á Íslandi teikna heiminn eftir COVID Í tilefni af alþjóðadegi barna í ár kallaði UNICEF á Íslandi því eftir teikningum frá börnum og ungmennum á Íslandi þar sem viðfangsefnið var að ímynda sér þann heim sem þau vilja byggja fyrir börn eftir COVID-19. Teikningar frá börnum um heiminn sem þau vilja alast upp í munu birtast á samfélagsmiðlum UNICEF á Íslandi í dag undir myllumerkinu #voicesofyouth. Börn vilja heim þar sem allir eru jafnir. UNICEF Netráðstefna um áhrif COVID á börn Í dag koma börn og ungmenni hvarvetna úr heiminum saman á netráðstefnu til að ræða um áhrif COVID-19 á líf sitt. Ráðstefnan er haldin í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu. Fjögur þessara barna og ungmenna koma frá SOS barnaþorpum í Gvatemala, Indlandi, Nepal og Kenía. Þau fá tækifæri til að tjá sig um sjónarhorn sín á heimafaraldurinn og leggja spurningar fyrir fullorðna á pallborði á ráðstefnunni. Meðal þeirra verða stjórnmálaleiðtogar, framkvæmdastjóri UNICEF og varaforseti efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 á íslenskum tíma og áhugasamir eru hvattir til að skrá þátttöku sína tímanlega hér. Skipuleggjandi ráðstefnunnar er bandalag um sameinaða krafta, Joining Forces Alliance, en í þeim eru SOS Barnaþorpin, Barnaheill - Save the Children, Child Fund og fleiri góðgerðarsamtök sem láta sig réttindi barna varða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent